Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Síða 20
20 Fréttir Erlent Helgarblað 27. febrúar–2. mars 2015 Við lifðum af E bólufaraldurinn í Vestur-Afr- íku hefur verið skæður en nú lítur út fyrir að hann sé á undanhaldi. Í janúar lýstu Sameinuðu þjóðirnar og rík- isstjórn Malí því yfir að enga ebólu- sjúklinga væri að finna í landinu og að síðasta smit hefði greinst rúmum mánuði fyrr. Þá hefur ebólutilfellum farið hríð- fækkandi í Síerra Leóne, Líberíu og í Gíneu en þessi ríki hafa farið hvað verst út úr faraldrinum. Alþjóðaheil- brigðisstofnunin segir að 9.541 hafi látist vegna ebólu frá því í ársbyrjun 2014 og fram til dagsins í dag. Alls smituðust 23.539 manns. Á meðfylgjandi myndum má sjá myndir af fólki sem smitaðist af ebólu en hefur náð sér að fullu. Í flestum tilfellum er um að ræða hjálparstarfsmenn eða heilbrigðis- starfsfólk en einnig má sjá fólk sem smitaðist í umhverfi sínu og hefur jafnvel misst ættingja eða vini vegna sjúkdómsins. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is  Sameinaðir Musa Pabai heldur á syni sínum, Oliver, í fyrsta sinn eftir langan aðskilnað. Myndin er tekin í febrúar 2015. Musa er hér kominn heim til sín í Walakor í Líberíu. Hann smitaðist af ebólu og komst í nóvember að á sérhæfðu sjúkrahúsi sem sinnir aðeins ebólutilfellum. Í kjölfar útskriftarinnar óttaðist hann smithættuna og vildi ekki leggja það á fjölskyldu sína að fara aftur heim. Hann óttaðist að geta smitað unnustu sína af sjúkdómnum í gegnum kynmök. Rannsóknir hafa sýnt að ebóla getur verið í sæði í 82 daga eftir að einstaklingur sýnir fyrst einkenni sjúkdómsins. Engar vísindalegar rannsóknir segja að sjúkdómurinn geti smitast með þessum hætti en þó er talið að þess séu dæmi í Vestur-Afríku og hefur fólk því verið hvatt til þess að stunda ekki kynmök í þennan tíma. Musa var því áfram í sjálfskipaðri útlegð en sneri heim þann 15. febrúar.  Fékk tilraunalyf Kent Brantly smitaðist af ebólu þegar hann var við læknisstörf í Líberíu í Vestur-Afríku. Kent stendur hér með eiginkonu sinni, heill heilsu, á blaðamannafundi í ágúst 2014. Þá hafði hann fengið lækningu eftir að hafa fengið sérstakt leyfi til að fá tilraunalyf sem talin eru geta sigrast á sjúkdómnum.  Forsetafaðmlag Barack Obama, Bandaríkjaforseti, faðmar hér að sér hjúkrunarkonuna Ninu Pham á forsetaskrifstofunni. Nina, sem er frá Dallas í Bandaríkj- unum, veiktist af ebólu þegar hún sinnti manni sem hafði smitast og kom á sjúkrahús í borginni. Maðurinn lést vegna veikindanna. Nina náði fullum bata og óskaði forsetinn eftir fundi við hana stuttu eftir að hún var útskrifuð af sjúkrahúsi. Annar starfsmaður sem smitaðist, Amber Wilson, náði einnig fullum bata.  Þétt faðmlag Amber Vinson faðmar hér hjúkrunarfólk á sjúkrahúsi í Atlanta í Bandaríkjunum sem sinnti henni eftir að hún smitaðist af ebólu. Vinson sem er 29 ára smitaðist þegar hún sinnti ebólusmituðum manni á sjúkrahúsi í Dallas. Hjúkrunarkonurnar sem smituðust voru tvær, Amber og Nina Pham, og náðu báðar fullum bata.  Fyrst til að smitast Spænska hjúkrunarkonan Teresa Romero smitaðist af ebólu á Spáni og var fyrsta manneskjan sem smitaðist utan Vestur-Afríku. Teresa hafði hlúð að hjálparstarfsmanni sem smitaðist í Afríku og var fluttur til Spánar til meðferðar. Starfsmað- urinn lést, en Teresa náði fullum bata og sést hér yfirgefa sjúkrahúsið í nóvember 2014.  Langvarandi áhrif Romeo Doe stendur hér fyrir utan ebólusjúkrahús í Monróvíu. Romeo, sem er 29 ára, smitaðist í Líberíu og missti sjö fjölskyldumeðlimi úr sjúkdómnum. Hann hefur átt erfitt uppdráttar eftir að hann fékk að fara heim og mun líklega verða öryrki vegna fylgikvilla sjúkdómsins. Hann hefur fundið fyrir stöðugum þrýstingi í augum eftir útskrift en það er talið vera hliðarverkun. Þetta hefur mikil áhrif á sjón hans sem þýðir að hann er óvinnufær en hann starfar sem klæðskeri. n 23.539 smituðust af ebólu og tæplega tíu þúsund létust n Ebólutilfellum fækkar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.