Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Page 22
Helgarblað 27. febrúar–2. mars 201522 Umræða Ó hætt er að segja að engin óp- erusýning hafi vakið jafn- miklar deilur hérlendis og uppfærsla Þjóðleikhússins á Brúðkaupi Fígarós, sem frumsýnd var á öðrum degi jóla 1969. Hljómsveitarstjórinn lá undir ámæli fyrir slæleg vinnubrögð, fólki fannst leikstjórinn ekki standa sig, afleitt þótti að óperan skyldi ekki flutt á ís- lensku og svo mætti lengi telja. Mesta umtalið og gagnrýnin beindist þó að ungri söngkonu, Sigurlaugu Rósin- kranz, sem var í hlutverki greifynj- unnar. Sigurlaug var eiginkona Guð- laugs Rósinkranz þjóðleikhússtjóra og því var víða haldið fram að Guð- laugur hefði ákveðið að setja verkið á svið gagngert konu sinnar vegna. „Hvern er verið að blekkja?“ Leikdómarnir tóku að birtast í blöð- unum einn af öðrum dagana eftir frumsýningu og óhætt er að segja að varla hafi nokkur sýning fengið aðra eins útreið. Harðasta gagnrýnin var í dómi Guðrúnar Á. Símonar söng- konu, sem birtist í Alþýðublaðinu í byrjun árs 1970. Sér í lagi var Guð- rún hvassyrt í gagnrýni sinni á flutn- ing Sigurlaugar. Grípum niður í leik- dóminn: „Sigurlaug Rósinkranz átti að syngja og leika Rósinu greifafrú, en gerði hvorugt. Frúin sagði í blaða- viðtali í Vísi 1. desember að hún hefði verið lengi að ákveða hvort hún ætti að taka þetta hlutverk að sér. Hvern er verið að blekkja? Það vita flestir að óperan var færð upp ein- göngu vegna hennar. Hún fékk sitt hlutverk fyrir löngu ... Ég vildi óska að Sigurlaug hefði verið heldur leng- ur að hugsa sig um, hvort hún ætti að taka hlutverkið að sér, eða ekki, það hefði farið betur.“ Þjóðleikhússtjóri harðlega gagnrýndur Guðrún kvaðst hafa tjáð Sigurlaugu vorið 1969 að hún gæti ekki sungið þetta hlutverk „en mér var auðvit- að ekki trúað. Ég þekki hlutverkið það vel, að ég vissi að það yrði að ske kraftaverk, ef hún ætti að geta gert hlutverkinu þau skil, sem sóma því.“ Síðan sagði Guðrún: „Já, frú- in er falleg kona og mittisgrönn, en það er ekki nóg ... Sigurlaug hefur litla rödd, sem flýtur mjög stutt, hún beitir henni af vankunnáttu, öndun er mjög slæm og engin tónfylling eða stuðningur ... Ítalskan er mjög slæm, frúin skildi heldur ekki hvað var að ske í kringum hana.“ Ekki þótti Guðrúnu leikurinn betri og sagði Sigurlaugu hafa „mjög slæmar hreyfingar þótt grönn sé“. Henni þótti kominn tími til að „meðalmennskan og pólitíkin“ viki fyrir menningu hér á landi og sagði svo: „Það er erfitt að trúa því, en það er þó satt, að í Þjóðleikhúsi okkar ríkir sú stefna, að einn maður sem hefur enga söng- eða tónlistarþekk- ingu, er allsráðandi varðandi söng og tónlistarflutning,“ og átti hún þar við Guðlaug Rósinkranz, sem hún sagði hafa „úthlutað gjörsamlega óreyndri eiginkonu sinni einu við- kvæmasta óperuhlutverki sem til er“. Lokaorð Guðrúnar í dómnum voru áhrifamikil: „Ég hef eflaust dæmt sjálfa mig til dauða í Þjóðleikhús- inu með þessum skrifum mínum, en ... Af hverju á maður alltaf að vera hræddur?“ Sjónvarpseinvígi Allt ætlaði um koll að keyra í þjóðfé- laginu vegna óperunnar og voru þau Guðlaugur Rósinkranz og Guðrún Á. Símonar gestir sjónvarpsþáttar- ins „Setið fyrir svörum“ þriðjudags- kvöldið 13. janúar 1970, en hann var í umsjón Eiðs Guðnasonar, síðar þingmanns, ráðherra og sendiherra. Þátturinn var í blöðunum kynntur sem sjónvarpseinvígi þeirra Guð- rúnar og Guðlaugs, en Þorkell Sig- urbjörnssonar tónskáld var einnig gestur þáttarins. Sagt var að fáir sjón- varpsviðburðir hefðu fengið annað eins áhorf og hermt var að dregið hefði verulega úr umferð um bæinn meðan á þættinum stóð. Sjónvarpsrýnir eins dagblaðsins sagði þáttinn hafa verið skemmti- legan fyrir áhorfendur þar sem þjóð- leikhússtjóri hefði verið „grillaður“ undir „spurningaregni“ Guðrúnar. Henni var mjög heitt í hamsi, en Guðlaugur hélt stillingu sinni allan tímann. Hann viðurkenndi að hann væri ekki fyllilega ánægður með uppfærsluna. Í umræðum um hlut- verk greifynjunnar sagði Guðlaugur orðrétt: „Það er ekki hægt að láta 17 ára pilt leika ástarhlutverk á móti þrefalt eldri konu.“ Hér þótti heldur betur sveigt að Guðrúnu. Bítlarnir eyðileggja músík-smekk Mörgum fannst Guðrún ganga of langt í gagnrýni sinni í þættin- um. Í einu lesendabréfi dagblað- anna sagði: „Ég sem var búinn að ímynda mér Guðrúnu Á. Símonar öðlingskonu að minnsta kosti eftir söng hennar að dæma. Ég segi það satt að ég mun ekki geta notið söngs hennar hér eftir sem áður, því hún var í einu orði sagt ókurteis. Hins vegar var Guðlaugur Rósinkranz sá maður sem stækkar í mínum augum með degi hverjum.“ Ýmsir fleiri tóku upp hanskann fyrir Guðlaug. Þeirra á meðal var Anna Þórhallsdótt- ir söngkona sem sagði gauragang gangrýnenda og tónlistarfólks vegna flutningsins þeim lítt til sóma. Um þetta sagði hún orðrétt: „Vert er að minnast Bítlanna sem æða hér um og eyðileggja gróður jarðar, músík- smekk, og stuðla að eigin sögn að heyrnarleysi og geðofsa barna og unglinga. Ekki vilja einsöngvarar líkjast þeirra framgöngu.“ Anna sagði það virst hafa komið miklu róti á Guðrúnu Á. Símonar „að nýir kraftar voru teknir í hin ýmsu hlutverk“. Og Anna var þeirrar skoðunar að Sigur- laug væri „efnilegasti byrjandi“ sem hún hefði heyrt. Þrettán söngvarar láta í sér heyra Guðlaugur ritaði blaðagrein sem birtist í Vísi og Tímanum, sem var svar við hinni hörðu gagnrýni. Þar sagði hann meðal annars: „Ég hefi í allt haust orðið var við hatramma rógsherferð nokkurs hóps söngvara, sem áður hafa oft fengið tækifæri til þess að syngja í óperum Þjóðleik- hússins og telja sig sjálfkjörna til þess þar í hvert sinn sem leikhúsið flytur óperu,“ og bætti við: „Það er erfitt að sýna hér óperur, þegar hóp- ur óvildarfólks, sem ekki er með í óperusýningu í það eða hitt skiptið, leggur sig fram um að spilla fyrir.“ Þrettán söngvarar tóku gagnrýnina til sín og rituðu í samein- ingu harðorða svargrein í Vísi. Með- al hinna þrettán söngvara var Guð- rún Á. Símonar. Söngvararnir sögðu vart mega á milli sjá hvort fram á ritvöllinn hefði snarast „einstak- lingurinn Guðlaugur, eiginmaðurinn Guðlaugur eða þjóðleikhússtjórinn Guðlaugur Rósinkranz“. Söngvararnir kröfðust þess að þjóðleikússtjóri birti nöfn þeirra söngvara sem hefðu haft í frammi „hatramma rógsherferð“ og hefðu „reynt að spilla fyrir gangi sýn- inga“ eins og hann hafði orðað það. Kærðu sig ekki um neina lognmollu Hvort sem Sigurlaug var tilbúin fyrir hlutverkið árið 1969 eða ekki átti hún nokkurt tónlistarnám að baki. Ung hafði hún lagt stund á orgelnám og síðar söngnám meðal annars hjá Stefáni Islandi og raddþjálfun hjá áð- urnefndri Guðrúnu Á. Símonar. Síð- ar fór hún til Svíþjóðar og Austurríkis og nam enn sönglist. Sjálf lét Sigurlaug gagnrýnina lítið á sig fá. Aðspurð sagði hún hana oftar en ekki sprottna af öfund. Hún hefði fengið fjölmargar gjafir og bréf frá áhorfendum og mikið verið hringt til að lýsa yfir stuðningi með þeim hjónum. Þau væru líka bæði þannig að þau kærðu sig ekki um neina lognmollu í kringum sig. Eftir að Guðlaugur lét af embætti þjóðleikhússtjóra 1972, rétt tæplega sjötugur að aldri, fluttust þau hjón- in með tveimur börnum sínum til Svíþjóðar. Sigurlaug kom reglu- lega fram í óperuuppfærslum þar í landi, en einnig í Vestur-Þýskalandi og Ítalíu. Hún þótti hafa drama tíska leikræna kóloratur sópranrödd og ná mikilli hæð án þvingunar. Þannig var eftir því tekið er hún söng háa E í annarri konsertaríu Mozarts án minnstu þvingunar. Guðlaugur Rósinkranz lést árið 1977, en Sigur- laug ekkja hans fluttist síðar til Bandaríkjanna með börnum þeirra hjóna. n „Já, frúin er falleg kona og mittisgrönn, en …“ n Harðar deilur um uppsetningu Þjóðleikhússins á Brúðkaupi Fígarós Söngkonan umdeilda, Sigurlaug Rósinkranz „Mér er oft innanbrjósts eins og barni sem slegið er utan undir,“ sagði hún í viðtali við Tímann um harða gagnrýni sem dundi á henni. Guðrún Á. Símonar Var vægast sagt hvassyrt í gagnrýni sinni á uppfærslu Þjóðleik- hússins á Brúðkaupi Fígarós. Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri „Það er erfitt að sýna hér óperur, þegar hópur óvildarfólks, sem ekki er með í óperusýningu í það eða hitt skiptið, leggur sig fram um að spilla fyrir,“ sagði hann. Björn Jón Bragason bjornjon@dv.is Fréttir úr fortíð Skopmynd Þessi teikning af Guðlaugi og Guðrúnu birtist í Speglinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.