Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 24
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 24 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir • Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Helgarblað 27. febrúar–2. mars 2015 Dóttir mín dó næstum því Hann rændi æsku minni Hún smitaðist af óbólu- settum einstaklingi Aðgerðalítil ríkisstjórn Karen Ingólfsdóttir bjargaði lífi dóttur sinnar þegar tútta af snuði festist í hálsi hennar. – DV Ingibjörg Ýr Smáradóttir varð fyrir ofbeldi af hendi stjúpföður. – DVSvanhildur Björk Gísladóttir um dóttur sína sem fékk kíghósta.– DV E ins og flestum er í fersku minni varð vinstri stjórnin sáluga snemma tætt og lúin vegna innri ágreinings og vart starfhæf undir lokin. Ástandið er nokkru betra á stjórn- arheimili Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks, en þó alls ekki gott. Þótt ríkisstjórnin sé ekki orðin tveggja ára má þegar sjá á henni allnokkur þreytumerki. Hún hefur til dæmis misst lykilráðherra vegna hneykslis- máls og alvarlegs ágreinings verð- ur vart í mikilvægum málum. Ríkis- stjórnin er aðgerðalítil og þar virðist lítið vera um samráð milli manna og fyrir vikið verður þjóðin vitni að ýmsum vandræðalegum uppákom- um. Stundum virðist hreinlega sem menn tali ekki saman, sem er skrýt- ið því ekki ætti að vera langt á milli ráðherra á fundum í stjórnarráð- inu og Alþingishúsið er ekki svo stór bygging að þingmenn týnist þar auð- veldlega. En það er eins og menn hafi ekki sérlega mikla löngun til að tala saman. Iðnaðarráðherra leggur fram frumvarp um náttúrupassa, sem vekur litla hrifningu hjá samstarfs- flokknum og nú síðast sagði for- sætisráðherra að eitthvað væri rangt við það að borga þyrfti fyr- ir að ganga um Þingvelli. Ekki einu sinni flokksmenn iðnaðarráðherra treysta sér til að styðja hugmyndina um náttúrupassa. Sjávarútvegsráð- herra stígur fram og vill leggja fram frumvarp um breytingar á fiskveiði- stjórnunarkerfinu og er rétt búinn að sleppa orðinu þegar þingmað- ur Sjálfstæðisflokks stimplar frum- varpið sem sovéskt. Nú er svo kom- ið að ráðherrann treystir sér ekki fram með málið vegna harðrar and- stöðu samstarfsflokksins. Ríkis- stjórnin íhugar að leggja fram frum- varp um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið, en vitað er að innan Sjálfstæðisflokksins eru þing- menn sem geta ómögulega stutt þá tillögu. Afnám gjaldeyrishafta er svo á aðgerðalista ríkisstjórnarinnar, en einnig þar er innbyrðis ágreiningur og ekkert gerist annað en að nefnd- ir eru stofnaðar. Allir vita síðan af þeim skelfilegu vandræðum sem eru á leigumarkaði þar sem leiguverð rýkur upp úr öllu valdi. Og ekki er staðan skárri hjá ungu fólki sem vill kaupa sína fyrstu íbúð, það kemst ekki í gegnum greiðslumat. Við þessum vanda er ekki brugðist við af snerpu og öryggi eins og þarf svo nauðsynlega að gera. Tveggja ára afmæli ríkisstjórn- arinnar nálgast senn. Ríkisstjórnin mun sjálfsagt fá sér tertu af því til- efni meðan stjórnmálaspekúlantar skoða afrekaskrá hennar – sem ekk- ert bendir til að verði sérlega löng. Það má vissulega telja Framsóknar- flokknum til tekna að hafa kom- ið skuldaleiðréttingu sinni til fram- kvæmda en hart er deilt um hvort loforð Sigmundar Davíðs hafi verið uppfyllt. Betur má ef duga skal. Rík- isstjórnin hefur verið aðgerðalítil og svo mikið er víst að ósætti á stjórn- arheimilinu mun ekki verða til að efla dug hennar. n Birgitta og Brynjar sammála Þingmennirnir Birgitta Jóns dóttir og Brynjar Níelsson mættu í síð- degisútvarp Rásar 2 til að ræða skýrslu grein- ingardeildar ríkis- lögreglustjóra þar sem kemur fram að ekki sé hægt að útiloka hættu á hryðjuverkum á Íslandi. Þvert á það sem margir hefðu kannski ætlað voru þingmennirnir ansi sammála. Brynjar sagðist ekki geta sagt um hvort ógnin væri raunveruleg. „Hvað ætlum við að ganga langt í heimildum yfir- valda og lögreglu til að gera hvað sem er?“ sagði hann. Birgitta sagði engin rök og ekkert tilefni til að veita umfangsmiklar heim- ildir og bætti við að hún hefði áhyggjur af mikilli byssueign í landinu. Dagur í andstreymi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og félagar í meirihlutanum í borginni glíma nú við meira mót- streymi í pólitík- inni en um langt skeið. Það er eins og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins hafi vaknað af værum blundi og skynji nú óánægju borgarbúa með ýmsa grunnþjónustu, t.d. ástand gatnakerfisins, sorphirðu- mál og ferðaþjónustu fatlaðra sem hefur verið í algjöru lama- sessi. Í meirihlutanum er haft á orði að fljótlega verði að snúa vörn í sókn eigi ekki illa að fara á síðari hluta kjörtímabilsins. Félagatalið Hagyrðingarnir í heita pottinum ræða helst ekki þjóðmálin nema í bundnu máli. Þeir eru æði skýrir í höfðinu snemma dags eins og meðfylgjandi athugasemd ber með sér um kaup skattrannsóknar- stjóra á gögnum um undanskot í skattaskjólum: Margt er til í skattaskjólum. Skýlist hópur þar af fólum, óbilgjörnum, örgum drjólum. Ekki þekkist verri fans safnist þeir í drýsladans. Þar er lykt af skít og Skarna. Skúrkarnir sem búa þarna sagðir vilja selja Bjarna sómadreng með elegans - félagatal Flokksins hans. G unnar Bragi Sveinsson utan ríkisráðherra hefur lýst því yfir að TiSA-samn- ingurinn um markaðsvæð- ingu þjónustuviðskipta verði „gerður opinber strax og hann verður undirritaður.“ Væri ekki ráð að samningurinn eða öllu heldur samningsdrögin verði gerð opinber áður en þau verða undirrituð af Ís- lands hálfu? Hinir snauðu í varnarbaráttu TiSA-samningarnir um markaðs- væðingu þjónustuviðskipta, (Trade in Services Agreement), hafa ver- ið í burðarliðnum í um þrjú ár eða eftir að GATS-viðræðurnar um sama efni sigldu tímabundið í strand vegna andstöðu ýmissa þróunarríkja svo og verkalýðs- hreyfinga sem andæfðu því að innviðir samfélaganna yrðu mark- aðs- og einkavæddir. Samningarn- ir sigldu einnig í strand vegna þess hve lokaðar viðræðurnar voru og andlýðræðislegar. Verkalýðshreyf- ingu og öðrum almannasamtök- um var beinlínis meinað að hafa áheyrnarfulltrúa á fundum þar sem afdrifaríkar ákvarðanir voru teknar og er frægt dæmi að endemum þar um, ráðherrafundur sem boðað var til í Doha í Katar á Arabíuskaga árið 2001, en sú staðsetning varð fyrir valinu sökum þess hve auðvelt var að halda mótmælendum fjarri hinu góða gamni. Ítrekað siglt í strand Einkavæðingarsinnar eru orðnir vanir því að sigla fleyi sínu í strand. Það gerðu þeir í svokallaðri MAI- lotu (Multilateral Agreement on In- vestment), sem var skipulögð undir handarjaðri OECD á árunum 1995– 1998. Samtímis, árið 1995, var GATS-lotan hafin og árið 2012 var síðan hafist handa undir skamm- stöfuninni TiSA. Í öllum tilvikum hefur verið reynt að fara á bak við almenning með því að setja við- ræðurnar undir huliðshjúp. Við átt- um breska stórblaðinu Guardian það að þakka að upplýst var um GATS-samningana árið 2002 og í júní í sumar gerði Wikileaks okkur þann greiða að upplýsa um stöð- una í TiSA-viðræðunum. Þökk sé uppljóstrurum Eftir þetta hafa stjórnvöldin ekki átt annarra kosta völ en tala á opin- skárri hátt og vera gjöfulli á upp- lýsingar til almennings þótt þetta nái ekki lengra en svo að utanríkis- ráðherrann íslenski segist ætla að upplýsa okkur um samninginn að fullu eftir að hann hefur undirritað hann. Þetta verður honum að sjálf- sögðu aldrei liðið. Og ekki nóg með það. Utanríkisráðherra verður að upplýsa okkur um og fá samþykki Alþingis fyrir öllum þeim skuld- bindingum sem hann ætlar ís- lensku samfélagi að undirgangast í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Hver ætti annars að taka ákvarð- anir um hvað eigi að semja í TiSA eða öðrum áþekkum samning- um en Alþingi undir skæru kast- ljósi fjölmiðla, nema þá um væri að ræða svo stór mál að efna þurfi til þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er vel að grunnþættir heilbrigðis- þjónustu hafi af Íslands hálfu ver- ið undanskildir í skuldbindingum Íslands í TiSA-viðræðunum eins og fram hefur komið. En hvað með aðra þætti sem flokkast undir sam- félagsinnviði? Kemur til greina að semja um einhverja þeirra? Óafturkræft Allt þetta þarf að ræða í þaula. Í því sambandi þarf að hafa í huga að skuldbinding um markaðsvæð- ingu tiltekins þjónustuþáttar er óafturkræf samkvæmt samnings- drögum bæði í GATS-viðræðun- um og TiSA. Reyni ríki að hverfa frá fyrri skuldbindingu á það á hættu að verða skaðabótaskylt. En hvers vegna TiSA til viðbótar við GATS? TiSA-ríkin eru 50 talsins en aðildar- ríki að GATS-viðræðunum eru hins vegar 123 af þeim 160 ríkjum sem svo aftur eiga aðild að Alþjóðavið- skiptastofnuninni, WTO. Það er mat ríka heimsins (ríkjanna 50) að takist þeim að semja um mark- aðsvæðingu á laun þá muni þeim einnig takast að þröngva samn- ingnum upp á ríkin 73 sem út af standa. Þetta er ljótur leikur sem Ísland tekur því miður þátt í – enn sem komið er. n Hver ákveður hvað samið er um í TiSA-viðræðunum? Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna Kjallari „Væri ekki ráð að samningurinn eða öllu heldur samnings- drögin verði gerð opinber áður en þau verða undir- rituð af Íslands hálfu? Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Leiðari „Ríkisstjórnin er að- gerðalítil og þar virðist lítið vera um sam- ráð milli manna og fyr- ir vikið verður þjóðin vitni að ýmsum vandræðaleg- um uppákomum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.