Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Side 27
Helgarblað 27. febrúar–2. mars 2015 Umræða Stjórnmál 27 Fangelsi í Japan, öll sund lokuð Eins og menn vita þá fór það svo á endanum að Bobby var handtekinn í Japan, vegabréfið tekið af honum og hann lokaður inni í rammgerðu fangelsi. Öll sund virtust honum lok­ uð, Bandaríkjamenn ætluðu að hafa sitt fram, eina leiðin fyrir hann út var fangaflutningur heim til Ameríku þar sem hans beið hörð refsing og langur fangelsisdómur. Hann átti sér auðvitað gamla vini og stuðnings­ menn víða um lönd, og líka fólk sem hreinlega vorkenndi honum – þess­ um mikla snillingi sem hafði lokast og einangrast inni í eigin hugarór­ um, þráhyggju og bábiljum. En ekk­ ert stjórnvald í heiminum sá sér fært sér að leggja honum lið. Engin ríkis­ stjórn treysti sér til að sýna banda­ ríska heimsveldinu fingurinn með því að veita þessum manni, sem nú var búið að króa út í horn, ríkis­ borgararétt; Japönum kom það ekki til hugar, og eiga þeir þó ýmislegt undir sér; engin ríkisstjórn í heim­ inum vildi reita bandarísk stjórn­ völd til reiði, enda stórveldin vön að hefna sín grimmilega fyrir slíka sví­ virðu, og það við fyrsta tækifæri. Á Ís­ landi voru góðir menn að vinna í að reyna að bjarga Fischer. Formaður „Robert James Fischer­nefndarinn­ ar“ var móðurbróðir minn og nafni, Einar S. Einarsson, fyrrverandi for­ seti Skáksambandsins. Með honum voru Sæmi rokk Pálsson, einkavinur heimsmeistarans, og fleiri gegnheilir sómamenn. Þeir heimsóttu Fischer í Japan og ræddu við íslenska forystu­ menn, meðal annars Davíð Oddsson forsætisráðherra. Pólitíkusar sem láta ekki formsatriði stoppa sig Ég man eftir því, þegar við Thor heit­ inn Vilhjálmsson vinur minn og fleiri vorum að stofna Bókmenntahátíð­ ina í Reykjavík, að þá var leitað eft­ ir styrk úr ríkissjóði. En beiðnin kom of seint til að geta fengið rétta lög­ formlega afgreiðslu það árið. Og var mönnum vandi á höndum. Albert Guðmundsson var þá fjármálaráð­ herra, en aðalstjarnan í pólitíkinni var hinn ungi og litríki borgarstjóri Davíð Oddsson. Thor fékk fund hjá Albert vegna þessa vandamáls og sagði eitthvað á þessa leið: „Það eru tveir stjórnmálamenn á Íslandi sem þora að bjarga svona málum upp á eigin spýtur og án þess að láta reglu­ gerðafargan þvælast fyrir sér; það eru Davíð Oddsson borgarstjóri og Albert Guðmundsson fjármálaráð­ herra!“ Albert fannst hrósið gott, og vildi ekki vera minni maður en Davíð, og mig minnir að hann hafi skrifað ávísun á ríkissjóð með eigin hendi þarna á skrifstofunni og af­ hent bókmenntahátíðinni. Var afskiptanna af Fischer hefnt? Hvernig sem þetta var nú nákvæm­ lega þá held ég að það sé hafið yfir vafa að Davíð forsætisráðherra átti mikinn þátt í því að íslensk stjórn­ völd hjuggu á hnútinn, glúpnuðu ekki af ótta við stórveldið eins og all­ ar aðrar ríkisstjórnir heimsins, létu ekki „reglugerðafargan þvælast fyrir sér“ heldur sendu Fischer íslenskt vegabréf, og hingað kom hann og bjó hér á landi ævidaga sína á enda, laus undan hrammi bandarísku réttvís­ innar. Hann varð íslenskur ríkisborgari 2005. Og bandarísk stjórnvöld urðu brjáluð. Þau höfðu verið svikin og niðurlægð af smáríki! Hvað gat stór­ veldið gert? Árið eftir, 2006, lokuðu þeir reyndar herstöðinni á Miðnes­ heiði og kvöddu í fússi, en ljóst var að það var þeim ekki nægileg hefnd. Einn vinur minn sem hrærist í al­ þjóðaviðskiptum hitti Ameríkana sem hefur starfað fyrir alríkisstjórn­ ina í Washington og er vel kunn­ ugur því sem fram fer í utanríkis­ þjónustu stórveldisins. Vinur minn spurði þennan mann hvernig á því hefði staðið að beiðni íslenska seðla­ bankans og ríkisstjórnarinnar um lánafyrir greiðslu hefði verið svarað neitandi árið 2008, í aðdraganda al­ þjóðlegu bankakrísunnar. Þetta hef­ ur verið mönnum ráðgáta æ síðan, enda sendu stjórnir allra norrænu ríkjanna þannig beiðni vestur um haf og öllum hinum ríkjunum bárust góðfúsleg og jákvæð svör, nema Ís­ landi, sem fékk þvert og órökstutt nei. Öllum til mikillar furðu. Og var þó út­ látaminnst fyrir stórveldið að láta ör­ ríkinu Íslandi slíka fyrirgreiðslu í té. Þetta óvænta nei frá Bandaríkjunum hefur verið talið mjög afdrifaríkt um það hvernig fór nokkrum mánuðum síðar; á fundi í Háskólanum nýverið sagði Hannes Hólmsteinn að ef slík „lánalína“ hefði verið opin hefðu ís­ lensku bankarnir einfaldlega ekki farið á hausinn, og enginn varð til að andmæla því á fundinum. Um­ ræddur Ameríkani var semsé spurð­ ur hverju þetta sætti. Og hann brosti umburðarlyndur, en þó örlítið hissa yfir því hvað Íslendingar væru sein­ ir að fatta. Sagði svo: „Þið blönduðuð ykkur freklega í bandarísk innanrík­ ismál með því að veita eftirlýstum glæpamanni ríkisfang. Og það á enginn að fá að halda að ríki komist upp með slíkt ókeypis!“ n Var það út af Bobby Fischer að bankarnir fóru á hausinn?„Hann varð íslenskur ríkisborgari 2005. Og bandarísk stjórnvöld urðu brjáluð. Þau höfðu verið svikin og niðurlægð af smáríki! Hvað gat stór- veldið gert? Árið eftir, 2006, lokuðu þeir reyndar herstöðinni á Miðnesheiði og kvöddu í fússi, en ljóst var að það var þeim ekki nægileg hefnd. Skáksnillingurinn Bobby Fischer „Alla tíð var hann auðvitað mikil og að sumu leyti heillandi ráðgáta.“ mynd reuterS davíð Oddsson Lét ekki reglugerða- fargan þvælast fyrir sér. Vita Biosa PROBIOTIC M EIRI NÆRINGARUPPTAKA B ETRI MELTING B ETRI LÍÐAN Fæst í: Heilsuhúsinu Kringlunni, Lágmúla, Laugarvegi, Smáratorgi, Selfossi og Akureyri, Gló Fákafeni, Lifandi makaði, Mamma veit best, Heilsuverinu Suðurlandsbraut, Lyfsalanum Glæsibæ, Lyfjavali Mjódd, Apótekinu í Spöng, Heilsutorginu Blómavali, Græna hlekknum, Systrasamlagið Seltjarnarnesi, Akureyrarapóteki og organic.is ÁVÍSUN Á BETRI HEILSU 2015 ... E IN MEST SELDA GÓÐGERLABLANDA Í DANMÖRKU UNDANFARIN 10 ÁR ... „Vita Biosa getur haft mikil áhrif á bakflæði, brjóstsviða, andremmu, candida, þvagfærasýkingar, niðurgang, hægðartregðu og margt fleira. Hann hefur reynst bæði mér og mínum skjólstæðingum ákaflega vel. Ég mæli hiklaust með daglegri neyslu hans fyrir fólk á öllum aldri sem vill koma meltingunni í lag og halda henni í lagi.” Hallgrímur Þ. Magnússon Læknir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.