Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 31
Bjór - Kynningarblað 3 27. febrúar–2. mars 2015
B
ruggsmiðjan Kaldi hóf starf-
semi sína á Árskógsströnd
árið 2006 og var framleiðslu-
getan þá 170 þúsund lítrar á
ári. Fyrirtækið hefur vaxið og
dafnað með hverju ári og er ársfram-
leiðslan nú komin upp í 650 þúsund
lítra. Starfsmenn eru á bilinu 10 til 12
talsins. Mikil ásókn er meðal hópa,
bæði innlendra sem og erlendra, í að
skoða verksmiðjuna, en fyrirtækið
býður upp á slíkar kynnisferðir. Alls
heimsóttu um 8.000 manns verk-
smiðjuna á liðnu ári og segir Agnes
Sigurðardóttir framkvæmdastjóri að
áhugi almennings á að skoða brugg-
húss, starfrækt á landsbyggðinni sé
mikill.
Kaldi framleiðir alls tíu tegundir
af bjór, fimm árið um kring og jafn-
margar tegundir falla í flokk árstíða-
bundnu bjóranna, þeirra sem kom á
markað á þorra, um páska, sumar, í
október og um jól.
Nýr bjór á markað
í hverjum mánuði
Árið 2015 sendir Kaldi frá sér nýjan
bjór á markað, einn í hverjum
mánuði. „Fyrstu tveir eru þegar
komnir í sölu og hafa viðtökur ver-
ið góðar,“ segir Agnes. Bjórinn er
eingöngu til sölu á dælu og á þeim
veitingahúsum sem selja Kalda.
Sigurður Bragi Ólafsson bruggari
hjá Bruggsmiðjunni ber hitann og
þungann af þróunarvinnunni ásamt
öðrum starfsmönnum fyrirtækisins.
Sigurður segir að það sé mikið fjör
hjá þeim og skemmtilegir tímar fyr-
ir bruggara að fá tækifæri til að þróa
nýjar vörur, bjóða upp á nýjungar og
auka fjölbreytni á markaðinum.
Fyrstu tveir á markað eru
Kaldi IPA og Kaldi Barley
Vine
Fyrsti bjórinn á markað er
Kaldi IPA, India Pale Ale
sem er mjög humlarík-
ur bjór. „Þetta er nokkuð
beiskur bjór, í honum er
fjölbreytt samsetning af
humlum, bæði fyrir beiskju
og lykt. Það er krefjandi
ævin týri fyrir bragðlauk-
ana að drekka hann,“ segir
Sigurður Bragi, en bjórinn
er 7,3% að styrkleika. Bjór-
inn kom á markað síðla í
janúar og hefur verið vel
tekið.
Annar bjórinn
á markað er Kaldi
Barley Vine, sem
er kröftugur, með
miklu malti og
þægilegri beiskju,
en bjórinn er 10%
að styrkleika. „Þetta
er skemmtilegur
bjór, rammur og
hefur þann eigin-
leika að batna með
aldrinum. Það kem-
ur því vel til greina
að brugga meira
magn og setja hann
á markað aftur síð-
ar, þá aðeins eldri,“
segir Sigurður
Bragi.
Þriðji bjórinn
væntanlegur í
vor
Þriðji bjórinn í
röð mánaðarbjóra
lítur dagsins ljós á vor-
dögum, Kaldi Belgískur
Trippel, með 8% alkó-
hólmagni, nokkuð sterk-
ur en þó mjúkur að sögn
bruggarans. „Þessi bjór
er í belgíska ölstílnum, í
honum er töluvert magn
bæði af tékkneskum og
belgískum humlum, en
til að fá í hann sætu not-
um við kandísbrjóstsykur
sem er einkennandi fyr-
ir þessa tegund og gerir
bjórinn frábrugðinn öðr-
um,“ segir Sigurður Bragi.
Kaldi Imperial
Pilsner er eins konar
stóri bróðir ljósa
Kaldans, sem löng-
um hefur notið
hvað mestra vin-
sælda meðal neyt-
enda Kaldabjór-
anna. „Hann er á
flestan hátt líkur
Kalda sem fyrir er
á markaði, en er,
ef svo má segja,
meira af öllu.
Þetta er mjúkur
bjór með þéttri
fyllingu og léttri
beiskju og verður
7,7%,“ segir Sigurð-
ur Bragi.
Fleiri tegundir
væntanlegar
síðar á árinu
Fleiri tegundir eru
væntanlegar þegar
líður á árið, en þar
má nefna Baltic Port-
er og Kalda Russian Stout sem báð-
ir eru í þróun í verksmiðju Bruggs-
miðjunnar um þessar mundir. Sá
síðarnefndi gæti að sögn Sigurðar
Braga komið á markað næsta vetur
og hentar í raun vel þeim árstíma.
„Hann er svolítið í þyngri kantinum,
við höfum prófað okkur áfram með
hann í smáum stíl og framhaldið lof-
ar góðu.“ n ragna@dv.is
Tveir nýir bjórar
komnir á markað
Ársframleiðsla Kalda er 650 þúsund lítrar
Framleiðslugeta
Framleiðslugeta er nú
um 650 þúsund lítrar
á ári. MyNd RúNAR ÞóR
Bruggmeistarinn Sigurður Bragi Ólafsson er 23 ára. MyNd MyNdRúN eFh