Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Page 35
Kynningarblað - Bjór 7 27. febrúar–2. mars 2015
„Löwenbräu var mest seldi
bjórinn á fyrsta söludegi“
Löwenbräu
Af þeim átta bjórtegundum sem seldar voru hér á landi er bjórbannið rann
sitt skeið þann 1. mars 1989 voru fimm erlendar og þeirra á meðal hið þekkta
ljónabrugg eða Löwenbräu. Ljónið sló rækilega í gegn hjá landsmönnum, en
eins og Halldór Ægir Halldórsson, markaðsstjóri bjórs hjá Haugen-Grubben
segir: „Lövenbräu varð mest seldi bjór landsins, auk þess að vera mest seldi
bjórinn á fyrsta söludegi. Í dag er Löwenbräu mest seldi þýski bjór lands-
ins,“ segir Halldór. Líkt og svo mörg brugghús í Þýskalandi á Löwen-
bräu sér langa og merkilega sögu. Það var stofnað árið 1383, hefur ávallt
bruggað samkvæmt þýsku hreinleikalögunum, bjórinn var einn af
upprunalegu Októberfest-bjórunum og áfram mætti lengi telja. Í glasi
er hann ljósgullinn með stórum skýhvítum haus sem sest fljótt. Í nefi
er hann léttur og sætur með snert af korni, grasi, blómum og sítrus. Í
bragði er hann léttur með vott af biturleika, meðalfyllingu, milda kol-
sýru og létt og sæt/biturt eftirbragð með snert af pipar. Bjór eins og
Löwenbräu á fyrst og fremst að vera svalandi, léttur og frískandi og það
tekst honum svo sannarlega. Með Löwenbräu fær maður snert af bjór-
menningu Íslands eins og hún var þegar banninu var aflétt og hverjum
sönnum bjóráhugamanni hlýtur að finnast það áhugavert.
Beck's
Hinn þýski Beck's er einn af þessum gamalgrónu hlutum íslenskrar
bjórmenningar því þótt hann hafi ekki verið einn af hinum uppruna-
legu átta, þá var hann orðinn fáanlegur hérlendis seinna árið 1989 og
undir lok ársins var hann orðinn þriðji mest seldi bjór landsins. Saga
Beck's nær aftur til 1873 þegar brugghúsið Kaiserbrauerei Beck &
May var stofnað í Bremen í Þýskalandi. Beck's er bruggaður sam-
kvæmt hinum þýsku hreinleikalögum (Reinheitsgebot) frá 1516, en
þau eru gamalt skjal sem sagði hvað bjór mætti innihalda og hvað
ekki. Skjaldarmerki Beck's líkir eftir skjaldarmerki heimabæjarins
Bremen og hefur fast verið haldið um taumana í bruggunarferlinu
því aðeins sex bruggmeistarar hafa starfað hjá Beck's í 140 ára sögu
bjórsins. Í glasi er Beck's fölgullinn með snjóhvíta froðu. Í nefi eru
nettir kryddaðir og grösugir tónar með daufum humlum og því sem
best verður lýst sem ferskleika. Í munni eru grösugir og blómlegir
tónar með smá biturleika og sætu. Smá sítrus í bakgrunninum.
Budweiser
Annar af þeim fimm erlendu bjórum sem fáanlegir voru þann 1. mars 1989
var hinn heimsþekkti Budweiser. Bjórþyrstir Íslendingar hafa augljóslega
tekið þessum erlendu gestum opnum örmum því heill gámur af Bud-
weiser seldist upp á fyrsta degi sölu og var þar með uppseldur. Þessi tiltekni
útlendingur hvarf þó síður en svo af sjónarsviðinu enda hefur Budweiser
verið fyrirferðarmikill í bjórdrykkju landans allar götur síðan. Hinn
bandaríski Budweiser á uppruna sinn að rekja til Belgíu, Tékkóslóvakíu
sem var, og Þýskalands, en kom til Bandaríkjanna árið 1876. Á þeim
tíma var gríðarleg bjórframleiðsla í Bandaríkjunum og hafði verið allt
frá lokum frelsisstríðsins. Bjórinn var bruggaður í hinu sögufræga
Anheuser-Busch brugghúsi og varð fljótt einn sá mest seldi í Bandaríkj-
unum. Í dag er hann kominn skrefinu lengra og er sá mest seldi í heim-
inum. Í glasi er Budweiser fölur lagerbjór, afar ljósgulur á lit, með ský-
hvítan froðutopp. Í nefi er lítil lykt, en þó vottar fyrir grösugu korni og
humlatónum. Í munni er vottur af korni, grösugir tónar og votti af leðri.
Lítil fylling. Líkt og með Löwenbrau á bjór eins og Budweiser fyrst og
fremst að vera svalandi og frískandi. Budweiser er bjór sem maður
opnar á heitum sumardegi, standandi yfir grillinu. Budweiser er bjór
sem maður opnar yfir boltanum með strákunum. Félagarnir komnir
saman á laugardegi að grípa sér pítsusneið og horfa á enska. Klassík.
Leffe
Samhliða bjórvakningu síðustu ára hafa sérbjórar og fínna öl loks hlot-
ið þá virðingu sem það á skilið. Slíkir bjórar eru gjarnan framleiddir í
smærra upplagi þar sem haldið er í gamlar hefðir. Af klausturbjórum
gamla heimsins hlýtur Leffe að teljast til þeirra þekktustu og vinsæl-
ustu. Sögu Leffe má rekja aftur til 1152 þegar klaustrið Notre-Dame
de Leffe var stofnað við Meuse-ána í suðurhluta Belgíu. Þar nýttu
munkarnir nærliggjandi hráefni á borð við vatnið úr ánni og jurtir
í skógum til að brugga bjór sem þótti einstakur og var aðeins fá-
anlegur í klaustrinu. Ein helsta ástæðan fyrir bjórbruggun innan
klaustursins var mikill og stöðugur gestagangur, en líkt og með
önnur klaustur á þessum tíma var Leffe byggt í alfaraleið milli
bæja og tók reglulega á móti pílagrímum og öðrum ferðalöngum
í gistingu og uppihald. Þetta var jafnframt tími mikilla farsótta
og menn vissu að vatn gat verið hættulegt en bjórinn var örugg-
ur til drykkju. Í gegnum tíðina hefur ýmislegt gengið á og hefur
Leffe-klaustrið meðal annars lent í flóði, eldsvoða og nokkrum
styrjöldum. Það var eyðilagt í frönsku byltingunni og fór illa
út úr báðum heimsstyrjöldum, en alltaf var það endurreist og
munkarnir héldu ótrauðir áfram. Hér á landi má finna tvær
tegundir af Leffe, Brune og Blonde eða dökkan og ljósan. Brúni
er dökkur í glasi með þykkan froðutopp sem gjarnan einkennir
klausturbjór. Í nefi er þetta einkennandi klausturger sem gefur sæta
ávaxtaríka og kryddaða tóna en einnig nett korn. Í munni er bjórinn sætur og manni
detta í hug dökkir ávextir, hnetur, karamella og smá súkkulaði. Ljósi er, eins og nafnið
gefur til kynna, ljósari eða gulltóna með fallega beinhvíta froðu. Í nefi má
greina korn og humla auk smá sýru og mildra ávaxta. Í munni er hann
léttur með milda, beiska tóna, smá sætu og blómlega létta ávexti.
Hoegaarden
Hoegaarden er hinn fullkomni sumarbjór, léttur
og svalandi í hitanum. Í raun má segja að Hoe-
gaarden sé sá fyrsti sinnar tegundar, en það var í
samnefndu þorpi í flæmsku Belgíu sem bruggun
hinna ofurléttu hvítbjóra (witbier), sem Hoe-
gaarden tilheyrir, hófst fyrst, árið 1445. Það sem
einkennir þennan stíl er að til að bragðbæta er
ýmist ekki notast við humla eða aðeins í litl-
um mæli. Notast var við ýmiss konar krydd,
jurtir og ávexti en seinna meir varð það staðl-
að að nota appelsínur og kóríander, í bland
við humla, við bruggum witbier. Hoegaarden
er fölgulur á lit með snjóhvíta froðu. Í nefi má
greina þessa klassísku witbier-lykt á borð við
banana, negul, kóríander og kardimommur
í bland við daufan sítrus. Í munni er nettur
hveitikeimur í bland við appelsínur og
skemmtilega óræða kryddaða tóna.
Franziskaner
Góðir hveitibjórar eru sérstök listgrein og skiptast þeir í tvo meginflokka, hina belgísku
witbier og hina þýsku weissbier. Munurinn liggur í krydduninni þar sem witbier á borð
við Hoegaarden er bragðbættur með appelsínum og kóríander, á meðan gerið í þeim
þýsku er í aðalhlutverki.
Sögu Franziskaner-bjórsins má rekja alla leið aftur til 1397 þegar brugghúsið Welser
Prew var stofnað í München við Franciscan-klaustrið. Franziskaner bjórinn hefur lengi
gert mikið úr þessari fornu tengingu við klaustrið og munkana og núverandi flöskuút-
lit hefur verið notað síðan 1935. Á Íslandi má fá tvær tegundir frá Franziskaner, hinn
ljósa hveitibjór Franziskaner Hefe-Weissbier og hinn dökka hveitibjór Hefe-Weissbier
Dunkel. Sá ljósi er dökkgullinn í glasi með perluhvíta froðu. Í nefi má greina klassíska
hveitibjóratóna á borð við banana og smá kúlutyggjó, en þarna er einnig ljóst malt og
nettir kryddaðir tónar á borð við negul. Í munni má greina ljósa maltaða sítrustóna og
nett fransbrauð. Sá dökki er, eins og nafnið gefur til kynna, brúnleitur í glasi með ögn
gulleita froðu. Í nefi má finna ristað hveiti og ristað malt, dökkt brauð og smá karamellu.
Í munni fá finna svipaða tóna og í lyktinni, dökkt brauð, dökka ávexti og smá beiskju.
Báðir eru ljómandi skemmtileg dæmi um hvað gera má góðan bjór úr hveiti.