Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Síða 36
 27. febrúar–2. mars 20158 Bjór - Kynningarblað N afnið Áman á sér yfir 30 ára sögu, en fyrirtækið hefur verið staðsett á Háteigsvegi 1 síðan árið 2006, í húsi sem flestir þekkja, gamla Austurbæjarapótekinu. „Lengi var talað um húsið sem Rauða húsið, en það var hins vegar málað í öðr- um lit í fyrrasumar,“ segir Magnús Axelsson, rekstrarstjóri og einn af eigendum Ámunnar. Verslun og aðgengileg netverslun Áman flytur inn og selur vörur til bjór- og víngerðar, fyrirtækið er með smásölu, netverslun og endursölu- aðila víða um landið. Magnús segir það verulega til hagsbóta fyrir lands- byggðina, þar sem kaupandinn þarf þá ekki að greiða sendingargjald undir vöruna og varan er á sama verði hjá flestum endursöluaðilum og í versluninni í Reykjavík. Endursöluaðilar eru staðsettir á Akureyri, Egilsstöðum, Sel- fossi, Vestmannaeyjum, Ísafirði, Sauðár króki, V-Húnavatnssýslu og Kópaskeri og hjá þeim fást helstu vörur sem Áman er með í sölu. Sé varan ekki til þar má panta allt í gegnum netverslun Ámunnar. Í netverslun Ámunnar má finna allar vörur sem fyrirtækið flytur inn og er netverslunin mjög vel flokkuð og aðgengileg. „Við leggjum okkur fram við að þjónusta einstaklinga sem hafa áhuga á að gera eigin bjór og vín,“ segir Magnús. Bæði er hægt að kaupa tilbúin „kitt“, sem er búið að forvinna og svo öll efni og áhöld sem þarf til að gera bjór frá grunni. Hægt er að velja á milli þess að brugga eigin lagerbjór, millidökkan bjór eða alveg dökkan. Þá er hægt að kaupa alls konar tegundir af bjórgeri, kornmalti og humlum til að gera sína eigin uppskrift að bjór. „Þeir sem gera bjór hvort held- ur úr tilbúnum „kittum“ eða frá grunni og eru natnir og þolinmóðir gera fínan bjór, jafnvel þannig að þú finnur engan mun á honum og bjór keyptum úr búð, en það er þó auð- vitað misjafnt hvernig tekst til,“ segir Magnús. Bjórbruggun er áhugamál hjá stórum hópi fólks Magnús segir að síðustu ár hafi verið ákveðin vakning hjá fólki um að gera bjórinn frá grunni. Í kjöl- far kreppunnar hafi heimabruggun aukist verulega, en dregið hafi úr henni síðan þá. „Bjórbruggun er vaxandi áhuga- mál hjá fólki sem er ekki að hugsa um tímann, einfaldleikann eða kostnað, en stofnkostnaður er ein- hver þó að hann sé ekki verulegur,“ segir Magnús. Um er að ræða stórt áhugamál hjá stórum hópi fólks, sem kemur vikulega að kaupa hrá- efni til bjórgerðar. Fyrir þá sem eru að gera bjór frá grunni þá eru til leiðbeiningar, en margir brugga bjór eftir eigin hugmynd. „Þegar þú ert farinn að gera bjór frá grunni þá verður þetta áhuga- mál og menn verða fljótlega sér- fræðingar, sumir verða bara bjór- meistarar heima hjá sér,“ segir Magnús. „Allir geta búið til bjór og vín ef þeir vilja og hafa áhuga.“ Hvort sem þú ert að gera bjór eða vín þá snýst þetta um þolinmæði „Bjórbruggun frá grunni er ekki flók- ið mál en það þarf ákveðið bjórger, malt/korn, humla, að meskja við ákveðið hitastig og síðan sjóða virtina sem fæst úr meskingunni, kæla, gerja og svo framvegis. Þetta er ákveðið ferli, sem er ekki langt, en tíminn frá því að bjórgerð hefst og þar til hann er settur á flöskur er um tvær vikur,“ segir Magnús. Við bruggun á bjór úr tilbúnu setti þarf að láta hann gerjast í 5–7 daga, eftirgerjast við sama hitastig í sama tíma, færa hann síðan á kald- an stað og leyfa honum að tærast. Svo er gott að láta bjórinn „lagerast“ í mánuð áður en hann er drukkinn. Sumir gera bjórinn alveg tæran, sía hann jafnvel, þannig að hann verð- ur flatur og vantar kolsýru í hann, þá er hann settur á kúta og skotið kol- sýru í. Aldurshópur viðskiptavina er breiður Magnús segir að meðaltal yfir landið sé nokkuð jafnt, landsbyggðin bruggi ekki meira en borgarbúar, en bruggunin sé hætt að vera feimnis- mál og orðið sjálfsagt að menn séu að brugga fyrir sig sjálfa. Fólk skiptist í tvo hópa, þá sem er eru að leita að ódýrum lausnum fyrir til að mynda afmæli eða giftingu og svo þá sem hafa bjórbruggun sem áhugamál og vilja gera góðan bjór og leggja tíma og peninga í bruggunina. Aldurshópur viðskiptavina Ámunnar er breiður, en þó eru þeir sem hafa áhuga á bjórgerðinni yngri en þeir sem hafa áhuga á vín- gerðinni, en viðskiptavinir eru alveg niður í tvítugt. Karlmenn sem kaupa efni til bjórgerðar eru mun fleiri en konur. Aldurshópurinn sem hef- ur áhuga á víngerð er eldri en bjór- hópurinn, eða fólk yfir fertugt og upp úr. Stofnkostnaður til bjórgerðar er ekki verulegur Aðspurður hver stofnkostnaðurinn sé segir Magnús að hægt sé að kaupa pakka með bjórgerðarefni inni- földu á innan við níu þúsund krón- um og áhaldapakki til víngerðar, þar sem efni er ekki innifalið, kostar um 14.000 krónur. Hægt er að gera bjór frá grunni á ódýran hátt, en ef á að gera það af alvöru getur stofnkostn- aður hlaupið á nokkrum tugum þús- unda. Allt sem þarf til bjórgerðarinnar er til sölu hjá Ámunni, efni til bjór- gerðarinnar sjálfrar, flöskur, tappar, og allt þar á milli. Áman er stundum með kynn- ingu hjá klúbbum og hefur svo fengið hópa í heimsókn í kjölfarið. Námskeið hafa ekki verið auglýst sérstaklega, en eru haldin af og til í versluninni. Áman býður ekki enn upp á námskeið í bjórgerð, aðeins í víngerð, en hins vegar er öllum sem áhuga hafa veitt aðstoð í versluninni. Áman hefur einnig gefið út DVD- disk sem sýnir hvernig gera á eigið vín og er hann á ensku með íslensk- um texta. Allar nánari upplýsingar má fá hjá Ámunni, Háteigsvegi 1 í síma 533-1020 eða á netfanginu aman@ aman.is. Verslunin er opin virka daga kl. 10–18. n ragna@dv.is „Bjórbruggun frá grunni er ekki flókið mál“ Áman Áman er staðsett í gamla Austur- bæjarapóteki Háteigsvegi 1. Mynd Sigtryggur Ari Hráefni Allt hráefni til bruggunar bjórs frá grunni fæst í Ámunni. Mynd Sigtryggur Ari Áhugamál hjá stórum hópi fólks„Við leggjum okkur fram við að þjónusta einstaklinga sem hafa áhuga á að gera eigin bjór og vín

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.