Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 40
Helgarblað 27. febrúar–2. mars 201532 Fólk Viðtal Laus við reiðina Söngkonan Kristjana Stefánsdóttir er án efa ein fremsta djasssöngkona landsins. Indíana Ása Hreinsdóttir ræddi við Kristjönu um tónlistina sem hún er með í blóðinu, erfiða æsku á Selfossi, trúðinn Bellu, ástamálin, sem hún segir loðin í augnablik­ inu, móðurhlutverkið sem bjargaði henni og fyrir­ gefninguna sem hún fann nýlega. É g held að ég hafi fæðst með þennan áhuga og ekki bara á söng heldur á tónlist almennt. Ég var ekki nema þriggja, fjögurra ára þegar ég vissi að ég ætlaði að vinna við eitthvað tónlist­ artengt og mjög snemma varð röddin fyrir valinu sem mitt hljóðfæri,“ segir tónlistarkonan Kristjana Stefáns­ dóttir. Abba og Nina Hagen Kristjana fæddist með tónlist í blóð­ inu en í báðum fjölskyldum henn­ ar er margt syngjandi fólks þótt hún sé líklega þekktust. „Pabbi spilaði á selló og það er alveg sama hvaða hljóðfæri maður réttir mömmu; hún er ein af þeim sem getur spilað á allt. Í mínum augum eru foreldrar mínir miklir listamenn þótt þeir hafi aldrei fylgt þeirri ástríðu eftir. Ég man eftir ljósmynd af mér þar sem ég held tónleika fyrir afa og svo man ég líka eftir því þegar við vinkon­ urnar vorum að herma eftir Abba og svo Ninu Hagen eða þeim tónlistar­ mönnum var að finna í tónlistarsafni hvers heimilis. Þá vorum við gjarnan með þeytara úr hrærivélinni klædda í álpappír sem míkrófóna og festum garn við í snúru stað. Þetta var aðal­ dæmið á bekkjarkvöldum. Heima fyrir var ég þó ekki mikið syngjandi en ég hlustaði mikið á tónlist.“ Syngja og vera sæt Kristjana var ung farin að vinna fyrir sér og það hófst allt með hljóm­ sveitinni Lótus þegar hún var að­ eins 17 ára. „Þetta var þegar sveita­ böllin voru ennþá sveitaböll; áður en Reykjavíkurböndin fóru að koma austur. Þá voru þetta sveitaballa­ hljómsveitir. Ég gerðist svo fræg að syngja með Lótus á útihátíð um verslunarmannahelgi í Þjórsárdaln­ um 1986, nýorðin 18 ára, með tvær bestu vinkonurnar í bakröddum. Þetta var mjög skemmtilegt sumar en samt ákvað ég að hætta. Ég var nátt­ úrlega bara krakki en fannst engu að síður að ég hefði ekki nógu mik­ il áhrif í bandinu. Mér nægði ekki að syngja bara og vera sæt. Ég var líka eina stelpan og sýndi strax mik­ ið sjálfstæði og hætti. Labbi, Ólafur Þórarinsson, hafði heyrt mig syngja og hafði samband við mig í kjölfar­ ið og bað mig að vinna með sér og svo stofnuðum við, og fleira gott fólk, hljómsveitina Karma sem varð svakalega vinsælt band. Við spiluð­ um fyrir 300–500 manns um nánast hverja helgi í um þrjú ár. Þetta var skemmtilegur tími en eins og gengur og gerist þegar keyrslan og vinnan er mikil þá gefur sig eitthvað og á endanum gaf röddin sig. Ég fékk hnúta á raddböndin og var skíthrædd um að ég hefði skemmt eitthvað. Sem betur fer var ég byrjuð í einkatímum hjá Diddú sem lagði spilin á borðið fyrir mig og sagði mér að ef ég héldi svona áfram endaði ég í slæmum málum. Ég fór því og söng á síðasta ballinu og sagði strákunum að ég gæti þetta ekki lengur.“ Missti föður sinn Að þurfa að hætta með hljóm­ sveitinni var ekki eina áfallið sem Kristjana upplifði þetta kvöld. „Um nóttina dó pabbi minn, svo tilveran fór alveg á hvolf. Þetta var ansi stór pakki; að þurfa að hætta því sem ég elskaði mest að gera og missa pabba á sama tíma,“ segir Kristjana sem var 21 árs á þeim tíma. „Pabbi var 52 ára þegar hann fór. Hann hafði verið mikið veikur en hafði komið heim af sjúkrahúsinu mánuði fyrr og allt leit mjög vel út. Þess vegna kom þetta á óvart.“ Faðir hennar lést í október og Kristjana segist hafa verið dofin langt fram á næsta ár. Áfallið hafi hins vegar ekki skollið á henni fyrr en um vor­ ið. „Ég var bara dugleg og bretti upp ermar. Stúdentsprófin voru á þessum tíma og svo vantaði sýningarstjóra í sýningu hjá Leikfélagi Selfoss þar sem mínar bestu vinkonur tóku þátt. Þær hreinlega sóttu mig nauðuga. Ég veit ekki hvort þær plottuðu þetta en allavega var ég þar í hálfgerðri vin­ ar­innlögn. Þær voru alltaf í kringum mig og pössuðu mig og það hjálpaði meira en orð fá lýst. Ég kláraði svo stúdentinn, þótt það hafi ekki verið með neinum bravúr, og við vinkon­ urnar ákváðum að flytja í bæinn. Um vorið brotnaði ég svo niður. Það hafði tekið mig allan þennan tíma að kom­ ast á þann stað.“ Síðasta spjallið Kristjana er ein fremsta djasssöng­ kona landsins en faðir hennar hafði aðeins einu sinni séð og heyrt hana syngja djass opinberlega en það var helgina áður en hann lést. „Ég, ásamt Karli heitnum Sighvatssyni, Pálma Gunnars, Magga Eiríks spiluðum nokkur djasslög fyrir matargesti á Hótel Örk í Hveragerði. Pabbi, konan hans og vinafólk þeirra voru í salnum og ég man hvað pabbi var glaður. Ég var viss um að hann væri að braggast. Við áttum gott spjall og þarna áttaði hann sig á að mér væri alvara með tónlistina. Pabbi var alltaf að segja mér að ég ætti að fara í háskóla að læra eitthvað sem gæfi pening. En þetta kvöld kvað við annan tón, hann sagði að ef mig langaði að vera söng­ kona yrði ég að læra það almenni­ lega og bauð mér að koma og búa hjá sér í Reykjavík. Þar með lokuð­ um við þessari háskólarimmu okk­ ar. Þetta er mér afskaplega dýrmæt stund en þetta var í síðasta skipti sem við töluðum saman.“ Drykkja og fátækt Foreldrar Kristjönu skildu þegar hún var fjögurra ára og sjö ára fluttist hún með móður sinni og stóra bróður á Selfoss. Þótt hún eigi margar góð­ ar minningar úr æsku litaðist sá tími af erfiðleikum, drykkju og mörgu því sem börn ættu aldrei að upplifa eða verða vitni að. „Lífið var töff; bara helvíti erfitt oft. Mamma var einstæð og ég var orðin fyrirvinna með henni 17 ára. Ég hefði aldrei klárað stúdent­ inn nema af því að ég fjármagnaði námið sjálf. Amma og afi hjálpuðu líka og oft var ég með meiri tekjur við ballsönginn en mamma,“ segir hún og bætir við að hún hafi séð hvað aðr­ ar fjölskyldur höfðu það betra. „En það var aldrei málið hjá mér. Ég hafði tónlistina og þá varð einhvern veg­ inn allt betra. Mamma tuðaði aldrei yfir þeim áhuga og leyfði mér að gera það sem ég vildi. Æskan var skraut­ leg, erfið en líka skemmtilegt. Við átt­ um kannski nóg að borða í tvær vik­ ur í mánuði en eftir það var ekkert til en þá gátum við alltaf farið til ömmu og afa. Ég býst við að við höfum verið talin fátæk en við áttum þó alltaf heimili. Þetta reddaðist alltaf ein­ hvern veginn. Ég fann mér leiðir til að hafa gaman og var á kafi í félagslífinu. Kannski er ég að því ennþá, að passa að ég hafi nóg að gera.“ Allir brugðust Hún segir fjölskylduna hafa unnið mikið í sárindum liðinna ára og í dag sé sambandið gott. „Við höfum geng­ ið í gegnum mikið uppgjör síðustu árin og núna eru mörkin loksins að verða skýr í fjölskyldunni, sem þau voru kannski ekki alltaf,“ segir hún en neitar því að hún sé enn að burðast með reiði vegna æskunnar. „Ég var reið en er það ekki lengur. Mér fannst allir hafa brugðist mér, pabbi, amma, afi og fólk sem vissi hvernig ástandið var. Þetta var vel falið en einhver hefði átti að grípa inn í og gera eitt­ hvað. Svona hlutir eru gjarnan vel faldir og því miður er svona lagað að gerast enn í dag.“ Leitaði sér hjálpar „Við fórum eins oft og við gátum til pabba og konunnar hans en það var aldrei meira en helgi og helgi og í rauninni vorum við bara gestir þar. Tíðarandinn var allur annar. Í þá daga áttu börn að fylgja móður sinni en ég veit að börn þurfa auðvitað á báðum foreldrum sínum að halda. Ég er búin að vera reið lengi en mér hefur tekist að vinna mig úr þessu með góðri handleiðslu; reynsla sem var dýru verði keypt en hefur gert mig að miklu betri manneskju og meira spennandi listamanni. Ég er búin að taka slaginn fyrir þetta barn sem ég „Mér fannst allir hafa brugðist mér, pabbi, amma, afi og fólk sem vissi hvernig ástandið var. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Sólóplata í smíðum Ekki um djassplötu að ræða, segir Kristjana. MyND SIgtryggur ArI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.