Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Side 44
36 Lífsstíll Helgarblað 27. febrúar–2. mars 2015 Rasistadeit Koddahjal Umsjón: Sirrý Margrét Lárusdóttir og Smári Pálmarsson S æl Ragga. Ég er bæði vondauf og ráða- laus og finnst eins og engin lausn finnist á vandamáli mínu. Ég vona samt að þú eigir einhver ráð fyrir mig. Fyrir tveimur árum skildi ég og á sama tíma skildi besti vinur minn við kon- una sína. Við erum bæði rúmlega fertug. Upp úr því varð ég hrifin af besta vini mínum og rómantíkin blómstraði milli okkar. Við eigum sameiginlegt áhugamál sem við sinnum á fullu, hann er skemmtileg- ur og hinn fullkomni félagi. Biðum með kynlífið Við byrjuðum ekki strax að stunda kynlíf og mér fannst bara pínu spennandi að bíða. Þegar það loks gerðist fékk hann ekki standpínu og þetta gekk illa en hann bjarg- aði sér fyrir horn með ansi mögnuð- um munnmökum. Ég gaf þessu samt séns – sagði sjálfri mér að þetta væri stress og ekkert að marka. Ég neitaði að trúa því að þegar ég hafði loksins fundið mér fullkominn félaga væri kynlífið ekki að ganga upp. Hann var auðvitað líka miður sín og ég sagði að við skyldum bara gefa þessu góð- an tíma. Svo fórum við að búa saman. Hann flutti til mín með brotna ung- lingsstúlku og ég á einn lítinn strák sem er mikill gleðibolti. Allt small saman um leið og fjölskyldulíf- ið gengur eins og í sögu. Við erum meira að segja samtaka um skipt- ingu verka á heimilinu og okkur þyk- ir rosalega vænt um hvort annað. Þoli ekki þetta lessukynlíf En kynlífið gengur ekki – hann full- yrðir að þetta hafi ekki verið vanda- mál í hans fyrra sambandi, sem mér finnst skrýtið en held samt að hann segi satt. Hann er búinn að ganga í gegnum ítarlegar læknisrannsókn- ir og það er ekkert að honum líkam- lega enda er hann í mjög góðu lík- amlegu formi. Ég lifi bara einhverju lessukynlífi og er að tryllast yfir því. Mig langar að berja hann þegar ég finn þetta grautlina typpi. Ég er búin að reyna að sjúga hann, nudda hann, sýna honum klámmyndir, klæða mig sexý – ekkert dugar. Stundum nær hann honum upp í smá tíma en svo lyppast hann aftur niður inni í mér. Nú langar mig ekki í hann lengur, því ég verð alltaf fyrir vonbrigðum – mér finnst hann kyndaufur og fyrirsjáanlegur. Mín- ar tilfinningar eru örugglega ekkert að hjálpa honum heldur – ég er búin að missa trúna á að þetta muni lag- ast. Hann er duglegur að knúsa mig og nudda sem mér finnst gott en um leið og snertingin verður kynferðisleg langar mig ekki lengur. Örugg, sexí og gröð Sem betur fer er ég nokkuð örugg með sjálfa mig. Ég lít vel út og er í góðri þjálfun – ég er sexí og mikil kynvera, fæ auðveldlega fullnægingar og get suma daga orðið brjálæðislega gröð. Núna vel ég frekar að stunda kyn- líf með sjálfri mér heldur en að leita á hann. Ég viðurkenni að ég er farin að horfa á aðra karlmenn – bara af því að mig langar að fá almennilega að ríða, verða tekin og fá það almenni- lega. Ég mundi samt aldrei vilja halda fram hjá honum. Á milli okkar er of mikið traust til þess að ég gæti nokkurn tíma farið á bak við hann. Komin að því að kýla hann Staðan er svona: Ég get ekki hugs- að mér að enda þetta samband, mér hefur aldrei fundist ég jafn ör- ugg á ævinni, ég finn ég er elskuð, ég er fjárhagslega örugg, ég á yndislegt fjölskyldulíf. Ég get ekki hugsað mér að splundra tilveru barnanna okkar sem blómstra þannig að eftir því er tekið allt í kringum okkur. Ég get samt ekki hugsað mér að lifa áfram við þetta kynlífsleysi – enn ein misheppnuð tilraun og ég kýli hann. Þessi brjálæðislega reiði sem komin er í mig er mér líka óskiljanleg – kannski er mælirinn bara orðinn fullur. Hvað get ég gert? Kær kveðja, Alfríður Kæra Alfríður. Úr vöndu er að ráða. Í samböndum er oft einhver fórnarkostnaður – en að fórna kynlífi fyrir smá nudd og átakalausa verkaskiptingu er líklega ásættanlegt fyrir fáa. Hér vil ég þó taka fram að ég hvet fólk iðulega til að einblína ekki á samfarir sem upp- haf og endi alls í gagnkynhneigðu kynlífi – en það er ljóst á bréfi þínu að þú vilt láta ríða þér og engar refjar. Þú tekur ekki fram hvort náunginn er búinn að prófa stinn- ingarlyf. Ef hann laðast að þér og verður graður ætti það að virka eins og bráðið smjör á humar. Í guðanna bænum, ræðið þetta við heimilis- lækninn í næstu heimsókn. Hann er alls ekki of ungur til að stinningarlyf geti gagnast – og það er svo sannar- lega engin skömm að slíku. En er hann að segja satt? Gæti eitthvað annað búið hér að baki? Gredda er órætt og afstætt fyrirbæri og flestir sem hafa reynslu af lengri samböndum hafa upplifað misræmi sem hefur neikvæð áhrif á kynlífið. Hann gæti verið í lægð – en hann gæti líka verið með öllu ógraður. Rúnkar hann sér til að mynda? Hef- ur hann áhuga á einhverju kynlífi? Ef þetta á fyrir þér að liggja og þú vilt ALLS ekki slíta sambandinu gæt- uð þið íhugað að opna sambandið þannig að þú fengir þínar líkamlegu þarfir uppfylltar annars staðar. Sam- bönd eru alls konar og í sumum til- fellum er svo margt annað en kyn- lífið mikilvægt að fólk finnur viðlíka lausnir til þess að allir lifi af. Ef það er gjörsamlega út úr myndinni verð- ur þú bara að hætta að væla og fá þér lögulegan gervilim. Bestu kveðjur og ég vona sannar- lega að þið finnið lausnina sem virkar fyrir ykkur, Ragga n n Allt gengur upp nema kynlífið n Konan er að gefast upp„Ég er sexí og mikil kynvera, fæ auð- veldlega fullnægingar og get suma daga orðið brjálæðislega gröð. Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Misræmi í greddu Er í lagi að fórna kynlífinu ef allt annað gengur upp? Hatar þetta grautlina typpi Lostavakar í helgarmatinn Ertu að spá í eitthvað sniðugt til að hafa í helgarmatinn? Ýmsar fæðu- tegundir hafa orð á sér fyrir að auka á losta hjá þeim sem leggja sér þær til munns. Hér eru nokkrar sem þið ættuð að prófa: Chili-ávöxtur - inniheldur efnið capsacin sem þekkt er fyrir að auka blóðflæði og örva taugaboð. Avókadó - hefur að geyma ríkulegt magn E-vítamíns en það hefur örvandi áhrif á fram- leiðslu hormóna eins og testó- steróns, sem er lykilþáttur í kynörv- un hjá báðum kynjum. Granatepli - eru rík af andoxunarefnum sem hvetja til aukins blóðflæðis. Gott blóðflæði eykur næmni í kynfær- um. Lax - fullur af omega-3 fitusýr- um sem tryggja heilbrigða fram- leiðslu kynhormóna. Með ofangreint á matseðlin- um ætti helgin að verða safarík hjá lesendum Kynlífspressunnar!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.