Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Side 46
38 Skrýtið Sakamál Helgarblað 27. febrúar–2. mars 2015 w w w .z en b ev .is - U m b o ð : v it ex e h f Betri dýpri svefn - Engin eftirköst eða ávanabinding 100% náttúruleg, lífræn fæða án aukaefna Vísindaleg sönnun á virkni ZenBev er einstök blanda innihaldsefna, hrein graskersfræ hafa ekki sömu áhrif Streitulausir dagar og fr iðs ælar næ tur - Fæst í apótekum og heilsubúðum Melatónin - Seratónin Tvöföld virkni - Vellíðan dag og nótt Náttúrulegt Triptófan úr graskersfræjum Tvær bragðtegundir sítrónu og súkkulaði NÝTT Komið aftur fyrri sending seldist upp N ítján ára piltur í ríkisháskól- anum í Illinois í Chicago- borg í Bandaríkjunum, Mohammad Hossain, hefur verið ákærður fyrir kynferðislegt ofbeldi gegn samnemanda sínum. Sjálfur segist hann hafa verið að endurgera atriði úr kvikmyndinni „Fifty Shades of Grey“ með sam- þykki stúlkunnar, sem einnig er nítján ára. Chigaco Tribune grein- ir frá þessu. Atvikið átti sér stað síðastliðinn laugardag. Hossain á að hafa bund- ið hendur stúlkunnar við rúmið fyrir ofan höfuð með belti. Annað belti hafi hann notað til að binda fæturna á henni og síðan stungið hálsbindi upp í munninn á henni. Eftir að hafa afklætt stúlkuna byrj- aði Hossain að slá hana í líkamann með belti. Eftir að hafa slegið hana nokkrum sinnum bað stúlkan hann um að hætta, hristi höfuðið og grét. Hossain hélt hins vegar áfram að berja stúlkuna, meðal annars með hnefunum, eins og fram kemur í lögregluskýrslu. Þegar hún náði að losa á sér hendurnar mun hann hafa haldið þeim niðri og beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Stúlkan náði að flýja þegar herbergisfélagi Hossains kom heim og hringdi hún strax í lögreglu. n Neitaði að hætta í BDSM-leik Nítján ára piltur ákærður fyrir kynferðislegt ofbeldi Ákærður fyrir kynferðisofbeldi Pilturinn segist hafa verið að endurgera atriði úr kvikmyndinni „Fifty Shades of Grey“ með samþykki stúlkunnar. Í apríl 2008 var mexíkósk kona, Juana Barraza, dæmd til 759 ára fangelsisvistar. Juana var sak- felld fyrir að hafa banað nokkrum öldruðum konum. Fyrsta morðið sem henni var eignað var framið seint á tíunda áratug síðustu aldar, en sögum ber ekki saman um ná- kvæma dagsetningu. Almennt er talið að Juana hafi framið á bilinu 24 til 49 morð. Fórnarlömbin voru flestöll eldri konur og fyrir vikið fékk Juana viðurnefnið „La Mataviejitas“, morðingi aldraðra kvenna. Uppruni og bernska Juana Barraza fæddist í Hidalgo, strjálbýli norður af Mexíkó-borg, árið 1958. Hún átti vægast sagt ömur lega bernsku; móðir hennar var alkó- hólisti og segir sagan að hún hafi veitt karlmanni einum ítrekað heim- ild til kynmaka við hana, gjaldið var þrír bjórar fyrir hvert skipti. Um síð- ir varð Juana barnshafandi og ól son. Juana eignaðist fjögur börn allt í allt en frumburður hennar beið bana í ránárás. Juana heillaðist síðar af „lucha libre“, mexíkóskri glímu þar sem glímuklæddir keppendur með undarleg nöfn takast á í uppgerðar- átökum, að sögn þeirra sem til þekkja. Strembin leit Sem fyrr segir einbeitti Juana sér að eldri konum og voru öll hennar fórnar lömb eldri en sextugt og bjuggu ein. Alla jafna fyrirkom Juana konunum með því að annaðhvort kyrkja þær eða berja til dauðs. Yfirsaksóknari Mexíkó- borgar, Bernardo Bátiz, sagðist telja morðingjann „þrælgáfaðan, nokkuð snjallan og varkáran“. Sagði Bernardo að líklega kæmi morðinginn sér í mjúkinn hjá fórnarlömbunum og öðlaðist traust þeirra áður en hann léti til skarar skríða. Vegna þess hve misvísandi all- ar vísbendingar voru reyndist leitin að morðingjanum æði flókin. Á ein- um tímapunkti var lögreglan sann- færð um að um tvo morðingja væri að ræða. Einnig lenti lögreglan á villi- götum þegar rannsókn leiddi í ljós að þrjú fórnarlambanna höfðu átt eftirprentun af „The Boy in the Red Vest“ eftir franska 18. aldar málarann Jean-Baptiste Greuze. Þar ku hafa verið um einfalda tilviljun að ræða. Yfirvöld gagnrýnd Hvorki gekk né rak í rannsókn lög- reglunnar og sumarið 2005 voru yf- irvöld gagnrýnd harkalega fyrir að hafa afgreitt þá staðreynd að raðmorðingi gekk laus í Mexíkó-borg sem „fjölmiðlafár“. Ekki bætti úr skák þegar lögreglan réðst gegn samfélagi klæðskiptinga í vændi af slíku offorsi að fólki fannst nóg um. Þær aðgerðir skiluðu engu. Í nóvember það ár sendu yfirvöld frá sér yfirlýsingar vitnis sem gáfu ástæðu til að ætla að morðinginn klæddist kvenmannsfötum til að komast inn til fórnarlambanna. Í einu tilviki sást til stórvaxins kven- manns í rauðri blússu yfirgefa heim- ili myrtrar konu. Þann 25. janúar 2006 hljóp á snær- ið hjá lögreglunni þegar tókst að hafa hendur í hári manneskju sem hljóp sem fætur toguðu frá heimili síðasta fórnarlambs raðmorðingjans, Önu Maríu de los Reyes Alfaro, 82 ára, sem hafði verið kyrkt. Kona með krafta í kögglum Það kom mörgum í opna skjöldu að ekki var um karlmann að ræða heldur kvenkyns glímukappa, Juönu Barraza, sem var betur þekkt sem „Hljóðláta daman“. Reyndar höfðu vitni áður lýst meintum morðingja sem kraftalegri konu og lögreglan leitað í samfé- lagi klæðskiptinga. Lögreglan viður- kenndi síðar að Juönu svipaði til samsettra mynda sem gerðar höfðu verið eftir lýsingum vitna. Fingraför Juönu fundust, að sögn saksóknara, á vettvangi að minnsta kosti tíu morða af þeim 40 sem voru eignuð henni. Juana ku hafa játað á sig morðin á Önu Maríu de los Reyes Alfaro og þremur öðrum konum, en neitaði aðild að öllum hinum. Réttarhöld og dómur Vorið 2008 var réttað yfir Juönu og sakaði ákæruvaldið hana um allt að 40 morð. Þá játaði hún eingöngu á sig morðið á Önu Maríu og sagði ástæðuna hafa verið langvarandi vanþóknun hennar á móður sinni fyrir að hafa leyft því ofbeldi sem hún sætti í bernsku að viðgangast. Þann 31. mars var Juana sakfelld fyrir 16 morð og innbrot. Dómurinn var kveðinn upp í apríl og var Juana, sem fyrr segir, dæmd til 759 ára fang- elsisvistar. Í Mexíkó er sá háttur hafð- ur á að dómar eru afplánaðir sam- tímis, ekki í framhaldi hver af öðrum, og því mun Juana að öllum líkindum dvelja í heildina um 60 ár á bak við lás og slá. n 759 ára fangelsisdómur n Morðingja aldraðra kvenna tókst að forðast laganna verði í langan tíma Hljóðláta daman Juana Barraza var þekkt glímukona. Í höndum réttvísinnar Vitni höfðu lýst Juönu sem kraftalegri konu. „Yfirsaksóknari Mexíkó-borgar, Bernardo Bátiz, sagðist telja morðingjann „þræl- gáfaðan, nokkuð snjallan og varkáran“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.