Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Side 47

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Side 47
Skrýtið 39Helgarblað 27. febrúar–2. mars 2015 LEIKURINN OKKAR FYRSTI VINNINGUR STEFNIR Í 90 SÖGULEGAR MILLJÓNIR L AUGARDAGINN 28. FEBRÚAR E N N E M M / S ÍA / N M 6 7 6 0 2 Á EKKI AÐ SKELLA SÉR Á MIÐA? Elstu EinEggja tvíburar hEims Systurnar Florence Davies og Glenys Thomas hafa alla tíð verið óaðskiljanlegar s ysturnar Florence Davies og Glenys Thomas eru elstu eineggja tvíburasystur heims. Þær eru 103 ára að aldri. Leiðir þeirra systra hafa ekki skilið í ríflega heila öld. Systurnar fæddust árið 1912, árið sem Titanic sökk, og hafa á langri ævi upplifað tvær heims- styrjaldir, gífurlegar samfélags- breytingar; samgöngu- og tækni- framfarir. Þrátt fyrir þetta hafa þær aldrei farið af bæ. Þær hafa alla tíð búið í litlum bæ, Abertridwr í Caerphilly í Wales. Aldrei til útlanda Fjölskylda systranna er þess fullviss að þær séu elstu eineggja tvíburar í heiminum og segja að langlífi þeirra sé að þakka kyrrlátu og ró- legu lífi þeirra. Daily Mail hefur eftir Gwendu Stacey, 65 ára dóttur Glenys, að hvorki móðir sín né frænka hafi nokkru sinni ekið bif- reið. „Þær fóru aldrei til útlanda en hafa alltaf verið hamingjusamar og ánægðar.“ Gwenda rifjar upp frá- sagnir móður sinnar frá því úr æsku. „Afi minn var námuverkamaður og mjög handlaginn. Hann smíðaði leikföng fyrir stelpurnar sínar og móðir þeirra, amma mín, saumaði föt. Lífið snerist um kirkjuna og samfélagið sem þau bjuggu í. Mað- ur varð að hugsa um samfélagið því það var ekki á allra færi að ferðast.“ Ólust upp við guðsótta Þær systur fengust báðar við þrif á starfsævi sinni; þær þrifu heim- ili ríka fólksins. „Þeim stóð ekki til boða að sækja skemmtanir eða haga sér eins og unglingar gera. Foreldrar þeirra voru mjög trúaðir og þær ólust upp við guðsótta.“ Árið 1932 flutti Glenys að heiman. Þá giftist hún námuverkamanni en þau gátu ekki eignast barn. Þess vegna ættleiddu þau Gwendu. Maðurinn hennar, William Scrivens, lést 67 ára gamall en hún giftist öðrum manni þegar hún var sextug. Florence flutti að heiman tveimur árum á eftir Glenys og gift- ist manni sem lést þegar hann var 48 ára. Hún gifti sig ekki aftur. Gwenda segir að þær systur hafi fyllst aðskilnaðarkvíða þegar sú fyrri flutti að heiman. Þær voru vanar að vera alltaf saman. Úr varð að þegar Florence flutti líka að heiman keypti keypti hún næsta hús við systur sína. Öll sín hjúskapar ár lifðu þær hlið við hlið. Þær ólu börnin sín upp saman, versluðu saman og elduðu matinn. Ellin segir til sín Á tíræðisaldri fór ellin að segja til sín og systurnar fluttu á hjúkr- unarheimili. „Mamma og Flo voru alltaf svo sjálfstæðar og duglegar. Á níræðisaldri tóku þær enn saman strætisvagn til að fara að versla. Þeir vildu líta vel út og keyptu oft eins föt,“ segir Gwenda og bætir við að þær hafi alla tíð hugsað hvor um aðra. „Það var stöðugur samgangur á milli heimila. Við vorum ein stór fjölskylda,“ segir hún en bætir við að auðvitað hafi stundum kastast í kekki, eins og gerist hjá öllum, en það hafi aldrei bitnað á börnunum. Nú búa þær systur í herbergj- um hlið við hlið, og það er innan- gengt á milli. Gwenda segir að sam- búðin gangi vel ef frá er talið óþol Florence fyrir söng systur sinnar. Ellihrörnun gerir það að verkum að verkum að hún kyrjar stöðugt velskt lag sem hún lærði í barna- skóla, Calon Lan. „Líkamleg heilsa þeirra er ennþá góð en það er hug- urinn sem er að fara. Þær virðast stundum fjarlægar og muna ekki eftir fjölskyldumeðlimum. Þær spyrja þó enn hvor um aðra. Á milli þeirra eru enn sterk bönd.“ n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Óaðskiljanlegar Systurnar hafa átt hvor aðra að í meira en heila öld. MynD WAlEs nEWs sErvicE „Það var stöðugur samgangur á milli heimila. við vorum ein stór fjölskylda. t uttugu og ára Bandaríkjamað- ur, Thomas Standley, á yfir höfði sér ákæru fyrir að ráð- ast á kærustuna sína, Willie Frances Robinson, sem er 92 ára. Standley var handtekinn á miðviku- dag eftir að dóttir Willie, sem býr í næsta húsi við þau, heyrði móður sína öskra. Þegar hún fór yfir til að athuga með ástand móður sinnar brást Standley hinn versti við og ýtti henni úr dyragættinni. Þá hringdi dóttirin á lögreglu. Að því er Huffington Post greinir frá fór kærustuparið að rífast vegna þess að Willie var treg til að taka lyfin sín þennan daginn. Rifrildið vatt upp á sig og er Standley sagður hafa sleg- ið Willie og ráðist á hana með ofbeldi. Til að bæta gráu ofan á svart var þetta ekki í fyrsta skipti sem Standley beitir kærustu sína ofbeldi, að sögn Willie, sem sagðist vera hrædd og ekki þora að yfirgefa kærasta sinn. Standley var færður í fanga- geymslur lögreglu þar sem hann er enn í haldi. Verði hann fundinn sek- ur um ofbeldi gæti hans beðið refsi- vist í fangelsi. n réðst á 92 ára gamla kærustu Árásarmaðurinn er innan við þrítugt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.