Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Page 49
Sport 41Helgarblað 27. febrúar–2. mars 2015
6 Tottenham
Gæti keypt: Varnarmann
Gæti einnig skoðað: Miðjumenn
Möguleg skotmörk: Ignacio Camacho
og Morgan Schneiderlin
Tottenham á enn ágæta möguleika á
fjórða sætinu í ensku úrvalsdeildinni
þó að sá draumur hafi fjarlægst
nokkuð að undanförnu eftir tap gegn
Liverpool og jafntefli gegn West
Ham. Liðið er vel mannað framarlega
á vellinum þar sem Harry Kane og
Christian Eriksen eru fremstir meðal
jafningja. Liðið hefur þó á köflum átt
í talsverðu basli í varnarleiknum eins
og sést á fjölda marka sem liðið hefur
fengið á sig. Liðið hefur fengið á sig
36 mörk sem er meira en lið á borð
við Hull og Sunderland hafa fengið á
sig. Tottenham gæti þurft á öflugum
leiðtoga að halda í miðja vörnina.
Tottenham hefur verið orðað við
nokkra miðjumenn að undanförnu
þótt liðið sé með marga slíka í sínum
röðum. Talið er að félagið fylgist vel
með Ignacio Camacho, leikmanni
Malaga á Spáni, og þá er löngu vitað
að Mauricio Pochettiono, stjóri liðsins,
hefur mikinn áhuga á sínum gamla
lærisveini hjá Southampton, franska
miðjumanninum Morgan Schneiderlin.
Þetta þurfa stórliðin að gera fyrir næsta tímabil
United þurfa að kaupa miðvörð en Arsenal varnarsinnaðan miðjumann
4 Manchester
United
Gæti keypt: Varnarmann
Gæti einnig skoðað: Sóknarmann og
miðjumann
Möguleg skotmörk: Mats Hummels,
Aymeric Laporte, Paul Pogba og Robert
Lewandowski
Þó að United sé í 4. sæti úrvalsdeildarinnar
og í harðri baráttu um sæti í Meistara-
deildinni að ári verður ekki framhjá því
horft að spilamennska liðsins í vetur hefur
á heildina litið verið slök. Það er ljóst
að United þarf á frekari liðstyrk að
halda til að blanda sér í baráttuna
um Englandsmeistaratitilinn að
nýju. Vörn liðsins hefur á köflum
verið brothætt og hafa tíð meiðsli
í varnarlínunni ekki bætt úr skák.
Þegar Rio Ferdinand og Nemanja
Vidic fóru frá félaginu í fyrrasumar hvarf
gríðarleg reynsla og tókst forsvarsmönnum
United ekki að fylla þau skörð sem Vidic og
Rio skildu eftir sig. Forgangsatriði í sumar
hlýtur að vera að finna leiðtoga í miðja
vörnina og jafnvel nýjan hægri bakvörð þar
sem vængmaðurinn Antonio Valencia hefur
spilað lengst af í vetur. Þá hafa Robin van
Persie og Radamel Falcao ekki fundið sig
í framlínu United í vetur og þykir ólíklegt
að United splæsi í Falcao sem er í láni hjá
félaginu frá Monaco. United hefur verið
orðað við Robert Lewandowski, framherja
Bayern München. United hefur einnig verið
orðað við nokkra miðjumenn. Ber þar helst
að nefna Paul Pogba, leikmann Juventus,
og Kevin Strootman, leikmann Roma. Sá
síðarnefndi er að vísu frá vegna slæmra
hnémeiðsla.
5 Liverpool
Gæti keypt: Miðjumann
Gæti einnig skoðað: Framherja
Möguleg skotmörk: Miralem Pjanic, Radja Nainggolan, Danilo, Alvaro Morata
Liverpool hefur rétt úr kútnum að undan-
förnu eftir afleita byrjun á tímabilinu. Liðið
er taplaust á þessu ári og virkar í mjög fínu
standi. Brendan Rodgers, stjóri liðsins,
þarf þó að huga að nokkrum þáttum fyrir
næsta tímabil. Ljóst er að Steven Gerrard
yfirgefur herbúðir félagsins í sumar og þarf
Rodgers að finna öflugan mann í hans stað.
Joe Allen er ekki í uppáhaldi hjá stuðnings-
mönnum liðsins og gæti liðið þurft á öflugri
manni að halda við hlið Jordans Hend-
erson, sérstaklega þar sem Lucas hefur
verið gjarn á að meiðast. Miralem Pjanic,
leikmaður Roma, hefur verið nefndur sem
hugsanlegur arftaki Gerrards og þá hefur
liðið verið orðað við ungan varnarsinnaðan
leikmann, Danilo, sem leikur með Braga í
Portúgal. Þá er óvíst hvað Rodgers gerir við
framherjana þrjá; Rickie Lambert, Mario
Balotelli og Fabio Borini. Enginn þeirra
hefur náð sér á strik í vetur og gæti vel farið
svo að Liverpool freisti þess að fá ferska
fætur í framlínuna í sumar. Belginn ungi,
Divock Origi, mun þó koma til félagsins
frá Lille en spurningin er hvort hann sé
tilbúinn strax. Liverpool hefur verið orðað
við Alvaro Morata, framherja Juventus, að
undanförnu.
L
iverpool og Manchester City
mætast í stórleik helgarinnar
í ensku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu. Segja má að leik-
irnir á laugardag séu aðeins
upphitun fyrir það sem koma skal á
sunnudag þegar þrír hálfgerðir stór-
leikir fara fram. Leikur Liverpool og
Manchester City hefst í hádeginu á
sunnudag.
Liverpool hefur ekki tapað í tíu
úrvalsdeildarleikjum í röð, eða síðan
liðið steinlá gegn Manchester United
á Old Trafford í desember. Þrátt fyr-
ir gott gengi að undanförnu er Liver-
pool í 6. sæti deildarinnar með 45 stig
en Manchester City er í 2. sæti með
55 stig. Leikurinn hefst klukkan 12 á
hádegi á sunnudag.
Klukkan 14.05 fer fram leikur
Arsenal og Everton í London. Arsenal
hefur verið á fínu skriði undanfarna
vikur og situr í 3. sæti deildarinnar
með 48 stig. Hjá Everton hefur hins
vegar allt gengið á afturfótunum að
undanförnu og er liðið í 12. sæti með
28 stig og hvergi nærri sloppið við
falldrauginn. Chelsea og Tottenham
fá frí í úrvalsdeildinni um helgina en
þau mætast í úrslitaleik enska deilda-
bikarsins klukkan 16 á sunnudag.
Á laugardag mætir Manchester
United Sunderland og þarf United
nauðsynlega á sigri að halda í bar-
áttunni um 4. sætið. United er með
47 stig í 4. sætinu en Southampton,
Liverpool og Tottenham anda ofan í
hálsmálið á Louis van Gaal og félög-
um. Sunderland þarf einnig að fara
að hala inn stig en liðið er í 16. sæti
deildarinnar með 25 stig, þremur
stigum frá fallsæti. n
Risaleikur á Anfield
n Ofursunnudagur í enska boltanum n Liverpool tekur á móti Manchester City
Hvað gerir Sterling? Raheem Sterling
hefur skorað sex mörk og lagt upp sjö í
ensku úrvalsdeildinni í vetur. Hvað gerir
hann gegn City?.
Vissir þú …
… að Aston Villa er eina
liðið í úrvalsdeildinni sem
ekki hefur fengið víti á
leiktíðinni?
.… að
Southampton er eina liðið
í úrvalsdeildinni sem hefur
ekki fengið dæmt á sig víti
á leiktíðinni?
… að aðeins Fraser Forster
(12) og Ben Foster (10)
hafa haldið oftar hreinu
í úrvalsdeildinni en
Simon Mignolet (9)?
… að Liverpool hefur nú haldið hreinu í fimm
útileikjum í röð í úrvalsdeildinni í fyrsta
skipti síðan 1985?
… að 17 prósent marka
Leicester á leiktíðinni
hafa verið skoruð gegn
Liverpool?
… að Everton hefur aðeins skor-
að tvö mörk á síðustu 590
mínútum í úrvalsdeildinni?
… að Joey
Barton hjá
QPR hefur fengið
spjald í síðustu átta leikjum
sínum í úrvalsdeildinni, sjö
gul og eitt rautt?
… að það tók Wayne Rooney, leikmann
Manchester United, 560 mínútur
að koma skoti á markið á árinu
2015? Það gerðist í síðasta
deildarleik. Rooney til vorkunar
hefur hann að mestu spilað á
miðjunni að undanförnu.
Verstu töpin
Arsenal undir stjórn Wengers
Arsenal tapaði illa gegn Monaco
á heimavelli, 3–1, í fyrri viðureign
liðanna í 16-liða úrslitum Meist-
aradeildarinnar. Flestir bjugg-
ust við sigri Arsenal og kom tapið
því flatt upp á marga. Vefmiðill-
inn goal.com hefur tekið saman
verstu töp Arsenal undir stjórn
Arsenes Wenger.
Arsenal 0–5 Chelsea
Ár: 1998
Leikurinn fór
fram í enska
deildabikarnum
og tefldi Wenger
fram ungum
leikmönnum að
mestu. Þó ber að hafa í huga að á
þessum tíma var Chelsea langt í
frá það stórveldi sem það er í dag.
Þetta er enn þann dag í dag eitt
stærsta tap Arsenal á heimavelli
í sögunni.
Tottenham 5–1 Arsenal
Ár: 2008
Eins og Chelsea-leikurinn fór
þessi leikur fram í
deildabikarnum.
Fyrri leikur
liðanna á Em-
irates fór 1–1 en
Tottenham rúll-
aði yfir lánlausa
leikmenn Arsenal í
seinni leiknum.
Arsenal 1–2 Birmingham
Ár: 2011
Það bjuggust allir við sigri
Arsenal þegar liðið mætti
Birmingham í úrslitaleik deilda-
bikarsins á Wembley. Þótt ótrú-
legt megi virðist tapaði liðið fyrir
Birmingham sem féll með stæl úr
úrvalsdeildinni síðar um vorið.
Manchester United 8–2 Arsenal
Ár: 2011
Skytturnar hans
Wengers voru
leiknar grátt í
ágústmánuði
2011. Þetta er
versta tap Arsenal
frá árinu 1896.
Liverpool 5–1 Arsenal
Ár: 2014
Arsenal var í harðri toppbaráttu
áður en að þessum leik kom á
síðustu leiktíð og aðeins stigi á
eftir Chelsea. Liverpool rúllaði
yfir Arsenal-liðið, 5–1, og var
staðan eftir 20 mínútur 4–0.
Sigurinn var síst of stór.