Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 62
Helgarblað 27. febrúar–2. mars 201554 Fólk Skrýtnar stúlkur og sterkari sjálfsmynd Kitty von Sometime vinnur vídeóverk sem styrkja sjálfsmynd kvenna B reska listakonan Kitty von Sometime er þekktust fyrir vídeóverk sín sem hún vinn­ ur undir merkjum „The Weird Girls Project“. Hún undirbýr þessa dagana næsta verkefni skrýtnu stúlknanna, en eins og oft áður er umfjöllunarefnið sjálfstraust og lík­ amsmynd kvenna, og stendur Kitty fyrir hópfjármögnun á vefnum Indie­ gogo. Kitty kom fyrst til Íslands árið 2000 til þess að fjalla um Airwaves­hátíð­ ina. „Ég lenti á skemmtilegu fylleríi og vaknaði daginn eftir með 50 millj­ ónir nýrra vina í kringum mig. Á þess­ um tíma bjó ég í London og var í vel launaðri vinnu og fór að koma til Ís­ lands eina og eina helgi. Ég eignaðist strax marga vini og var fljótlega ákveðin í að flytja hingað ein­ hvern tímann. Sprengjuárásirnar í London 2005 urðu svo til þess að ég ákvað mig endanlega.“ Óánægðar konur Áður en Kitty flutti til Íslands átti hún að mestu karlkyns vini – en hér eignaðist hún fjöldann allan af vinkonum: „Það var nýtt fyrir mig að umgangast kon­ ur svona mikið. Ég fór að fylgjast með þeim taka sig til fyrir djam­ mið og hlusta á neikvæðnina sem þær höfðu gagnvart eigin útliti, og hvernig hún skapaði streitu. Þær voru ekki nógu grannar, ekki nógu svalar eða áttu ekki nógu smart föt. Þegar ég kynntist þeim betur komst ég að því hversu hátt hlut­ fall þeirra átti sögu um misnotkun, ofbeldi, átraskanir, kvíða og ýmis­ legt annað sem hafði áhrif á sjálfs­ mynd þeirra. Stundum var þó engin dramatík í bakgrunninum en samt þessi neikvæða sjálfsmynd. Þetta vildi ég vinna með í verkum mínum því ég trúi á að hafa jákvæð áhrif á líð­ an fólks.“ Áhrif MTV á listina „The Weird Girls Project“ varð til 2007, en verkin eru listræn myndbönd þar sem áhersla er lögð á hið sjónræna og tónlist skipar stóran sess. „Ég er af fyrstu MTV­kynslóðinni og það hefur mikil áhrif á list mína. Tónlistarmyndbönd gera listina að­ gengilega og ég nota það form í mín­ um verkum þó að ég sé klárlega ekki tónlistarkona. Formið er líka hentugt fyrir pólitísku skilaboðin og leyfir virka þátttöku kvennanna.“ Hingað til hefur Kitty fram­ leitt 25 myndbönd og unnið með yfir 100 konum. Flest verkanna eru unnin á Íslandi, með íslenskum kon­ um, en hún hefur einnig unnið í Kína og Þýskalandi. Ólíkar konur í ólíkum löndum „Það var mjög skemmtilegt að fá að vinna með konum í öðrum löndum. Í Kína var sláandi hversu hlédrægar konurnar voru og þar þurftum við virkilega að sýna fordæmi svo þær fylgdu eftir. Þýsku konurnar voru hins vegar svo einbeittar og ákveðnar í að láta allt ganga upp. Í því verki voru konurnar í leikgervi sem lokaði alveg fyrir munninn á þeim svo þær gátu hvorki borðað né talað. Ég bauð þeim að taka pásu til þess að borða, en allar vildu halda áfram og klára tökurnar.“ Hittir alla umsækjendur sjálf Allar konur geta sótt um að taka þátt í „The Weird Girls Project“, en Kitty er í dag með langan biðlista. Hún hittir sjálf alla umsækjendur yfir kaffibolla og útskýrir hvað verkefnið snýst um: „Það er mikilvægt að konurnar skilji að þetta snýst ekki um hégóma, eða að fá flotta mynd til að birta á Face­ book. Þær verða að vera tilbúnar til að leggja mikið á sig því tökurnar geta verið flóknar og erfiðar. Í staðinn fá þær tækifæri til að styrkja sjálfs­ myndina og styrkjast í gegnum þátt­ töku í einstöku verkefni.“ Smitaðist af áræðni Íslendinga Ísland og Íslendingar hafa mikil áhrif á listsköpun Kitty: „Áður en ég kom hingað þorði ég ekki að sýna nein­ um verkin mín og hélt alltaf að ég þyrfti að vera betri eða klárari til að mark yrði tekið á mér. Hér smitaðist ég fljótlega af áræðni Íslendinga og þessum krafti sem fær fólk til að hella sér út í alls konar misgáfulega hluti. Auðvitað virkar þetta ekki alltaf, eins og við sáum til dæmis í kringum fjár­ málahrunið, en oftar er þetta til góða. Ísland hefur gefið mér sjálfstraust og þor til að vinna verkin mín og standa með þeim. Auðvitað er veðrið glatað og hér er sjúklega dýrt að lifa – en á Íslandi á ég heima,“ segir þessi litríka listakona að lokum. Hægt er að sjá fyrri verk „The Weird Girls Project“ og nálgast upplýs- ingar á heimasíðu verkefnisins www. theweirdgirlsproject.com. Konur sem hafa áhuga á þátttöku geta haft sam- band við Kitty með tölvupósti: kitty- vonsometime@gmail.com n Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Eflandi fyrir konur Áhersla er lögð á að konur efli sjálfstraust sitt með þátttöku. Mynd ÓSKaR HallgRÍMSSon Starfar á Íslandi Kitty hefur gert flest vídeóverkanna á Íslandi. Mynd KRiSTinn MagnúSSon Kitty von Sometime Listræn myndbönd hennar styrkja sjálfsmynd kvenna. Mynd JEanEEn lund Vinnur með konum Allar konur geta sótt um að taka þátt í „The Weird Girls Project“. Mynd Héðinn EiRÍKSSon Hópfjármögnun á Indiegogo Áttu dollara aflögu Kitty safnar nú fyrir næsta verkefni „The Weird Girls Project“ á hópfjármögn- unarvefnum Indiegogo. Hægt er að láta hvaða upphæð sem er af hendi rakna, en markmiðið er að safna 2.500 dollurum sem samsvara um 330 þúsund krónum. náttúra og búningar Hið sjónræna er í forgrunni í verkum Kitty. Mynd HEllERT „Ég lenti á skemmti- legu fylleríi og vaknaði daginn eftir með 50 milljónir nýrra vina í kring- um mig. Marta kennir réttu handtökin Smartlandsstýrunni, kraftlyft­ ingakonunni, rithöfundinum og tískulöggunni Mörtu Maríu Jónas dóttur er ótal margt til lista lagt. Eins og kunnugir vita gaf Marta María út sína fyrstu mat­ reiðslubók fyrir jólin og nú er hún í kjölfar útgáfunnar farin að halda matreiðslunámskeið. Næsta námskeið fer fram á Salt en þar mun Marta kenna áhugasömum hollar, sykurlausar og aukaefn­ islausar uppskriftir að girnilegum réttum fyrir fjölskylduna. Mat­ reiðslubók Mörtu Maríu, MMM, var tilnefnd til Gourmand­verð­ launanna í flokknum Skandinav­ ískar matreiðslubækur. „Leiktu þér með þetta“ Kærasta Sigmars Guðmundssonar hrekkti hann á Facebook í vikunni með því spyrja vini hans álits á því hvort hann ætti að fara í klippingu eða safna hári. Og hvort hann ætti kannski að lita gráu hárin, líkt og Logi Bergmann. Með stöðuupp­ færslunni birti hún tvær myndir af honum. Á annarri var hann ný­ klipptur og fínn, en á hinni frekar úfinn og rytjulegur. Fjörlegar um­ ræður sköpuðust á þræðinum og margir lögðu orð í belg, þar á meðal Sigmar sjálfur sem vildi frekar spyrja hvort hann ætti að fá sér nýja kærustu. Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz, blandaði sér líka í umræðurnar. „Leiktu þér með þetta, taktu sénsa, róteraðu hárgreiðslum, óhræddur við að lita þetta. Áður en þú veist af þá er þetta búið! Nýta tímann!“ Ekki er ljóst hvort Sigmar ætlar í klipp­ ingu eða ekki. Valur á von á barni Tónlistarmaðurinn Valur Heið­ ar Sævarsson, sem eitt sinn var kenndur við hljómsveitina Butter cup, á von á sínu fyrsta barni ásamt unnustu sinni, Hrafnhildi Ragnarsdóttur, núna í sumar. Hann birti sónarmynd á Facebook­síðu sinni í vikunni með tilkynningu um væntan­ legan erfingja. „Fékk að finna fyrstu spörkin í gegnum magann núna á sunnudaginn svo að þetta varð allt miklu raunverulegra fyrir okkur þó að við værum búin að sjá krílið busla í sónar,“ skrifaði hann. Þá sagði hann líka að þau væru auðvitað gríðarlega spennt að takast á við þetta nýja hlutverk í lífi sínu, en þetta er líka fyrsta barn Hrafnhildar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.