Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Qupperneq 6
Helgarblað 23.–26. október 20156 Fréttir
TOYOTA AVENSIS SOL ←
Fyrsta skráning 12/2010. Ekinn 87 þús. km. Sjálf-
skiptur. Álfelgur. Handfrjáls búnaður. 2ja svæða
tölvustýrð miðstöð og fullt af lúxus. Tveir eigendur
frá upphafi. Ekki fyrrverandi bílaleigubíll. Minnst
ekni og ódýrasti bíllinn á markaðinum í dag.
Okkar verð:
2.960.000 KR.
Mismunun í styrkjum til
endurhæfingar geðsjúkra
n Hugarafli synjað um styrki sem sambærileg félagasamtök fá n Krefja ráðherra svara
V
ið sjáum á samanburði við
önnur félagasamtök að við
erum langneðst. Þannig að
það er eitthvað bogið við
þetta og okkur þykir þetta
mjög skrýtið,“ segir Auður Axelsdóttir,
forstöðukona Hugarafls, sem kveðst
ósátt við hvernig félagasamtökum
sem veita geðsjúkum endurhæfingu
virðist mismunað í fjárveitingum frá
ríkinu. Umsóknum Hugarafls um
styrki hefur ítrekað verið hafnað af fé-
lags- og húsnæðismálaráðherra.
Staða Hugarafls varð til þess að
Erna Indriðadóttir, varaþingmað-
ur Samfylkingarinnar, lagði í vikunni
fram fyrirspurn á þingi til Eyglóar
Harðardóttur, félags- og húsnæðis-
málaráðherra. Þar er hún krafin svara
við því hvernig stæði á þessari mis-
munun og hvers vegna umsóknum
Hugarafls um styrki hafi verið hafnað.
Aðrir fá tugi milljóna
Í greinargerð með fyrirspurninni
bendir Erna á að nokkur félagasam-
tök veiti geðsjúkum endurhæfingu.
„Staða þeirra er mjög mismunandi
þótt starfsemi þeirra sé sambæri-
leg. Hugarafl fær þannig tvær millj-
ónir frá heilbrigðisráðherra en Geð-
hjálp, Geysir og Hlutverkasetur fá tugi
milljóna í styrki frá velferðarráðu-
neytinu beint og óbeint. Umsókn-
um Hugarafls til velferðarráðuneytis-
ins um sambærilega styrki hefur hins
vegar verið hafnað.“
Þær upplýsingar fengust hjá
Hugarafli að vissulega muni um að
samtökin séu í fríu húsnæði. Eirík-
ur Guðmundsson, verkefnastjóri hjá
Hugarafli, bendir á til samanburðar
að á meðan Hugarafl búi við þröngan
fjárhagslegan kost þá fái samtök eins
og Geðhjálp, sem hann segir vissulega
gera ágætis hluti, fullt af peningum.
Bendir hann á að samkvæmt ársreikn-
ingi hafi þau átt 145 milljónir í eigið fé
og keypt húsnæði á rúmar 90 milljón-
ir í febrúar síðastliðnum. Geðhjálp fær
17 milljónir í framlög frá ríkinu á ári og
5 milljónir frá Reykjavíkurborg.
Auður segir að Hugaraflsfólk sé
slegið yfir því að vera synjað um styrki
og einu styrkveitingar til samtakanna
séu tvær milljónir á ári sem sótt sé um
árlega hjá heilbrigðisráðherra þegar
auglýst er eftir umsóknum.
Fátt um svör frá ráðherra
„Við teljum okkur vera einn virkasta
hópinn sem er að starfa í þessu og
erum brautryðjandi í bæði batahug-
myndafræðinni og valdeflingunni –
sem er tískuorð í dag, en við höfum
unnið með í þrettán ár.“ Aðspurð seg-
ir Auður að þrátt fyrir að fundað hafi
verið með félagsmálaráðherra árlega
síðan hún tók við embætti hafi engar
skýringar fengist á þessari útilokun.
Samkvæmt upplýsingum frá
Hugarafli eru samtökin með um 50
þúsund komur á ári og sinna 39 þús-
und komustundum. Margir koma
vissulega oftar en einu sinni og oftar
en tvisvar.
„Við erum að fá 50 krónur á hverja
komu meðan aðrir eru kannski að fá
4.000 krónur á komu einstaklings,“
segir Auður. Hún segir að Hugarafls-
fólk sem er í bata gefi gríðarmikið
af sér til samtakanna og vinni baki
brotnu í sjálfboðavinnu. „Það er af-
skaplega vanmetið.“
Vanmetið starf
Hún kveðst bíða spennt eftir skriflegu
svari ráðherra við fyrirspurn Ernu á
þingi en það verði ekki endir máls-
ins. „Við munum reyna að átta okkur á
þessu og af hverju starf með fólki, þessi
endurhæfing, sé svona vanmetin. Starf
sem unnið er í samstarfi fagfólks og
notenda með reynslu. Og af hverju má
endurhæfing ekki taka tíma?“
En hvað er það sem Hugarafl ger-
ir? Auður segir að í einföldu máli þá
styðji Hugarafl fólk við að ná bata eft-
ir geðræn veikindi og við að komast
aftur út í samfélagið og bæði miðla
reynslu fólks sem komist hefur þang-
að sem og veita faglega þjónustu.
Einnig sé unnið mikið hópastarf og
boðið upp á margvíslega dagskrá og
ótal valmöguleika.
„Það er mikið val sem fólk hefur
til að byggja sig upp. Það getur kom-
ið hingað og verið eins lengi og það
þarf. Það er ekki verið að þrýsta á
fólk á einhverjum þremur mánuðum
heldur færðu leyfi til að vinna í þinni
endurhæfingu sem tryggir svolítið
að þú hefur meiri möguleika á að ná
bata og meiri möguleika á að komast
aftur til starfa eða í skóla eða hvað það
er sem þú ert að gera. Síðan vinnum
við mikið með fjölskyldunni og það
eru fáir hópar sem gera það.“ n
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
„Þetta bjargaði lífi mínu á þessum tíma-
punkti,“ segir Sigurborg Sveinsdóttir sem er
á meðal þeirra fjölmörgu sem eru þakklát
fyrir það starf sem unnið er hjá Hugarafli.
Sigurborg greindist með alvarlegt
þunglyndi og kvíða árið 2007 sem hafði
raskað verulega lífi hennar og vinnu. Hún
hafði leitað sér aðstoðar, bæði sálfræðinga
og geðlækna, sem hún segir að hafi reynst
sér ágætlega. Það var hins vegar í júní 2013
sem hún var komin á endastöð og var hætt
að geta unnið sökum veikinda sinna. Eftir
nokkurra mánaða einangrun og erfiða tíma
leitaði hún til Hugarafls í janúar 2014.
„Ég vissi alltaf af þeim og þekkti
lítillega til starfseminnar en það er erfitt
að fara af stað. Þarna var í fyrsta lagi tekið
ofboðslega vel á móti mér. Ég fann mikla
hlýju og samkennd á tímapunkti þar sem
ég var mjög óörugg og leið ekki vel. Mjög
fljótt fann ég fyrir öryggi þarna og upplifði
sterkt að fólk hafði mikla trú á mér. Það
var mjög góð tilfinning,“ segir Sigurborg.
Einn mikilvægasti þátturinn að hennar
sögn var jafningjastuðningurinn, eitt
aðalsmerkja Hugarafls.
„Þarna gat ég rætt við fólk sem var
komið í bata og lýsti leið sinni að þeim bata.
Þetta gaf mér ofboðslega mikla von því ég
kom mjög vonlítil þarna inn. En að heyra frá
fólki með sömu reynslu, lýsa því að það náði
bata og var komið í gott jafnvægi í lífinu
veitti mér sterka og góða von.“
Sigurborg segir að hún hafi fljótt fengið
ábyrgð á verkefnum sem hafi eflt hana
mikið. Þar gafst henni tækifæri til að
sinna verkefnum sem hæfðu menntun
hennar. Í dag vinnur hún að stóru verkefni
innan Hugarafls sem ber heitið Skjólhús.
Sigurborg segir að þar sé verið að móta nýtt
úrræði í geðheilbrigðisþjónustu, sem einnig
væri sólahringsúrræði þar sem notendur
yrðu nýttir sem starfskraftur auk fagfólks.
„Þetta gerist ótrúlega hratt þegar manni
er treyst og trúað fyrir verkefnum og gefin
þessa sterka von. Ég er í bata og ég væri
sennilega komin af stað í vinnu ef það væru
ekki aðrir, líkamlegir, kvillar að hrjá mig
núna. En ég hef fulla trú á að ég fari aftur á
vinnumarkaðinn, von sem ég hafði ekki fyrir.
Ég blómstra þarna innanhúss og maður er
að sjá kraftaverkin gerast allt í kringum sig.“
Sigurborg er ekki í neinum vafa um að vinn-
an með Hugarafli hafi bjargað lífi hennar.
„Maður fékk þau skilaboð frá kerfinu
að maður væri bara með þennan sjúkdóm
og yrði bara að taka tillit til þess. En þarna
fannst mér ég endurheimta sjálfa mig og
ég væri ekki „greiningin“, ég væri svo margt
annað og hefði meira fram að færa þó að
ég hefði veikst á sínum tíma. Mér finnst
ráðamenn vera að missa þarna af ótrúlegu
tækifæri til að koma fólki í bata og inn í
lífið aftur.“
„Það er eitthvað
bogið við þetta og
okkur þykir þetta mjög
skrýtið.
„Bjargaði lífi mínu“
Sigurborg segir Hugarafl hafa veitt henni von
Sitja ekki við sama borð
Auður Axelsdóttir, forstöðu-
kona Hugarafls, segir að þar á
bæ skilji fólk ekki hvers vegna
sambærilegir styrkir og önnur
félög sem veita geðsjúkum
endurhæfingu fáist ekki.