Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Page 8
8 Fréttir
Fólkið á bak við félögin
Þetta eru helstu eigendur félaga sem styrktu flokkana:
Af þeim sem styrktu
Sjálfstæðisflokkinn
Arkur ehf. – Steinunn
Jónsdóttir fjárfestir.
Norvik hf. – Jón
Helgi Guðmunds-
son, kenndur við
Byko.
Sigla ehf. – Finnur
Reyr Stefánsson og
Tómas Kristjánsson.
Veritas Capital
ehf. – Hreggviður
Jónsson, fomaður
Viðskiptaráðs.
Vesturgarður ehf. – Valfellsfjölskyldan.
Af þeim sem styrktu
Framsóknarflokkinn
Strokkur Energy ehf.
– Eyþór
Arnalds.
Ursus ehf.
– Heiðar
Guðjónsson
fjárfestir.
Af þeim sem styrktu
Samfylkinguna
Hofgarðar
ehf. – Helgi
Magnússon,
fjárfestir og
varaformaður
Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna.
Helgarblað 23.–26. október 2015
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Komdu í BÍLÓ!
BMW 520D XDRIVE F10
nýskr. 04/2014, ekinn 28 Þ.km, diesel, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn. Sportsæti, sportstýri, sóllúga, gardínur ofl.
Verð 9.900.000 kr. Tilboðsverð 8.990.000 kr. Raðnr.254156Mjög vel útbúinn,stórglæsilegur bíll!
Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is
Þetta fengu flokkarnir
frá fjármálageiranum
n Sjálfstæðisflokkurinn fékk hærri framlög en allir hinir flokkarnir til samans
S
jálfstæðisflokkurinn fékk 3,3
milljónir króna í framlög frá
fjármálafyrirtækjum og fjár
festingafélögum í fyrra sam
kvæmt ársreikningi flokksins
eða meira en allir hinir flokkarnir á
þingi til samans. Ellefu fjármálafyrir
tæki og fjárfestingafélög styrktu Sjálf
stæðisflokkinn í fyrra þar af voru fjögur
sem lögðu honum til lögbundna há
marksupphæð sem er 400 þúsund
krónur.
Athyglisverðir eigendur
Til samanburðar þá fékk Samfylk
ingin næst mest frá fjármálageiranum,
eða rúmar 1,6 milljónir frá fimm fyrir
tækjum. Athygli vekur 400 þúsund
króna framlag frá félaginu Hofgarðar,
fjárfestingafélagi Helga Magnússonar,
varaformanns Lífeyrissjóðs verzlunar
manna. Framsókn fékk rúmar 1,5
milljónir frá sjö fyrirtækjum, en þar
vekur athygli 400 þúsund króna fram
lag frá Ursus ehf., sem er í eigu athafna
mannsins Heiðars Guðjónssonar.
Einnig er áhugavert 200 þúsund króna
framlag frá Strokki Energy, sem er í
eigu Eyþórs Arnalds, fyrrverandi odd
vita Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Þá vekja athygli fjölskyldutengslin
milli eigenda þriggja félaga sem styrktu
Sjálfstæðisflokkinn um 300 þúsund
krónur hvert. Félagið Arkur ehf. var
í eigu athafnakonunnar Steinunnar
Jónsdóttur þegar styrkirnir voru veittir.
Steinunn er dóttir Jóns Helga Guð
mundssonar, eiganda Norvik hf. en
annar aðaleigenda Siglu ehf., Finn
ur Reyr Stefánsson, er eiginmaður
Steinunnar og tengdasonur Jóns
Helga.
Ókeypis peningar?
En hvers vegna styrkja fyrirtæki stjórn
málaflokka með fjárframlögum? Er
eitthvað til sem heitir ókeypis peningur
eða vilja fyrirtæki og einstaklingar með
framlögum sínum sá fræjum og geta
innheimt eitthvað í staðinn síðar, þegar
þeim hentar? Stefanía Óskarsdóttir,
stjórnmálafræðingur og dósent við
stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands,
segir að ýmsar tilgátur séu um þetta og
ólíkar ástæður geti legið að baki.
„Sum fyrirtæki taka hreinlega þá af
stöðu að styrkja alla flokka sem biðja
um framlög. Sum fyrirtæki telja að
þau séu að styrkja lýðræðið með því að
styrkja alla sem biðja um styrki. Önn
ur fyrirtæki sjá hag sinn í að styrkja til
tekna stjórnmálaflokka á meðan aðrir
setja pening í starfsemi vegna þess að
þeir vilja sjá tiltekin mál ná fram. Það er
augljóst. En umræðan er oft þannig að
styrkveitendur vilji fá eitthvað í staðinn
og fyrir því eru mörg dæmi hér á landi,“
segir Stefanía og bendir á lög um fjár
mál stjórnmálasamtaka og frambjóð
enda og um upplýsingaskyldu þeirra
frá árinu 2006. Þau lög hafi verið sett til
að auka gagnsæi varðandi framlög og
þak sett á hámarksframlög. Mörgum
þótti enda styrkveitingar fyrirtækja og
einstaklinga fyrir þann tíma komnar úr
böndum, meðal annars í tengslum við
fjáröflun fyrir prófkjör sérstaklega.
„Hér á Íslandi hefur verið reynt að
skrúfa þetta niður og það hefur dregið
mjög úr því sem fyrirtæki og einstak
lingar mega styrkja með háum fjár
hæðum. Hámarkið orðið 400 þúsund
krónur á ári. Þetta eru auðvitað ekki
háar upphæðir – kannski á við verðið
á einni auglýsingu og það er til þess
að reyna að stemma stigu við að menn
geti keypt sér áhrif.“
Vekur grunsemdir
„Þetta vekur auðvitað alltaf grun semdir,
en á móti kemur að sumir spyrja sig
hvort það sé æskilegt að stjórnmála
flokkar séu bara reknir fyrir ríkisfé. Það
hefur verið gagnrýnt í fræðunum því
það geri flokkana að einhvers konar
útibúi í ríkinu og flokkarnir fari að hafa
meiri sameiginlega hagsmuni í ein
hvers konar samsæri gegn kjósendum.
Sú kenning heitir Cartel Party og geng
ur út á að stjórnmálaflokkar á Vestur
löndum séu að maka krókinn á kostn
að kjósenda,“ segir Stefanía. n
Styrkir til
Sjálfstæðisflokksins
Fyrirtæki Upphæð
Gamma 400.000
MP banki 400.000
Straumur 400.000
Vesturgarður 400.000
Arkur ehf. 300.000
Norvik hf. 300.000
Sigla 300.000
Borgun 250.000
Valitor 200.000
Kaupfélag Skagfirðinga 200.000
Veritas Capital 150.000
Alls 3.300.000 kr.
Styrkir til
Framsóknarflokksins
Fyrirtæki Upphæð
Ursus ehf. 400.000
Kaupfélag Skagfirðinga 400.000
Valitor 200.000
KEA svf. 200.000
Strokkur Energy 200.000
Íslensk verðbréf 75.000
HF Verðbréf 50.000
Alls 1.525.000 kr.
Styrkir til
Samfylkingarinnar
Fyrirtæki Upphæð
MP banki 400.000
Straumur 400.000
Gamma 400.000
Hofgarðar 400.000
Vörður tryggingar 60.000
Alls 1.660.000 kr.
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Stefanía Óskarsdóttir Stjórnmála-
fræðingur og dósent við Háskóla Íslands.
„Þetta
vekur
auðvitað alltaf
grunsemdir
Stefanía Óskarsdóttir