Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Side 10
Helgarblað 23.–26. október 201510 Fréttir
Plast, miðar og tæki ehf. Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is
gæði – þekking – þjónusta
Umhverfisvænir pokar
sem brotna niður í umhverf inu
Nánari upplýsingar á www.pmt.is
eða í síma 567 8888
• Umhverf isvænu plastpokarnir f rá PMT eru ekki maíspokar
• Þe ir eru með skaðlaust d2w íblöndunarefni
• d2w breyt ir plastpokunum að líf tíma
þe irra loknum svo að þe ir samlagist
nát túrunni á sama hát t og laufblað
Við bjóðum uppá alls kyns gerðir af
umhverfisvænum plastpokum. Íslensk plastfyrirtæki
sem vilja gerast umhverfisvænni geta jafnframt
fengið hjá okkur íblöndunarefni.
Pokar í
s töðluðum stærðum
eða
séráprentaðir
„Bara sóðaskapur
og ekkert annað“
n Safnaði saman taumendum sem hún fann á veiðislóð í sumar n Vandamál á Þingvöllum
M
ér blöskrar umgengnin,“
segir veiðimaðurinn
María Petrína Ingólfs
dóttir í samtali við DV.
Hún hefur í vinsælum
hópi veiðimanna á Facebook birt
myndir af því girni sem hún hefur tínt
upp á veiðislóð í sumar. Myndirnar
má sjá hér með fréttinni en girnið
fann hún aðallega við Hlíðarvatn,
Þingvallavatn og Veiðivötn. „Þetta er
bara sóðaskapur og ekkert annað.“
Fræðslufulltrúi við þjóðgarðinn
á Þingvöllum segir að sóðaskapur
veiðimanna sé viðvarandi vanda
mál við vatnið og aukið rusl hald
ist í hendur við aukna sókn í vatnið.
Flestir hegði sér þó vel.
Afrakstur eins sumars
María segir að í vor hafi, í Face
bookhópnum Veiðidellan er frábær,
verið birtar myndir af á sem hafi við
Vogsósa við Hlíðarvatn fest sig illa í
girni. Við myndina skapaðist nokkur
umræða um sóðaskap veiðimanna.
Þá hafi hún sagst ætla að hirða upp
allt girni sem hún fyndi á veiðislóð
í sumar og birta af því mynd. Við
það stóð hún núna í vikunni. Eins
og sjá má er um mikið magn girnis
að ræða. Aðeins er um að ræða það
girni sem hún sjálf hefur hirt upp eft
ir aðra veiðimenn.
María sinnir veiðum nokkuð vel,
að sögn. Hún segir að sums staðar
sé sóðaskapurinn slíkur að hún þurfi
að byrja á því að þrífa þegar hún
mætir. Girnið getur grandað lífi fugla
og dýra og eyðist seint í náttúrunni.
María segist endrum og eins vör við
fugla sem hafi fest sig og drepist í
girni, eða séu illa haldnir. „Ég sá önd
í Veiðivötnum í sumar með tvö stór
flotholt sem héngu út úr kjaftinum.
Hún sveltur væntanlega til dauða.“
Losun sorps við Kleifarvatn
Aðspurð segir María að sóðaskapur
inn við veiðisvæðin einskorðist ekki
við veiðimenn. Þannig hafi hún
orðið vitni að miklum sóðaskap veg
farenda við Kleifarvatn. Þar sé um
gengnin afar slæm. Í eitt skipti hafi
einhver hent þar pappakassa utan af
heilum fataskáp. „Ég tók það saman
og fór með í Sorpu.“ Hún segir það
ekki hafa verið í fyrsta sinn sem hún
hafi þurft að fara með rusl af veiðislóð
í móttökustöð fyrir sorp. Hún hafi í
gegnum tíðina tekið upp ótal síga
rettustubba við bakka ár og vatna
auk þess sem hún stundi það að elta
uppi fólk sem hún sér að hendir rusli
út um bílglugga. „Fólk verður yfirleitt
eitt stórt spurningarmerki í framan
en ég forðast að munnhöggvast við
það.“ Hún telur að þessi hegðun
stafi af hugsunarleysi. „Fólk hugs
ar kannski með sér að einn taumur
geti ekki gert svo mikinn skaða. En ef
allir þeir sem veiða hugsuðu svona
þá verður þetta mikið magn af rusli.
Það væri bara sorglegt.“
Fleiri skussar samhliða fjölgun
veiðimanna
Einar Sæmundsen er fræðslufull
trúi við þjóðgarðinn á Þingvöllum.
Hann segir að töluvert sé um að
landverðir hirði upp girni, sígarettu
stubba og jafnvel tómar bjórdósir,
en Þingvallavatn er líklega fjölsótt
asti veiðistaður landsins. Hann segir
að stærstur hluti veiðimanna hegði
sér vel. Aðsóknin í vatnið sé mikil og
ruslið haldist í hendur við þá fjölgun
sem orðið hafi. „Þegar stangveiði er
orðin vinsælli og aðgengið að vatn
inu betra, með tilkomu veiðikorts
ins, þá fjölgar skussunum við vatnið,“
segir hann við DV.
Hann segir erfitt að sporna við
sóðaskapnum. „Það á ekki að þurfa
skilti til að segja mönnum að ganga
vel um.“ Einar segir að eftirlit með
veiðum sé betra en oft áður. Þar
muni mestu um hóp sjálfboðaliða
úr röðum veiðimanna. Þeir gangi
úr skugga um að menn hafi leyfi til
veiða og að rétt sé að þeim staðið.
Þrátt fyrir þetta segir Einar brögð að
því að menn noti beitu við veiðar,
eitthvað sem er bannað við þjóð
garðinn. Þannig hafi veiðiverðir
fundið sardínudósir og önnur um
merki um óleyfilega beitu.
Þörf á sektarheimildum
Einar segir ekki hafa komið til þess
að veiðimenn hafi verið kærðir fyrir
sóðaskap við vatnið. Þá skorti heim
ildir landvarða til að sekta menn fyrir
að fleygja rusli. „Ef það væru klár
viðurlög við að skilja eftir girni eða
annað rusl, þá myndu menn líklega
hugsa sig tvisvar um áður en þeir
hentu slíku frá sér.“ n
Flækja Hér má sjá girnið sem María fjarlægði af veiðislóð í sumar. Myndir MAríA PetrínA ingóLFsdóttir
Baldur guðmundsson
baldur@dv.is
Veiðir mikið María með fallegan silung í hreinni náttúru.
„Það á ekki
að þurfa skilti til
að segja mönnum að
ganga vel um.
girnisbútar María hefur líka tekið upp sígarettustubba og annað rusl sem veiðimenn hafa
skilið eftir. Stundum hefur hún tekið upp svo mikið af rusli að hún þarf að fara beina leið á Sorpu.