Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Qupperneq 14
Helgarblað 23.–26. október 201514 Fréttir Erlent
Vesturhrauni 5
Garðabæ
S: 530-2000
Bíldshöfða 16
Reykjavík
S: 530-2002
Tryggvabraut 24
Akureyri
S: 461-4800 www.wurth.is - www.facebook.com/wurthisland
Bætiefni fyrir allar vélar
BENSÍN BÆTIEFNI
Fyrir allar bensínvélar með eða
án hvarfakúts
· Hreinsar bensíndælu, leiðslur og innspýtingarkerfi.
· Kemur í veg fyrir botnfall í soggrein, túðum,
ventlum og ventlasætum.
· Minnkar eldsneytisnotkun
· Lengir líftíma hvarfakúts og súrefnisskynjara.
· Tryggir nákvæma stjórnun eldsneytisloka.
· Kemur í veg fyrir tæringu í elds-neytiskerfi og sprengirými.
· Kemur í veg fyrir stíflaða ventla.
· Bætir útblásturinn og minnkar losun út í umhverfið.
Inniheldur yfirborðsvirk efni,
tæringar- og ryðvörn.
DÍSEL BÆTIEFNI
Fyrir allar díselvélar þ.m.t. common rail
og öðrum olíuverkum
· Hreinsar eldsneytiskerfi og brennslukerfi.
· Bætir útblásturinn og minnkar losun út í umhverfið.
· Kemur í veg fyrir botnfall í túðum, ventlum og ventlasætum.
· Minnkar eldsneytisnotkun.
· Tryggir nákvæma stjórnun eldsneytisloka.
· Kemur í veg fyrir tæringu í eldsneytisgeymi.
· Minnkar bank í mótor.
Inniheldur yfirborðsvirk efni,
tæringar- og ryðvörn.
SÓTAGNASÍUHREINSIR
Hreinsiefni til að hreinsa kolefni
og sótagnir úr sótagnasíum.
· Losar um og fjarlægir kolefnisagnir úr sótagnasíu.
· Ekki þarf að taka kút úr við hreinsun.
· Sparar peninga þar sem ekki þarf að skipta um sótagnasíu.
(þetta fer eftir ástandi á sótagnasíu)
· Efnið er ekki eldfimt.
· Málm- og öskulaus formúla
· Gufar upp án þess að skilja eftir sig óhreinindi
E
iginmaður konu sem lést eftir
að smáforrit (app) leiddi þau
ranga leið nærri Rio de Jan-
eiro í Brasilíu segist kenna
forritinu um dauða hennar.
Konan, Regina Murmura, hafði treyst
leiðbeiningum Waze-forritsins, sem
er landakort sem notar GPS-stað-
setningar til að vísa veginn, en ekki
vildi betur til en svo að forritið leiddi
þau hjónin inn á rangar slóðir, yfir í
hættulegt hverfi borgarinnar. Þegar
þangað var komið hóf einhver skot-
hríð og Regina lést af áverkum sem
hún hlaut í árásinni. Regina var sjö-
tug og starfaði hjá ferðaskrifstofu.
Eiginmaður hennar, Fransisco, hlaut
minniháttar áverka.
Leiddi þau á glapstigu
Forritið átti að leiða þau hjónin á
vinsælan ferðamannastað í Niteroi,
sem er borg skammt frá Rio de Jan-
eiro. Þess í stað leiddi forritið þau
á aðra götu, með sama nafni, fá-
tækrahverfi í talsvert verri hluta
borgarinnar. Einhver dró upp byssu
og skaut alls tuttugu skotum á bifreið
þeirra hjóna. Fransisco náði að aka á
brott en Regina særðist og lést stuttu
síðar.
Lögreglan veit ekki af hverju
árásin var gerð, en segir að skotárásir
og ofbeldi sem tengjast fíkniefna-
málum séu daglegt brauð á þessum
slóðum. Þess má geta að lögreglan
lenti sjálf í skothríð í hverfinu við
rannsókn málsins. Engan sakaði,
en telur hún sig hafa sökudólginn í
sigtinu.
Sorglegt en engin ber ábyrgð
Aðstandendur Waze, Google, segja
að þeir harmi það sem gerðist, en
geti ekki borið ábyrgð á því þegar
fólk velji ranga áfangastaði með for-
ritinu eins og gerðist í þessu tilviki.
Jafnvel þeir sem búi í fátækrahverf-
um eigi rétt á að finna leiðina heim
í forritinu. „Fólk sem býr þar verður
að geta komist heim,“ segir í yfir-
lýsingu. Fransisco Murmura segist
þrátt fyrir það kenna forritinu um
það sem gerðist. „Það
leiddi okkur þangað.
Ég hef engar efa-
semdir um að það
beri ábyrgðina. Í dag
er ég svo miður mín
að ég get ekki hugs-
að, en er þetta forrit
til vandræða? Já, það
er það,“ segir hann.
Lenti í því sama
Mál Reginu er ekki
einstakt, en brasil-
ísk leikkona varð
fyrir skoti þegar
hún gerði sömu
mistök og Regina
fyrir rúmum tveim-
ur mánuðum. Hún
lifði af og er á bata-
vegi
Hvort sem að-
standendur Waze
kunna að bera ein-
hverja ábyrgð í
þessu máli, varpar
það ákveðnu ljósi
á áhyggjur margra af Ólympíuleik-
unum í Rio á næsta ári. Þeir sem
þurfa að ferðast um borgina þvera og
endilanga gætu lent
í svipuðum vand-
ræðum, sérstaklega
á vinsælum ferða-
mannastöðum sem eru í næsta ná-
grenni við hverfi sem þykja hættu-
leg og eru jafnvel í heljargreipum
glæpamanna. Mikil fátækt er í Rio
og hafa ráðamenn verið gagnrýndir
harðlega fyrir íburðinn sem felst
í Ólympíuleikunum og öllu um-
stanginu í kring um heimsmeistara-
mótið í knattspyrnu sem haldið var
sumarið 2014. Hafa fátækrahverfi
verið rifin til að rýma fyrir íþróttaleik-
vöngum. Ætla má að um 85 þúsund
öryggisverðir verði að störfum á leik-
unum næsta sumar.
Aðstandendur Waze hyggjast
funda með borgaryfirvöldum í Rio
fljótlega til að kanna hvort eitthvað
megi betur fara til að tryggja öryggi
notendanna, hvort sem það eru
ferðamenn, íþróttamenn eða íbúar
borgarinnar. n
Kennir smáforriti um dauða
n Sjötug kona villtist í Rio og lést í skotárás n Var að nota Waze-forritið n Hafa áhyggjur af ÓL 2016
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
„Í dag er ég
svo miður
mín að ég get ekki
hugsað
ÓtryggtÓlympíuleikarnir eiga að vera allir
hinir veglegustu, en vandræðin með smá-
forritið hafa varpað ljósi á að margt er enn
ótryggt varðandi öryggi þeirra sem ætla að
keppa og sækja Rio heim í sumar. Mynd EPA
Erfitt að taka ábyrgð
Waze er smáforrit og
leiðarvísir sem notar GPS
til að vísa fólki veginn.