Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Qupperneq 18
Helgarblað 23.–26. október 201518 Umræða
L
augardaginn 8. september
1973 voru bræðurnir Guð
mundur og Ólafur Bene
diktssynir að æfa köfun í
Kleifarvatni. Guðmundur
synti meðfram hamri nokkrum úti
fyrir svonefndum Geithöfða. Ólafur
fór að svipast um eftir bróður sín
um þar sem hann var í hvarfi og í
þann mund rakst hann á torkenni
legt tæki á botni vatnsins á um tíu
metra dýpi. Við nánari athugun
komu sífellt fleiri tæki í ljós og tóku
þeir sum þeirra með sér upp úr
vatninu.
Rússneskar áletranir
Tveimur dögum síðar héldu þeir
aftur að vatninu með félaga sínum,
Erlingi Bjarnasyni, til að ná tækjun
um upp, alls um 30 talsins. Þar af
var um tylft stórra senda, móttakara
og segulbanda. Flest tækin höfðu
rússneskar áletranir, en sums stað
ar hafði verið reynt að afmá stafina.
Alls vógu tækin nokkur hundruð
kíló.
Þeir bræður fóru með tækin
heim til Guðmundar og hringdu því
næst í Torfa Ólafsson, móðurbróður
sinn, og báðu hann um aðstoð við
að þýða áletranirnar, en Torfi var þá
við nám í rússnesku. Hann ráðlagði
þeim bræðrum að gera lögreglu
viðvart. Það varð úr og lögreglan
tók tækin í sína vörslu. Í samtali við
blaðamann létu piltarnir þess getið
að þeir hefðu kafað á sama stað
tveimur mánuðum fyrr og orðið
einskis varir.
Fyrirferðarmikill
sendiráðspóstur
Gústav Arnar, verkfræðingur hjá
Landssímanum, taldi að tækin
hefðu aðeins legið í vatninu í nokkra
daga, alls ekki lengur en fáeinar vik
ur. Öll tæki af þessu tagi bar að skrá
hjá símanum en sendiráð gátu flutt
inn slík tæki án vitundar Landssím
ans, en ekki var þó kunnugt um að
nein rússnesk fjarskiptatæki hefðu
verið flutt hingað til lands. Ýmsir
höfðu þó undrast hversu fyrir
ferðarmikill sendiráðspóstur Sovét
manna hafði stundum verið og hér
var ef til vill að finna hluta skýr
ingarinnar.
Lögregla lét framkvæma ítarlegri
leit í Kleifarvatni næstu daga og
fundust þá fleiri lítil fjarskiptatæki
með rússneskum áletrunum, sem
reynt hafði verið að skrapa af. Tæk
in voru vafinn inn í plastglugga
tjöld, ekki ósvipuð þeim og höfð eru
fyrir baðherbergisgluggum.
Geysiöflug tæki
Móttökutækin voru álitin geysi
öflug. Hið stærsta reyndist vera öfl
ugt stuttbylgjutæki. Tæknimenn
Landssímans töldu það vera 15–20
ára gamalt, en hin flest yngri.
Mesta athygli vöktu örbylgju
tæki fyrir tíðnisviðið 800 MHz–2
GHz, en það er notað til flutnings
á talsímarásum, en Atlantshafs
bandalagið notaði þetta tíðnisvið
til flutnings talsímarása frá Banda
ríkjunum til Evrópu og voru tvær
stöðvar í þeirri keðju á Íslandi.
Rannsókn leiddi í ljós að tækin
voru nær öll af rússneskri gerð.
Þó var þarna að finna þrjú tæki
vestrænnar gerðar. Á þeim mátti
finna verksmiðjunúmer og nánari
athugun leiddi í ljós að þau höfðu
verið seld til Sovétríkjanna. Sovéska
sendiráðið í Reykjavík harðneitaði
að eiga nokkurn hlut að þessu máli
og neitaði að svara frekari spurn
ingum íslensku blaðanna um mál
ið.
Ölvaður ökumaður
Ferðir rússneskra sendiráðsbifreiða
nærri Kleifarvatni höfðu lengi vakið
athygli lögreglunnar í Hafnar firði og
laugardaginn 15. september, viku
eftir að tækin fundust, sagði frá því
í fréttum að einhvern síðustu dag
ana í ágúst hefði rússneskum sendi
ráðsbíl hvolft við Kleifarvatn, en
Fundu torkennileg
tæki í Kleifarvatni
n Rússnesk njósnatæki finnast á botni Kleifarvatns n Umfangsmiklar njósnir Sovétmanna hér á landi
Björn Jón Bragason
bjornjon@dv.is
Fréttir úr fortíð Óvæntur fundur
Hluti tækjanna sem
fundust á botni
Kleifarvatns.
Miðborgin Í sovéska sendiráðinu voru til staðar tæki til að hlera samtöl sem fóru í loftið
frá Landssímahúsinu við Austurvöll sem hér sést á myndinni, hægra megin ofarlega.
Smart haustfatnaður
fyrir smart konur
Sjáðu
úrvalið á
tiskuhus.is
Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur S: 571-5464
Stærðir 38-54