Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Qupperneq 20
Helgarblað 23.–26. október 2015 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 20 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Stjórnvöld fá annað tækifæri Þ au „tækifæri“ sem fólust í falli íslenska bankanna haustið 2008 voru látin fara forgörðum. Í stað þess að ráðast í uppstokk- un og endurskipulagningu á banka- kerfinu var það endurreist í nánast óbreyttri mynd – þrír stórir einsleitir viðskipta- og fjárfestingabankar með yfir 90% markaðshlutdeild á markaði. Núna standa stjórnvöld hins vegar hugsanlega frammi fyrir öðru tæki- færi. Þau ættu ekki að láta það fram- hjá sér fara. Kröfuhafar Glitnis hafa samþykkt að framselja 95% eignarhlut sinn í Ís- landsbanka til stjórnvalda sem hluta af stöðugleikaframlagi sínu svo hægt sé að veita þeim undanþágu frá höftum. Að því gefnu að nauðasamningum Glitnis ljúki fyrir áramót, sem allt útlit er fyrir að gangi eftir, verður ríkið orðið eigandi að tveimur af þremur stærstu bönkum landsins. Fyrir á ríkið 98% eignarhlut í Landsbankanum, auk þess að eiga 13% hlut í Arion banka. Þrátt fyrir að slíku eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum fylgi óneitanlega umtalsverð áhætta þá eru íslensk stjórnvöld núna í þeirri stöðu að geta hrint af stað uppskiptingu á fjármála- kerfinu. Mikilvægt er að hugað verði vel að því hvernig staðið verður að því að losa um hlut ríkisins í bönk- unum á komandi árum. Þannig hlýt- ur það að vera forgangsatriði að láta á það reyna hvort raunhæft sé að selja stóran hlut í Íslandsbanka á ásættan- legu verði til erlendra fjárfesta með þekkingu á bankarekstri. Þótt vissu- lega sé lítil ástæða til bjartsýni í þeim efnum – tilraunir kröfuhafa Glitnis til að selja bankann hafa engan árangur borið – þá er ljóst að innkoma erlends banka gæti umbylt ís- lenskum bankamarkaði með aukinni samkeppni og aðgangi að erlendri lánsfjármögnun á betri kjörum. Einn helsti vandinn við íslenska bankakerf- ið er ekki endilega að bankarnir séu of fáir heldur hversu einsleit- ir þeir eru. Fjölmörg rök hníga að því að annað- hvort skipta þeim upp í fjárfestinga- og við- skiptabanka eða skilja frá eignastýringarfélög þeirra. Það er margt sem mælir gegn því að fyrirtækjaráðgjöf og mark- aðsviðskipti bankanna, áhættusöm starfsemi sem krefst lítils fjármagns, sé innan sömu múra og útlána- og innlánastarfsemi (með ríkisábyrgð í boði skattgreiðenda). Uppstokkun á þessu fyrirkomulagi gæti skapað forsendur fyrir meiri samkeppni og bættum kjörum við fjármögnun fyrir- tækja. Þá er orðið löngu tímabært að stjórnvöld taki af skarið í að endur- skipuleggja Íbúðalánasjóð, sem hefur kostað ríkissjóð nú þegar yfir 50 millj- arða á síðustu árum, og um leið fast- eignalánamarkaðinn. Engin rök eru fyrir því að ríkið starfræki lánastofnun nema aðeins á grundvelli félagslegra sjónarmiða. Hægt væri að ímynda sér að lánasafn sjóðsins yrði flutt yfir í sérstaka fasteignabanka sem væru dótturfélög viðskiptabankanna, fjár- magnaðir með sértryggðum skulda- bréfum en ekki innlánum. Frekari bið í þessum efnum mun verða skatt- greiðendum dýrkeypt. Sú ákvörðun stjórnvalda að fara fram á að taka yfir allt hlutafé Ís- landsbanka þýðir að hlutur íslenska ríkisins í fjármálakerfinu – í gegn- um eignarhald sitt á Landsbankan- um, Íslandsbanka og Arion banka – er að nálgast 450 milljarða króna. Það jafngildir um fjórðungi af landsfram- leiðslu Íslands. Til samanburðar var eignarhlutur ríkisins í fjármálakerf- inu um 4% af landsframleiðslu þegar einkavæðing bankanna hófst undir lok síðustu aldamóta. Það verður því gríðarleg áskorun að hámarka þær heimtur sem munu fást fyrir hlut rík- isins í bönkunum og ljóst að það verð- ur að gerast yfir langan tíma. Mark- miðið er ekki einkavæðing í sjálfur sér heldur er sala bankanna fyrst og fremst tækifæri til að bæta skulda- stöðu ríkisins og ráðast í tímabæra uppstokkun á bankakerfinu. n Djöfull er ég fokking feitur Valdimar Guðmundsson þjáist af kæfisvefni sökum offitu. – Kastljós Þeir eru víða – vitleysingarnir Steingrímur J. Sigfússon, fyrr- verandi ráðherra, óð á súðum í morgunútvarpinu í vikunni. Hann sagði mikilvægt að „einhverjir vit- leysingar“ eignuðust ekki bank- ana á nýjan leik. Góðvini Sand- korns fannst þetta afskaplega fyndið og missti út úr sér „þeir eru víða vitleysingarnir.“ Greinilegt er að atvinnupólitíkusinn til 32 ára er enn í vígaham gegn bankafólki. Sandkornsvinurinn klykkti út með því að segja – vonandi kjósum við aldrei svona vitleysinga aftur. Vinstri Jón og hægri Jón Sagnfræðingurinn Björn Jón Braga- son var í fyrradag ráðinn ritstjóri vikublaðsins Reykjavík. Vefmið- illinn Stundin greindi frá ráðn- ingunni og sló því upp í fyrirsögn að Björn væri „einn þekktasti frjáls- hyggjumaður landsins“ og rakti um leið störf hans fyrir Sjálfstæð- isflokkinn í ítarlegu máli. Mátti greina þann tón að annarlegir hagsmunir lægju að baki ráðn- ingunni vegna fyrri starfa hans. Hvergi var þó vikið að því að fyrr- verandi ritstjóri blaðsins, Ingimar Karl Helgason, hefur um árabil verið virkur í starfi Vinstri grænna og er varaþingmaður þess flokks. Það er því ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón, eða í þessu til- viki, vinstri maður eða hægri. GÓLFMOTTUR Við leigjum út gólfmottur í anddyri. Haltu fyrirtækinu hreinu og minnkaðu ræstingakostnað. Við sækjum og sendum. Fáðu verðtilboð! 511 1710 svanhvit@svanhvit.is www.svanhvit.is Skorið af mér typpið Jón Gnarr gekkst undir sérstaka aðgerð þegar hann var unglingur. – Kiljan Ég er kosinn fulltrúi Halldór Halldórsson hyggst halda báðum embættum. – DV Leggjum símann niður í umferðinni F arsímanotkun ökumanna hefur aukist gífurlega með ár- unum. Þegar farið er út í um- ferðina þarf að vera með fulla og óskipta athygli. Með árun- um eru sífellt fleiri sem nota farsíma undir stýri. Eftir því sem tækn- inni fleygir fram og fleiri smáforrit í farsíma verða til verður áreitið sífellt meira og símarnir hætta vart að gefa frá sér tilkynningar. Það er þekkt hér á landi að margir nota síma undir stýri og virðast ekki geta látið hann frá sér þegar ekið er. Þó svo að alltaf sé verið að brýna fyrir ökumönnum að nota ekki símann undir stýri eða tengja hann við handfrjálsan bún- að þá leiða rannsóknir það í ljós að farsímanotkun ökumanna virðist ekki minnka. Þetta er þekkt vanda- mál víða um heim þar sem fjöldi umferðarslysa verður af völdum truflunar frá farsímum. Fylgjum umferðarlögum Í 47. gr. umferðarlaga 1987 nr. 50 segir: ,,Ökumanni vélknúins öku- tækis er við akstur óheimilt að nota farsíma án handfrjáls búnað- ar.” Sektir eru við því ef lögreglan stoppar einstakling í umferðinni fyrir farsímanotkun. Lögreglan gef- ur reglulega frá sér tilkynningar til að brýna fyrir ökumönnum að tala ekki í farsíma við akstur og hvet- ur ökumenn til þess að nota hand- frjálsan búnað. Við þurfum að fylgja tilmælum lögreglu og fylgja um- ferðarlögum. Rannsóknir hafa sýnt að með ár- unum hafa fleiri slys orðið vegna farsímanotkunar þar sem öku- menn eru ekki með óskipta athygli við stýrið. Jafnframt hefur komið í ljós að þegar þú skrifar smáskilaboð undir stýri þá lítur þú af veginum í allt að 5 sekúndur. Á 5 sekúndum getur einstaklingur á t.d. þjóðvegi 1 keyrt allt að 100 metra. Það er auð- séð að á þessum stutta tíma ferðast bíllinn langa leið og margt getur far- ið úrskeiðis sé athyglinni ekki beint að akstrinum. Höldum fókus Á undanförnum árum hefur verið vakning meðal ökumanna og ekki síst vegna átaks sem Samgöngustofa hefur verið með varðandi farsíma- notkun ökumanna. Svo virðist sem færri noti farsíma rétt eftir að aug- lýsingar varðandi meðhöndlun farsíma við stýrið hafa verið birtar. Það er því deginum ljósara að öku- menn ættu að þekkja hættuna sem getur skapast og séu meðvitaðri um nauðsyn þess að leggja farsímanum við akstur. ,,Höldum fókus” er dæmi um gríðarlega vel heppnaða mark- aðsherferð sem fékk áhorfandann til að vera hluti af aðstæðum. Herferðin fékk gríðarlega athygli og snerti við- kvæma strengi. Ég tel að það sé okkar hlutverk í umferðinni að sýna þeim ungu for- dæmi hvað varðar farsímanotkun undir stýri. Við eigum að sýna náung- anum þá virðingu og vera með fulla athygli í umferðinni. Ég biðla því til ökumanna um að leggja símann nið- ur í umferðinni og tengja handfrjálsa búnaðinn ef svo ber undir. n Fjóla Hrund Björnsdóttir varaþingmaður Kjallari „Ég tel að það sé okkar hlutverk í umferðinni að sýna þeim ungu fordæmi hvað varðar farsímanotkun undir stýri. Leiðari Hörður Ægisson hordur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.