Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Qupperneq 23
Helgarblað 23.–26. október 2015 Umræða 23
hinn hefðbundna meðal-pólitíkus.
Ef ætti að gefa því nafn væri kannski
hægt að tala um Kennedí-týpuna,
eftir John heitnum F. Kennedy
Bandaríkjaforseta. Þetta eru auðvit-
að sléttir og felldir og heldur fríð-
ir karlmenn komnir á miðjan aldur
eða að nálgast það, með standard-
menntun úr háskólum, hag-, lög-
eða stjórnmálafræðum. Ég hef ekk-
ert á móti svoleiðis mönnum, enda
er til margt gott fólk einmitt af þessu
tagi. Fólk getur litið yfir forystufólk,
forseta og ráðherra á Vestur löndum
síðustu hálfa öld eða svo til að sjá
hversu ótrúlega útbreitt það er að
svona manngerð sé sett til valda;
það myndi nægja að vísa til forystu-
manna helstu Evrópuríkja nú um
stundir.
Frægar undantekningar
En það merkilega er að örlítið
óvenjulegra fólk úr röðum pólitíkusa
sem samt kemst til metorða reyn-
ist oft jafn vel, eða betur dugandi;
maður gæti bent á þungavigtar-
manneskjuna meðal evrópskra
þjóðarleiðtoga á vorum dögum,
Angelu Merkel, sem dæmi um slíkt.
Og dæmin sýna líka að fleiri en hag-
fræðingar og lögfræðingar reyn-
ast mjög þarfir í pólitík – þar mætti
nefna forystufólk úr verkalýðs-
hreyfingunni, og flugfreyjur hafa
reynst okkur vel. Merkasti stjórn-
málamaður Íslandssögunnar, sjálf-
stæðishetjan Jón Sigurðsson, sem
við köllum jafnan forseta – hann
var bókmenntafræðingur, og vann
lengst af á því sviði. Eða stórmenni
breskrar sögu á tuttugustu öld: Win-
ston Churchill; hann var sömuleiðis
bókmenntamaður, afbragðs rithöf-
undur og reyndar ágætur frístunda-
málari sömuleiðis.
Það skrýtnasta við Jóhönnu þegar
hún var að hefja sinn pólitíska fer-
il var, ótrúlegt en satt, að hún var
kona. Við sem lifað höfum mikl-
ar breytingar í þeim efnum síðustu
tvo, þrjá áratugi eigum bágt með að
átta okkur á þessu, en svona var það
nú samt. Það var hreinlega eitthvað
stórundarlegt við konur sem ætl-
uðu sér eitthvað upp á dekk í pólitík.
Og þessi sérstaða Jóhönnu er dregin
mjög sniðuglega fram strax í upphafi
umræddrar bíómyndar; það er verið
að bæta við nýrri mynd á vegg sem er
fullur af portrettmyndum af forsætis-
ráðherrum landsins fyrr og síðar. Allt
karlmenn að sjálfsögðu – og svo Jó-
hanna. Vissulega voru konur komn-
ar í pólitík á undan henni, en eins og
sagt hefur verið þá voru það undan-
tekningar, og að sumu leyti hugsaðar
meira upp á punt.
„Svona raddir“
Ég held að framan af hafi margir
talið gott að hafa Jóhönnu með í
flokki og pólitík, kannski út frá þeirri
hugmynd að „svona raddir verði að
heyrast“, en að hún hafi þótt allt of
undarleg, allt of sérviskuleg, með
sína prinsippfestu og óbilgirni, til að
menn hafi talið hana henta til for-
ystu. Þetta kom meðal annars í ljós
undir síðustu aldamót þegar var
verið að stofna Samfylkinguna, fyrst
og fremst upp úr Alþýðuflokknum,
Alþýðubandalaginu og Þjóðvaka;
flokknum sem Jóhanna stofnaði
þegar hún varð undir í Alþýðuflokkn-
um, eftir átök við Jón Baldvin.
Kannanir á þeim tíma sýndu að hún
naut mest fylgis til að verða forystu-
maður hins nýja flokks, en samt fór
það svo að foringjar Alþýðuflokks og
Alþýðubandalags buðu Margréti Frí-
mannsdóttur, þeirri mætu konu, að
verða talsmaður flokksins – Jóhanna
þótti ekki passa. Á okkar dögum eiga
raddir eins og hennar mun frekar
upp á pallborðið, eins og sést á gengi
Corbyns í Bretlandi, Bernie Sand-
ers í Bandaríkjunum, eða hversu vel
menn taka ýmsum samfélagsboð-
skap Frans páfa.
„Minn tími!“
En „hennar tími kom“ eins og all-
ir vita. Ríkisstjórn hennar sat 2009–
2013, og vann ýmis afrek, til dæmis
tókst að bjarga þjóðinni frá því yfir-
vofandi gjaldþroti sem flestir spáðu
að biði handan hornsins þegar hún
tók við. Björn Þorláksson orðar þetta
ágætlega í pistli sem hann birti fyr-
ir skömmu á Hringbraut: „Vinstri
stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fór
um síðir á taugum þótt Jóhanna
gerði það ekki. Stjórninni tókst ekki
að skapa traust milli stjórnmála og
almennings þótt margt ágætt væri
gert. Þjóðin ber nú eiginleika Jó-
hönnu saman við eiginleika forsætis-
ráðherra dagsins í dag. Sumpart má
segja að Íslendingar hafi kosið yfir
sig andstæðu Jóhönnu fyrir rúmum
tveimur árum. Ríkisstjórn ríka fólks
hefur hún verið kölluð og sannarlega
er Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son forríkur maður. En þannig tal er
retorísk einföldun. Á þessu landi er
það jafnan ekki þannig að stjórnir
séu annaðhvort algóðar eða alvond-
ar fyrir almenning í landinu. Um-
ræðan er pólaríseruð og öfgafull. En
þegar gruggið fellur til botns minn-
ist þjóðin Jóhönnu Sigurðardóttur
með hlýju. Þakkar henni framlagið
eins og fram kom í Vikunni hjá Gísla
Marteini í gær.“
Pólitískt klúður
Það sem helst varð til þess að stjórn-
arflokkarnir fengu slæman skell í
lok kjörtímabilsins var trúlega það
hvernig Icesave-málið hafði þróast.
Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst
að stilla umræðunni þannig upp að
Icesave hefði verið uppfinning Jó-
hönnu og Steingríms, og að það hefði
verið eitthvert sérstakt baráttumál
þeirra tveggja að gera þjóðina ábyrga
fyrir því klúðri. Á meðan staðreyndin
er auðvitað sú að þarna var þegar
orðinn til sligandi klafi sem vinstrist-
jórnin fékk á sínar herðar þegar hún
var mynduð. Þeim var seinna legið á
hálsi fyrir að fara í samningaviðræð-
ur við Breta og Hollendinga, í stað
þess að segja þessum þjóðum bara
að éta skít, eins og sumir pólitíkus-
ar voru farnir að segja efnislega und-
ir lok kjörtímabilsins að hefði átt að
gera, og af innistæðulítilli kokhreysti.
Allt hafði verið áður
gert og ákveðið
En sannleikurinn er auðvitað sá að
Alþingi hafði þegar samþykkt að
gengið yrði til slíkra samninga áður
en stjórnin var mynduð, og að um
það var mjög breið þverpólitísk sam-
staða. Og að fyrsti samningurinn
sem gerður var – og sá versti segja
menn – fékkst samþykktur af nær öll-
um þingheimi. Og var staðfestur af
Ólafi Ragnari forseta, án þess ég ætli
að gera lítið úr því að hann reyndist
okkur þarfur í þessu máli. Hinu má
heldur ekki gleyma að upphaf þessa
máls má rekja aftur til einkavæð-
ingar Landsbankans, sem Jóhanna
og co. höfðu ekkert með að gera, og
ekki var það hún sem fór um löndin
og mærði snilli íslensku bankanna,
eins og þeir væru óskabörn þjóðar-
innar; ekki var það Jóhanna Sig sem
mánuðina fyrir hrun hvatti Breta og
Hollendinga til að treysta þessum
innlánsreikningum, meðal annars
með vísan til þess að ríkissjóður ís-
lands væri svo vel stæður að hann
gæti auðveldlega hlaupið undir
bagga ef illa færi! En þannig töluðu
sumir íslenskir frammámenn í er-
lendum fjölmiðlum á þeim dögum.
Þegar gruggið fellur
Í blindhríð dægurdeilnanna sér oft
ekki út úr augum; pólitíska arga-
þrasið sem alltaf er í gangi með til-
heyrandi moldroki og svikabrigsl-
um byrgir gjarnan sýn. Þannig
týndust mikilvæg verk stjórnar Jó-
hönnu í yfirboðahávaða baráttunn-
ar fyrir síðustu alþingiskosningar.
En auðvitað mun gruggið falla, eins
og blaðamaðurinn sem ég vitnaði
til hér fyrr í þessari grein orðaði það
– þá mun líka renna upp fyrir ýms-
um á vinstrivængnum hversu vit-
laust það hefur verið þegar menn
með hrópum hafa reynt að kenna
Davíð Oddssyni einum manna um
Hrunið (og þá er ég ekki að tala
um „þetta svokallaða“) – gera einn
mann ábyrgan fyrir þeirri kollekt ívu
klikkun sem greip hér um sig eins
og faraldur í mestöllu viðskiptalíf-
inu og fór eins og logi yfir akur um
þjóðfélagið. Og mátti ekki linna degi
seinna en raunin varð.
Það væri fínt að fá fleiri heim-
ildamyndir eins og þessa nýju og
ágætu sem gerð hefur verið um Jó-
hönnu, þar sem sagan er sýnd en
ekki útskýrð – atburðirnir birtast og
það án þess að vera matreiddir og
hártogaðir af misvitrum röddum. n
Jóhönnu þakkað Samkvæmt nýlegri könnun er hún besti forsætisráðherra síðustu áratuga. Mynd Sigtryggur Ari
davíð Oddsson „Þá mun líka renna upp fyrir ýmsum á vinstrivængnum hversu vitlaust það hef-
ur verið þegar menn með hrópum hafa reynt að kenna Davíð Oddssyni einum manna um Hrunið.“
Skelegg „Nei,“
svaraði mamma
gallhörð á svip,
„ég ætla að kjósa
Jóhönnu. Hún er
alltaf svo skelegg
á móti forréttinda-
pakkinu!“ Mynd rAkel
ÓSk SigurðArdÓttir