Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Side 24
Helgarblað 23.–26. október 201524 Fólk Viðtal
A
ndrea er klædd í her
mannajakka og með sól
gleraugu þegar hún mætir
á fund okkar á kaffihúsinu
í Þjóðminjasafninu. Hún
er eitursvöl og með þétt handtak.
Einu sinni var Andrea blaða
maður. „Ég var reyndar aðallega
prófarkalesari á Þjóðviljanum en
leysti af blaðamenn á sumrin.
Blessuð vertu, ég gerði allt á þessu
blaði, bar það út, vann í afgreiðsl
unni, í ljósmyndasafninu, í umbrot
inu, bara svona það sem þurfti, en
skemmtilegast þótti mér að skrifa
um tónlist.“
Nornin Patti Smith
Við dettum í smá spjall um viðtöl,
ég játa fyrir henni að ég hafi ekki
gúglað hana sérstaklega mikið fyrir
viðtalið og ekki lagt út mörg njósna
net. Hún er sammála því að oft hafi
bara verið gott að vita sem minnst.
Talið berst að því þegar Andrea
tók viðtal við goðsögnina og rokk
hetjuna Patti Smith fyrir Rás 2.
„Það var ótrúlega skemmtilegt
viðtal. Ég tók það upp á einhverja
græju en var þó svo klók að punkta
eitt og annað niður með blýanti. Það
var líka eins gott því þegar ég ætlaði
að skrifa viðtalið upp eftir á, hafði
ekkert tekist upp á bandið. Hún hafði
samt svo mikil áhrif á mig og áhugi
minn var það mikill að svörin sátu í
mér, svo ég henti mér í að skrifa við
talið og birti það á síðunni okkar. Það
undarlega var að ég hitti skömmu
seinna blaðamann á einhverju
blaði sem hafði lent í nákvæmlega
því sama, upptakan klikkaði. Við
komumst saman að þeirri niður
stöðu að Patti Smith væri norn.“
Andrea byrjaði á Rás 2 um hálfu
ári eftir að stöðin var stofnuð, eða
1984. „Fyrsti þátturinn minn hét „Úr
kvennabúrinu“ og ég spilaði bara
tónlist með konum eða eftir kon
ur. Það er stórmerkilegt að svona
þáttur á líklega fullan rétt á sér enn
í dag, töluvert hefur breyst en það
hallar ennþá á konur í tónlist. Það
er nú einu sinni þannig að karlar
virðast afskaplega hrifnir af körlum,
það er eitthvað mjög svo samkyn
hneigt við það, eins og sást svo vel
þegar uppgangur fjármálabólunnar
stóð sem hæst og Kauphöllin var
stofnuð. Þá drógu fjölmiðlamenn
unga fjármáladrengi, sem allt þóttust
vita, í sjónvarpsþætti. Ég varð mjög
hneyksluð þegar RÚV bættist í þann
hóp. Kannski er þessi samkynhneigð
sérstaklega áberandi hjá íslenskum
yfirmönnum, sem flestir eru karl
kyns, eða bara hnattrænt fyrirbæri.“
Of löt fyrir pólitík
Úr umræðu um stöðu kynjanna í fjöl
miðlum og menningu berst talið að
pólitík. Ég segist gera ráð fyrir því að
Andrea sé vinstrikona. „Ég vil frekar
kalla mig félagshyggjukonu. Það
segir nú ýmislegt um hægrimenn að
þeir vilji skilgreina félagshyggjuna til
vinstri. Ég hef aldrei verið í pólitík, en
heldur ekki legið á minni skoðun um
ýmis málefni. Ætli ég verði ekki sett
í neðsta heiðurssætið á einhverjum
lista þegar ég verð 95 ára. Áhuginn
var kannski meiri fyrir löngu, en
núna er ég of löt og góð við sjálfa mig.
Ég vil bara gera það sem mér þyk
ir skemmtilegt. Mér dettur ýmislegt
í hug, en stend mig verr í að hrinda
hugmyndunum í framkvæmd.
Ég held að flestir sem sitja á Al
þingi vilji vel, en þó eru þar inni að
ilar með djöfla á báðum öxlum, ein
hverja einkahagsmunapotara sem
anda niður í hálsmálið á þeim. Að
allega finnst mér umræðan ósköp
leiðinleg.“
Bjarni og sá skólausi
Ég skýt inn spurningu um núverandi
ríkisstjórn, og segist gera ráð fyrir því
að hún hugnist Andreu ekki. „Alls
Leti, rokk og Librium
Andrea Jónsdóttir er löngu orðin goðsögn
í lifanda lífi. Hún er plötusnúður, útvarpskona og
tónlistargagnrýnandi og nýtur virðingar bransafólks
og tónlistarunnenda. Ragnheiður Eiríksdóttir blaða-
maður og Andrea hittust á dögunum og ræddu
saman um rokk, dóp, forsetann, ömmuhlutverkið og
að sjálfsögðu ástarlíf Andreu.
Ragnheiður Eiríksdóttir
ragga@dv.is
„Manni finnst bara
ótrúlegt að fólk,
sem hefur aldrei þurft að
hugsa um peninga eða
velta fyrir sér afkomu sinni
hvern mánuð, geti skilið
almenning og einkum þá
sem eiga erfitt eða hafa
lítið milli handanna.
Andrea í stúdíói
Hefur verið starfandi
á Rás 2 nánast frá
stofnun. MyNd SigtRygguR ARi