Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Qupperneq 26
Helgarblað 23.–26. október 201526 Fólk Viðtal
bjó eitthvert blað til hina fullkomnu
konu. Hún reyndist hafa mína
rödd,“ segir Andrea og skellir upp
úr. „Kannski pirrast sumt fólk á tali
mínu því ég fer stundum svo langa
leið að hlutunum. Ég prófarkales
sjálfa mig um leið og ég tala.“
Auk þess að snúa plötum á
Dillon, villt og galið hverja helgi, sér
Andrea um útvarpsþáttinn Popp-
pressuna á Rás 2 á miðvikudags-
kvöldum, og rýnir að auki í plötu
vikunnar fyrir Popplandið á föstu-
dögum. „Ég er afar stolt af því að
hafa fundið heiti með fjórum p-um
fyrir þáttinn minn. Annars er ég
voðalega léleg í að auglýsa hann,
mér leiðist það. Svo sjáum við til
hvar ég enda. Kannski nota ég ellina
til að kenna börnum, þegar ég verð
orðin of gömul til að ferðast á milli
staða. Mér finnst það gaman og er
eiginlega kennari í hjartanu. Ég er
dálítið að hjálpa barnabörnunum
við stærðfræði og svoleiðis.“
Það er einsdæmi hérlendis að
kona á jafn virðulegum aldri og
Andrea sé í starfi plötusnúðar. Skyldi
hún finna fyrir því að eldast. „Ég
finn ekki fyrir því og er ekki hrjáð af
neinu. Helst að ég sé löt að hreyfa
mig. Vinur minn sem býr erlendis
spyr mig alltaf hvernig ég sé til heils-
unnar,“ hér tekur Andrea kúnstpásu
vegna hláturskasts, svo heldur hún
áfram, „þetta er auðvitað bara um-
hyggja, en sumir hafa áhyggjur af
mér þarna í sollinum um helgar. Ég
varð kannski meira vör við áður fyrr
að ég var spurð hvenær ég ætlaði að
hætta í þessu poppi og fá mér alvöru
vinnu. Ég hef samt aldrei orðið vör
við aldursfordóma neðan frá, frekar
frá eldra fólki. Sumir eru feimnir við
að fara út á lífið vegna aldurs, en
auðvitað breytumst við lítið innra
með okkur, aldurinn sést utan frá
en við eigum ekki að láta það stoppa
okkur í því sem er skemmtilegt.“
Aldrei litað hárið
Gráa hárið hennar Andreu er
kannski hennar aðalsmerki, svona
fyrir utan röddina. Ég verð að spyrja
um það. Andrea brosir eins og hún
hafi búist við spurningunni. „Ég
var með dökkbrúnt hár lengst af.
Reyndar skolhærð sem krakki en það
dökknaði með aldrinum. Ég byrj-
aði að grána áttatíuogeitthvað, ekk-
ert voðalega snemma. Það hvarflaði
aldrei að mér að lita á mér hárið, ég
er allt of löt til þess. Ég nenni ekki
einu sinni að nota hárnæringu. Ég
væri alltaf með hryllilega rót svo það
þýðir ekkert. Barnabörnin hafa sagt
við mig „amma, þú ert alltaf með
sömu hárgreiðsluna“, en ég hef þá
bent þeim góðlátlega á að þetta er
ekki hárgreiðsla, heldur hár.“
Barnabörnin leiða okkur aftur að
tali um fjölskyldu Andreu. „Ég eign-
aðist dóttur mína, hana Laufeyju, árið
1974, með vini mínum honum Labba í
Mánum. Við vorum aldrei par en sváf-
um stundum saman. Hann þvæld-
ist ekkert fyrir, en sambandið hefur
alltaf verið gott. Í þá tíð var ekki búið
að finna upp pabbahelgar, og auðvit-
að hefði slíkt fyrirkomulag alls ekki
hentað tónlistarmanni. Laufey var
alltaf svo þæg að ég vissi ekki að það
væri eitthvað erfitt að vera einstæð
móðir. Laufey er í stjórnmálafræði-
námi við Háskóla Íslands. Hún á þrjú
börn. Maya Andrea verður 20 ára í
nóvember, Tara var fermd á þessu ári
og verður 14 ára í desember og Aran
er yngstur, hann varð 6 ára þann 31.
júlí, fæddur um verslunarmanna-
helgi sem var talsvert óhagræði fyrir
mig,“ segir hún í gamansömum tón.
„Maya fæddist í London árið 1995. Ég
var þá að vinna á Rás 2 og átti engan
pening fyrir farinu út, en langaði auð-
vitað mikið að komast til að sjá hana.
Heldurðu að samstarfsfélagar mínir
hafi ekki safnað fyrir farinu og sent mig
út! Svona er þetta fólk nú yndislegt.“
Fyrrverandi sambýliskona
Andreu eignaðist son árið 1985 sem
þær ólu upp saman. „Áki Jarl er núna
í doktorsnámi í líffræði á Hawaii og
ég er að bíða eftir lottóvinningi til að
geta heimsótt hann.“
Viðreynslan skemmtileg
Fyrst hún minnist á sambandið við
sambýliskonuna verð ég að spyrja
nánar út í ástarlíf Andreu. „Ég hef
tvisvar verið í sambandi. Það er lík-
lega ekki mikið. Ég er einfari í mér
þó að ég vinni með mörgum og sé
þannig séð félagslynd. Þegar ég var
lítil lék ég mér gjarnan við sjálfa
mig og oft að engu. Pabbi sagði
að ég hefði mokað engum sandi,
með engri skóflu, ofan í enga fötu á
stofugólfinu. Ég spilaði líka við sjálfa
mig, bjó til flóknar reglur og fylgdi
þeim. Það hentar mér vel að búa ein,
enginn annar er þá að spá í plötu-
bunkana á gólfinu.“ Hún verst fim-
lega, en ég spyr í framhaldinu hvort
kona í hennar stöðu, sem umgengst
yfir meðallagi marga drukkna
einstaklinga í hverri viku, verði ekki
oft vör við rómantískan eða losta-
fullan áhuga annarra. „Jú, auðvitað.
Ég hef fengið ýmis tilboð frá báðum
kynjum. Það er bara skemmtilegt.
Hver er ekki montinn af viðreynslu?“
Dópið kom með pönkinu
„Sex & drugs & rock 'n' roll“ eru þrjú
hugtök sem oft er kastað fram í sömu
andrá. Fyrst við erum búnar að ræða
sambönd, viðreynslu og heilmikið
rokk, liggur því beint við að við vind-
um okkur í umræðu um dóp.
„Í raun varð ég ekki vör við svo
mikið fyrr en á pönktímabilinu.
Það var auðvitað ýmislegt í umferð
fram að þeim tíma, LSD og hass
eða gras, en eftir að pönkið kom
breyttist eitthvað. Kannski fór fólk
meira til útlanda, en einhvern veg-
inn varð þessi heimur harðari og
neyslan almennari. Ég prófaði auð-
vitað að reykja venjulegt tóbak og
svo hass en fannst það hvort tveggja
jafn óspennandi, ég sofnaði bara …
ekki mín hugmynd um skemmtun.
Inni á Dillon sé ég stundum bylgj-
ur ríða yfir. Ef löggan hefur nýlega
gert rassíu í kannabisheiminum
verða örvandi efnin meira áberandi
í bænum. Annars er Dillon áfengis-
staður, bara „sérfræðingar“ eins og
ég sem sjá merki um annað.
Mér finnst hiklaust að það eigi
að leyfa kannabis í lækningaskyni.
Það hefur til dæmis róandi áhrif á
meltinguna þannig að það getur
hjálpað fólki í gegnum erfiða lyfja-
meðferð, til dæmis vegna krabba-
meins. Fólk á sterkum lyfjum á oft
erfitt með að halda þeim niðri … og
þar með matnum líka. Þarna getur
kannabis hjálpað og við eigum að
byrja á því. Hitt er svo erfiðara mál,
að fátt er ömurlegra en að sjá ungt
fólk fara í neyslu og alla í kring verða
ráðalausa. Oft rætist úr þessu fólki
með árunum og aldrei hægt að segja
að neinn sé vonlaus. En ég skil vel
foreldra sem eru alfarið á móti lög-
leiðingu fíkniefna … er ekki viss sjálf.
Rökin með eru svo sem líka sterk,
glæpum fækkar líklega og svo fram-
vegis. Eitt það heimskulegasta sem
Framsókn hefur sett fram var Fíkni-
efnalaust Ísland árið 2000. Það þýð-
ir ekki að vera með barnaskap í þess-
um málum.
Ég styð SÁÁ og styrki öðru hverju
með þúsundkalli í gegnum heima-
bankann. Ég er samt á móti því að
setja öll fíkniefni undir sama hatt.
Áfengi er slæmt og getur drepið fólk,
en það er í flestum tilfellum leng-
ur að drepa, og þó að einhver byrji
snemma að drekka á sá hinn sami
betri séns á að ná fullorðinsþroska
en ef um harðari efni er að ræða. Ég
held að efni eins og til dæmis LSD,
MDM, krakk og alsæla séu hættuleg-
ust og þau ætti alls ekki að leyfa. Og
maður á hvorki að drekka né eta eitt-
hvað sem maður veit ekki hvað inni-
heldur né hvaðan er komið.“
Kannski ekki til normal manneskja
Nú fer að líða að lokum spjalls okkar
Andreu. Það er búið að vera huggu-
legt að sitja með henni og fá að kynn-
ast goðsögninni með gráa hárið. Ég
spyr hana að lokum hvort henni liggi
eitthvað meira á hjarta. Jú, það er
eitt.
„Ég hef hugsað mikið um geð-
veikisumræðuna sem hefur verið
áberandi í fjölmiðlum og á samfé-
lagsmiðlum að undanförnu. Ég held
að það gæti verið að allir geðsjúk-
dómar stafi af kvíða. Í öllum bækling-
um landlæknis um andlega kvilla er
talað um kvíða. Ég held að það ætti
að leggja mikið í að taka á kvíða strax
í grunnskóla, kenna börnum aðferðir
til að ráða við kvíða. Oft kemur á
daginn að gerendur í eineltismálum
eru undirlagðir af kvíða og lenda hjá
geðlækni að lokum.“
Ég skýt hér inn spurningu um
hvort Andrea þekki andleg veikindi
af eigin raun. „Sem betur fer hef ég
ekki þurft að berjast við slíkt. Í föður-
ætt minni er dálítið um þunglyndi og
ég hef fengið af því létta nasasjón. Í
því ástandi sleppi ég kannski eins-
taka tónleikum, en það gengur yfir.
Maður mettar stundum samskipta-
kvótann um helgar. Það fyrirfinnst
líklega ekki normal manneskja,“
segir Andrea Jónsdóttir að lokum. n
„Sumum
finnst
þeir líka of
fínir til að gera
þetta og hitt,
sem er galið.
„Sumir eru feimn-
ir við að fara út
á lífið vegna aldurs, en
auðvitað breytumst við
lítið innra með okkur,
aldurinn sést utan frá en
við eigum ekki að láta
það stoppa okkur í því
sem er skemmtilegt.
Amman Andrea
Andrea á þrjú
ömmubörn og um-
gengst þau mikið.
mynD sigtryggur Ari
Dalshrauni 13 - 220 Hafnarfirði - Sími 565 2292
Útsölulok!
20-50% afsláttur á öll vörum!
www.hjolasprettur.is
/hjol spretturVið er á
- fimmtudag, föstudag og laugardag
Útsölunni lýkur
klukkan 16,
laugardaginn
5. september
/hjolaspretturVið erum á
- fimmtudag, föstudag og laugardag
Útsölunni lýkur
klukkan 16,
laugardaginn
5. september
/hjolaspretturVið erum á
- fimmtudag, föstudag og laugardag
Útsölunni lýkur
klukkan 16,
laugardaginn
5. september
Hjólum í vetur
Láttu ekki veturinn koma þér á óvart • Nagaldekk í úrvali • Gott verð og topp þjónusta
Verslun og Viðgerðir