Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Blaðsíða 30
Helgarblað 23.–26. október 201530 Fólk Viðtal
hverfið í Los Angeles, afskaplega kósí
og fallegt. Við höfum búið í þessu
hverfi í meira en sex ár.“
Skiptir útlitið miklu máli í Los
Angeles?
„Þessi borg er mikil jóga-, pilates-,
fitness-, hlaupa- og gönguborg þar
sem allir eru „vegan“, á djús kúr eða
einhverjum hreinsikúr. Og svo eru
það auðvitað lýtaaðgerðirnar sem
fólk hér nýtir sér óspart. Sjálf er ég
skíthrædd við að fara til tannlæknis
þannig að ég mun örugglega aldrei
geta farið í neitt slíkt.“
Sjúk í lakkrís
„Ég er ótrúlega löt við líkamsrækt og
hef alltaf verið en ég geng mikið. Mér
finnst gaman að ganga og gæti geng-
ið í marga klukkutíma. Stundum
hugsa ég um mataræðið en stundum
ekki, það fer eftir skapi. Ég er heppin
að vera með ótrúlega hraða brennslu
og á því mjög erfitt með að fitna.
Ég þarf samt að hugsa um hvað ég
borða upp á andlega líðan og orku.
Ég er með alvarlegt járnleysi og þarf
að huga að því. Þetta snýst því meira
um að borða oftar og meira hjá mér
og kannski aðeins hollara. Og ekki
bara drekka Pepsi og borða lakkrís
eins og ég geri stundum. Ég gæti lif-
að á lakkrís.“
Er mikið um djamm?
„Við vinnum í djamminu því okk-
ar vinna felst í því að skemmta öðr-
um seint á kvöldin. Þegar við erum
ekki að vinna viljum við frekar eyða
kvöldinu í rólegheitum með vinum
og góðum mat. En svo koma tarnir
með alls kyns partíum og uppá-
komum sem tengjast bransanum.
Það er þá einhvers konar vinna því
þá hittir maður fólk og myndar sam-
bönd. Það getur verið skemmtilegt
en stundum líka þreytandi.“
Hefur bílslysið sem hljómsveitin lenti
í árið 2008 enn áhrif á ykkur?
„Við finnum öll fyrir líkamleg-
um kvillum í kjölfar slyssins. Sum-
ir meira en aðrir. Ég hef verið mjög
bakveik og reyni því að hreyfa mig
mikið. Einar slasaðist mest og var á
spítala í fjóra mánuði og stríðir við
alls kyns kvilla. Það er kraftaverk
að hann lifði af. Við kvörtum ekki.
Við erum bara svo þakklát fyrir að
hafa lifað þetta af. Maður tekur einn
dag í einu og tekst á við þetta með
jafnaðar geði. Eftir slysið hef ég verið
ofsalega bílhrædd en vonandi kemst
ég yfir það einn daginn.“
Enn jafn skotin
Hvernig viðhaldið þið neistanum
eftir svo langt samband?
„Við byrjuðum saman 4. mars
1994 þegar við vorum í gaggó en
hættum nokkrum sinnum saman á
menntaskólaárunum eins og gengur
og gerist þegar maður er unglingur.
Við höldum neistanum gangandi
með því að vera bara alltaf kærustu-
par þó svo að við höfum gift okkur
árið 2013. Við gerum litla sæta hluti
fyrir hvort annað og erum svo ein-
faldlega alltaf jafn skotin í hvort öðru
eins og þegar við vorum krakkar. Við
erum alveg sömu vitleysingarnir og
sömu manneskjur, kannski bara að-
eins þroskaðri.
Einar er besti vinur minn, sálufé-
lagi og elskhugi. Það er enginn sem
þekkir mig jafnvel. Stundum erum
við eins og sama persónan. Það get-
ur verið örlítið óhugnanlegt hvað við
getum lesið huga hvort annars. Við
erum alltaf á sömu bylgjulengd.“
Ertu náin fjölskyldunni?
„Ég, mamma, pabbi og Krummi
erum ein heild. Við Krummi erum
eins og tvíburar því það eru bara
tvö ár á milli okkar. Við höfum alltaf
verið mjög náin og afar miklir vinir
frá því við vorum börn í bleiu. Fjöl-
skyldan styður hvert annað í öllu og
einu og það getur verið mjög fyndið
að hitta okkur öll. Við tölum öll svo
hátt, erum öll svo ákveðin og svo
ástríðufull. Við erum svona eins og
ítölsk mafíufjölskylda og erum mik-
ið fyrir að hlæja og grínast. Húmor
gegnir mjög stóru hlutverki í okkar
fjölskyldu.“
Áttu ráð handa ungu fólki sem vill ná
langt í tónlist?
„Aldrei láta neinn eða neitt
stoppa sig. Það er ekki nóg að hafa
hæfileika. Maður verður að hafa
drifkraft, aga og sjálfstraust til að ná
langt og smá heppni hér og þar. Það
er enginn sem færir manni velgengni
á silfurfati, maður þarf að vinna fyrir
henni.“
Stolt af pabba
„Sumir halda því fram að ég hafi
náð langt út af pabba en það er mik-
ill misskilningur. Pabbi hefur alltaf
stutt mig og bróður minn í öllu sem
við höfum tekið okkur fyrir hendur
en hann vildi aldrei að við færum
út í tónlist og reyndi aldrei að trana
okkur fram eða nota einhvern klíku-
skap. Þvert á móti vildi hann að við
gerðum þetta á okkar eigin forsend-
um og á okkar hæfileikum og getu.
Við Krummi höfum líka verið mest-
megnis erlendis að vinna í okkar
tónlist og þar er ekkert hægt að not-
færa sér nafnið hans pabba. Við höf-
um því komið okkur áfram á eigin
verðleikum og ég er mjög stolt af því.
Ég er afar stolt af pabba og svo þakk-
lát fyrir allt sem hann hefur kennt
mér en ég hef aldrei viljað nota hans
nafn eða hans sambönd til að koma
mér áfram.“
Hverjar eru fyrirmyndir þínar?
„Fjölskyldan mín. Mamma mín,
Ragnheiður, og báðar ömmurnar
mínar, Svala og Sigríður, eru stórkost-
legar konur sem hafa kennt mér svo
mikið um lífið, og sér í lagi að sælla
sé að gefa en þiggja. Ég hef alltaf lifað
samkvæmt því. Í tónlistinni lít ég upp
til Krumma bróður míns og pabba.
Þeir hafa alltaf verið samkvæmir
sjálfum sér og alltaf gert sitt besta í
öllu sem þeir gera tónlistar lega. Mér
finnst það virðingarvert.“
Ertu trúuð?
„Ég trúi á svo margt en tilheyri
ekki einhverri einni trú. Ég trúi á álfa
og tröll, kraftaverk og orku, drauga
og geimverur. Bara að vera lifandi er
svo klikkað. Það er svo margt sem ég
get ekki útskýrt í þessum veruleika
og svo ótrúlega margt óútskýranlegt
í þessum heimi okkar.“
Óttast dauðann
Hvað óttastu mest?
„Ég óttast mest að deyja eða að
missa vitið. Það hefur fylgt mér frá
æsku. Og mín kvíðaröskun hefur
mikið tengst þessum ótta. Þegar ég
fæ mín hræðilegu kvíðaköst óttast ég
að deyja eða missa vitið. Ég er alltaf
að vinna í þessum ótta og það geng-
ur ágætlega. Ég veit að ég er ekki ein
á báti með þetta.“
Hvað drífur þig áfram?
„Einhver innri kraftur. Ég hef
barist við alvarlega kvíðaröskun síð-
an ég var 16 ára en styrkurinn sem
hefur orðið til við að berjast við geð-
heilsuna hefur ýtt mér áfram í öllu
sem ég tek mér fyrir hendur. Ég á
stundum mjög erfiða daga þar sem
kvíðinn nær yfirhöndinni og mér
finnst eins og það sé engin leið út og
finn fyrir miklum ótta, en sem betur
fer kemur svo alltaf þessi tilfinning
að ég veit að á morgun er nýr dag-
ur og ný tækifæri og það finnst mér
alltaf jafn spennandi. Það ýtir mér
áfram.“
Hvað gerir þig hamingjusama?
„Mér líður langbest þegar ég er
uppi á sviði að syngja. Þar finn ég
ró og hamingju. Svo elska ég líka að
vera heima með Einari mínum og
kisunni minni, henni Lúsí. Það er
ekkert betra en karlinn minn og hátt
mal í kisunni minni.“
Elska að gefa
„Ég elska líka að gefa gjafir eins og
þeir sem þekkja mig vita. Það gerir
mig svo hamingjusama að gefa en
ég vil samt aldrei fá gjafir sjálf. Ég vil
vera sú sem gef gjafirnar. Svo verð ég
líka alltaf mjög hamingjusöm þegar
ég kaupi föt, rétt eins og svo margar
aðrar konur.“ n
Ljósmyndari: Sigtryggur Ari
Jóhannsson
Hár: Ásgeir Hjartarson
Förðun: Bergþóra Þórsdóttir
Stílisti: Rebekka Jónsdóttir
Fatnaður: Another Creation og REY
„Sumir
halda
því fram að ég
hafi náð langt
út af pabba en
það er mikill
misskilningur
Elskar að ganga
Svala segist löt í
ræktinni en hefur mjög
gaman af því að ganga.