Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Side 31
Helgarblað 23.–26. október 2015 Sport 31 L eikmenn frá Afríku hafa held- ur betur verið áberandi í upp- hafi leiktíðar í enska boltan- um. Í ár eru 25 ár frá því að Afríka skráði sig inn í heims- fótboltann af fullum krafti þegar lið Kamerúna vann heimsmeistara Argentínu í fyrsta leik á HM 1990 á Ítalíu. Kamerúnarnir fóru alla leið í 8 liða úrslit sem enn þann dag í dag er besti árangur Afríku (jafnað 2002 af Senegal og 2010 af Gana). Þegar níu umferðum er lokið er athyglisvert að af þeim 25 leikmönn- um sem hafa skorað þrjú mörk eða meira eru þar af sjö frá Afríku. Og af sjö stoðsendingahæstu mönnum deildarinnar eru þrír Afríkumenn. n 30% AFSLÁTTUR Í ÖRFÁA DAGA! H E I L S U R Ú M ROYAL AVIANA Queen Size (153x203 cm) þrýstijöfnunardýna Verð áður 164.701 kr. VERÐ NÚ 115.290 kr. A R G H !!! 0 21 01 5 Sá besti frá upphafi George Weah er eini Afríkumaðurinn í sögunni til að vera valinn besti leikmað- ur heims. Það var fyrir sléttum 20 árum. Weah átti sín bestu ár með Mónakó, PSG og AC Milan. Á efri árum færði hann sig yfir til Englands og lék með Chelsea og Manchester City en þá var mesti glansinn farinn af honum. Afríska haustið í enska boltanum Hjörvars Hafliðasonar Hápressa  Cheikou Kouyaté Félag: West Ham Land: Senegal n Einn allra besti varnarsinnaði miðjumaður deildarinnar. 25 ára gamall með auga fyrir marki, kominn með þrjú nú þegar. Hefur verið einn allra besti leikmaður spútnik- liðs West Ham sem komið hefur mörgum sérfræðingnum á óvart það sem af er leiktíð. Hefur að undanförnu gert sig gildandi utan vallar eftir að hann fór að hitta fyrrverandi unnustu, Mario Balotelli.  Sadio Mane Félag: Southamton Land: Senegal n Mane er 23 ára sóknarmaður sem nýtur sín best úti á kanti eða í holunni fyrir aftan Graziano Pelle. Mane setti fyrr á árinu met þegar hann gerði þrennu á tveimur mínút- um. Það ætti ekk að koma neinum á óvart ef Mane færi í eitthvað af stóru liðunum á nýju ári.  Yaya Toure Félag: Man City Land: Fílabeinsströndin n Toure hefur verið jafnbesti leikmaður deildarinnar núna í 5 ár. Hann hefur hins vegar viðurkennt að honum leiðist í fótbolta og íhugi það oft að hætta. Í vikunni var hann besti leikmaður Manchester City sem vann mikilvægan sigur á Sevilla í Meistaradeild Evrópu. Ætli City sér að vinna titilinn í ár þarf hinn 32 ára Toure að vera í góðu skapi.  Riyad Mahrez Félag: Leicester Land: Alsír n Fulltrúi Norður-Afríku. Mahrez hefur ásamt Jamie Vardy verið aðalmaðurinn í Leicester City sem hefur verið eitt skemmti- legasta lið deildarinnar. Mahrez sem er 24 ár er kominn með fimm mörk og fjórar stoðsendingar það sem af er leiktíð.  Odion Ighalo Félag: Watford Land: Nígería n Þessi 26 ára gamli Nígeríumaður hefur gert 5 mörk fyrir Watford það sem af er leik- tíð. Ighalo sló upprunalega í gegn með Lyn í Noregi sem unglingur en var svo keyptur til Udinese og þaðan var hann lánaður úti um allar trissur. Gerði 20 mörk í Championship deildinna á síðustu leiktíð. Besti leikmaður Watford í fyrstu leikjum leiktíðarinnar.  Yannick Bolasie Félag: Crystal Palace Land: Kongó n Hinn 26 ára Bolasie er einn helsti skemmtikrafturinn í enska boltanum. Hefur ótrúlega boltatækni og ákaflega hug- myndaríkur leikmaður. Hins vegar þarf hann að skora meira og leggja upp fleiri mörk svo lið í efri hluta deildarinnar íhugi að fá hann til liðs við sig.  Mame Biram Diouf Félag: Stoke City Land: Senegal n Markahæsti leikmaður Stoke City á síðustu leiktíð. Hefur byrjað þetta tímabil ágætlega. Sló í gegn í Noregi hjá Molde, fór þaðan til Manchester United en þaðan til Hannover þar sem hann fékk að blómstra. Hefur eignað sér stöðu fremsta manns hjá Stoke.  Victor Wanyama Félag: Southamton Land: Kenýa n Einn eftirsóttasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Óhemju líkamlega hraustur leikmaður sem er undir smásjánni hjá Tottenham um þessar mundir. Mjög leikreyndur djúpur miðjumaður þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára. Eini fulltrúi Austur- Afríku á listanum.  Rudy Gestede Félag: Aston Villa Land: Benín n Framherjinn sem kom frá Blackburn fyrir leiktíðina hefur verið einn af fáum ljósum punktum hjá Villa það sem af er leiktíð. Tæplega tveir metrar á hæð og þykir einn besti skallamaður deildarinnar. Ætli Villa sér áframhald í deild þeirra bestu þarf Rudy að skora mörkin fyrir þá. Mynd EPA Mynd EPA Mynd EPAMynd EPA Mynd EPAMynd EPA Mynd EPA Mynd EPA Mynd EPA Mynd EPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.