Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Blaðsíða 34
Helgarblað 23.–26. október 201534 Lífsstíll
B
andaríkin eru oft kölluð
land tækifæranna og það
var einmitt þess vegna sem
Fanney Rut ákvað að leita
að vinnu sem barnfóstra
(au pair) vestanhafs. Upp hófst mik-
ið ævintýri sem ekki sér fyrir end-
ann á en í dag hefur Fanney Rut
búið í Texas í tæp fjögur ár, er gift
49 ára gömlum Texas-búa og er
ástfangin upp fyrir haus. Í einlægu
og opinskáu viðtali við DV fer Fann-
ey Rut yfir ótrúlegt ævintýri sitt, for-
dómana sem hún hefur orðið fyrir
vegna aldursmunar á henni og eig-
inmanninum og að sjálfsögðu lífið í
sólinni í Texas.
En hvernig hófst allt þetta ævin-
týri?
„Þetta byrjaði bara þannig að ég
fór að gúggla „au pairs in America“
og fann síðuna hjá Nínukoti. Í kjöl-
farið sótti ég um og fór til Banda-
ríkjanna. Þar hitti ég fyrir fjölskyldu
sem átti tvö börn og ég bjó hjá þeim
og sá um heimilið og börnin. Með-
an á þessu ári stóð skildu foreldrar
barnanna og umgengnin við börnin
var þannig að þau voru hjá mömmu
sinni en fóru síðan í „pabbahelgar“
og ég fór alltaf með,“ segir Fanney
Rut sem á þessum tíma var tæplega
tvítug.
Féll fyrir pabbanum
„Ég byrjaði að falla fyrir pabbanum
á þessum pabbahelgum og í kjölfar-
ið fórum við að hittast,“ segir Fanney
Rut og bætir við að
hún og Randy hafi ver-
ið staðráðin í að halda
áfram að hittast. Sam-
band þeirra virtist þó
ætla að fjara út þegar
atvinnuleyfi Fanneyjar
Rutar var að renna út.
Þá voru góð ráð dýr fyrir
turtildúfurnar tvær en
að öllu óbreyttu þyrfti
Fanney Rut að flytja aft-
ur til Íslands og kveðja
Randy fyrir fullt og allt.
Maðurinn sem Fann-
ey Rut féll fyrir heitir
Randy Dishaw og er 49
ára gamall Texas-búi
sem starfar á olíubor-
palli í Brasilíu. Hann á þrjú börn,
þar af tvö á grunnskólaaldri, og býr
núna ásamt Fanneyju Rut rétt fyrir
utan Bellville í Texas. Börnin heita
Tess Nicola Dishaw sem verður
12 ára núna í desember og Sandor
Brodie Dishaw en hann varð 10 ára
núna í september.
„Hann bað mig um að giftast sér
rétt áður en atvinnuleyfið rann út
og ég sagði að sjálfsögðu já,“ seg-
ir Fanney Rut, sem samkvæmt
bandarískum lögum þurfti að ferð-
ast aftur til Íslands á meðan unnið
var í landvistarleyfinu. Þegar Fann-
ey Rut kom heim beið hennar það
taugatrekkjandi verkefni að segja
fjölskyldu sinni og sínum nánustu
vinum að hún væri trúlofuð manni
sem væri 26 árum eldri en hún.
Ekki nóg með þær fregnir þá ætl-
aði Fanney Rut líka að tilkynna fjöl-
skyldu sinni að hún ætlaði að flytja
út fyrir fullt og allt.
„Auðvitað voru allir í sjokki“
„Ég sagði öllum frá og auðvitað voru
allir í sjokki yfir þessu. Þarna var
ég, rétt um tvítugt, að fara að flytja
til Texas og giftast manni sem var
26 árum eldri en ég. Mér var alveg
sama hvað allir sögðu því ég elskaði
þennan mann,“ segir Fanney Rut.
Eftir að hafa hlaðið batteríin í
faðmi fjölskyldunnar og sagt þeim
stóru fréttirnar lá leið hennar aftur
til Bandaríkjanna þar sem ástin
beið.
„Ég fékk til að byrja með svona
„fiancée VISA“ þar sem við vorum
„Mér er alveg sama
um aldursmuninn“
Fanney Rut gerðist
au pair í Texas 19 ára. Á
endanum giftist hún fjöl-
skylduföðurnum, Randy.
Á milli þeirra er 26 ára
aldursmunur. Núna eiga
þau gríðarstórt land og
eru yfir sig ástfangin.
Atli Már Gylfason
atli@dv.is
Fanney Rut og Randy
Ástfangin upp fyrir haus
en Fanney Rut segir 26 ára
aldursmun engu máli skipta.
Hún elskar Randy og ástin spyr
ekki um aldur. MyndiR ÚR einkAsAFni
Gríðarstórt land Landið sem þau eiga
eru fjórir hektarar, eða í kringum 40 þúsund
fermetrar.
Báturinn við fljótið Fanney Rut gerir ýmisleg
t yfir
daginn þegar Randy er við vinnu á olíuborp
allinum. Eins og
til dæmis að þrífa bátinn þeirra eða sigla ho
num út.
H Á R Þ Y K K I N G A R M E Ð F E R Ð
H Á Þ R Ó U Ð O G M A R G P R Ó F U Ð
Fæst í apótekum um land allt,
í Hagkaup og á heimkaup.is