Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Side 36
Helgarblað 23.–26. október 201536 Lífsstíll
Blá birta um
allan heim
Á morgun, laugardaginn 24.
október, munu frægar byggingar
og minnismerki um allan heim
skarta blárri lýsingu. Tilefnið er
að nú eru 70 ár liðin frá stofnun
Sameinuðu þjóðanna.
Alls munu rúmlega tvö hund-
ruð þekkt minnismerki eða
byggingar um allan heim skarta
litnum, og þar af fjögur í Reykja-
vík. Það eru Harpa, Forsætisráðu-
neytið, Ráðhúsið í Reykjavík og
Friðarsúlan í Viðey. Einnig munu
Empire State-byggingin, Skakki
turninn í Pisa, Kristsstyttan í Ríó
og Óperuhúsið í Sidney skarta
bláu, svo dæmi séu tekin. Eftir
bleika daga undanfarið er nú
framundan fremur blá helgi!
H
önnunarmiðstöð óskar
nú eftir tilnefningum til
Hönnunarverðlauna Íslands
2015. Hægt er að benda á eig-
in verk eða tilnefna aðra til miðnættis
sunnudaginn 25. október. Markmið-
ið með því að biðla til almennings er
að tryggja að afburðaverk muni ekki
fara framhjá dómnefnd.
Hönnunarmiðstöð Íslands
ásamt Hönnunarsafni Íslands,
Listaháskóla Íslands, Samtök-
um iðnaðarins og Samtökum at-
vinnulífsins standa að verðlaunun-
um sem nema um 1.000.000 króna.
Hönnunarverðlaun Íslands eru
einungis veitt til hönnuða, arkitekta,
hönnunarteyma eða -stofu fyrir
framúrskarandi ný verk; einstakan
hlut, verkefni eða safn verka og
verða vinningshafar að vera félagar
í einu af aðildarfélögum Hönnunar-
miðstöðvar Íslands eða vera fag-
menn á sínu sviði. n
Veist þú um hönnuð
sem á skilið verðlaun?
Óskað eftir tilnefningum til Hönnunarverðlauna Íslands
Leturhönnun nútímans
Hönnunarteymið Gunmad rekur einu sérhæfðu letursmiðju landsins
L
eturhönnun er gömul list
sem rekja má langt aftur í
mannkynssöguna. Mismun-
andi tegundir leturs gefa til
kynna mismunandi gildi, til-
gang, uppruna og bera texta fram
með mismunandi áhrifamætti. Ef
við hugsum til rómverskra mynta,
víkingarúnanna fornu eða forn-
grískra texta sjáum við að öll bera
þessi letur sinn einstaka karakter.
Þessi tegund listar hefur í
aldanna rás fylgt manninum og
eftir tilkomu tölvunnar þróast ansi
ört eins og svo margt annað. Letur-
hönnun hefur því orðið sérhæft
svið innan grafískrar hönnunar.
Meðal annars taka hönnunarstofur
að sér að búa til nýjar leturtegund-
ir eftir óskum viðskiptavina með
það að leiðarljósi að koma til skila
vissum karakter og áhrifum. Times
New Roman er dæmi um leturgerð
sem flestir þekkja, en letrið var á
sínum tíma hannað fyrir Lundúna-
blaðið The Times og þykir ein auð-
lesnasta leturgerð sem völ eru á.
Tilraunasamstarf
Grafíska hönnunartvíeykið Guð-
mundur Úlfarsson og Mads Freund
Brunse, einnig þekktir undir nafn-
inu Gunmad, voru heiðursfyrir-
lesarar á SmallTalks-ráðstefnunni
sem haldin var í Hörpu í vikunni.
SmallTalks er fyrirlestraröð á veg-
um Hönnunarmiðstöðvar Íslands
sem haldin er reglulega í sam-
starfi við Listaháskóla Íslands og
Hörpu. Markmið fyrirlestranna er
að halda uppi lifandi umræðu um
það sem helst er að gerast innan
hönnunarheimsins.
Gunmad-tvíeykið vann upphaf-
lega saman að tilraunasamstarfi í
litlum leturgerðarverkefnum sem
síðan þróuðust yfir í mun stærri
verkefni. Í dag nota aðilar, eins og
Sundance Film Festival og The
New York Times Magazine, letur
frá þeim. Í dag reka þeir Or Type
sem er eina sérhæfða letursmiðja
Íslands. Þar sem letur er að finna
alls staðar í kringum okkur leyn-
ast verkefnin víða og vönduð letur-
hönnun margfaldar áhrif texta. n
Hönn-
unar-
Horn
Kolfinna Von Arnardóttir
kolfinna@artikolo.is
Hönnun Gunmad Leturgerðin
Motion Dazzle er eitt af verkefnum
hönnunarteymisins.
Innblástur
á Instagram
Samfélagsmiðillinn Instagram
er fullur af skemmtilegum not-
endum sem vert er
að fylgja. Margir
hönnuðir og
hönnunar síður
birta myndir
sem geta veitt
innblástur og
kveikt hugmyndir að einhverju
skemmtilegu.
Hér eru nokkrir skemmti-
legir Instagram-notendur sem
vert er að fylgja:
able_ground: Fallegar
myndir af kristöllum eftir af-
skaplega smekklegan verslun-
areiganda í Brooklyn.
sheila_gim: Hún býr í Los
Angeles og hefur einstakt auga
fyrir liti og form.
sam_kalda: Teiknari og
listamaður frá Brooklyn sem
birtir verk sín og fleira.