Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Blaðsíða 37
Helgarblað 23.–26. október 2015 Menning 37 Á laugardag fer fram málþing á vegum stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og Háskóla Íslands um verk fransk-tékk- neska rithöfundarins Milans Kundera. Íslenskir rithöfundar og fræðimenn munu flytja erindi auk þess sem kanadíski fræðimaðurinn François Ricard mun eiga í samræðu við Friðrik Rafnsson, bókmennta- fræðing og þýðanda Kundera á ís- lensku. Friðrik segir að gaman verði að fá Ricard til landsins enda sé hann líklega helsti sérfræðingur heims í verkum Kundera, hafi skrifað bækur, fjölda greina um hann og eftirmála við bækurnar hans. Þá sé hann náinn samstarfsmaður hans – „hans hægri hönd,“ segir Friðrik. Bæði vinsæll og virtur Milan Kundera er fæddur árið 1929 í Brno í Tékkóslóvakíu sem var. Á 65 ára ferli sínum hefur hann skrifað tíu skáldsögur auk smásagna, leikrita, ljóða og greina, en verk hans hafa verið þýdd á yfir fimmtíu tungumál. Undanfarin fjörtíu ár hefur hann búið í París í Frakklandi og hefur á seinni árum skrifað bækur sínar á frönsku. En hvað er svona merkilegt við þennan rithöfund? „Ég held að það sé alveg hægt að segja að Milan Kundera sé einn af þekktari og virtari rithöfundum sam- tímans. Það að öll hans skáldverk hans hafi verið þýdd á íslensku segir sitt – það er ekki algengt með sam- tímahöfunda. Hann hefur náð gríðar- legum vinsældum hjá almenningi en er líka bókmenntalega séð athyglis- verður – hann er að nema ný lönd innan þess listforms sem skáldsagan er. Það er sjaldgæft að þetta fari saman og það verður ef til vill hluti af viðfangsefninu um helgina.“ Óþægilegar og áleitnar spurningar Hvaða nýju lönd eru þetta sem Kundera hefur verið að nema í bók- menntaheiminum? „Eitt af því sem hann gerir er að hann brýtur algjörlega upp línulega frásögn í bókunum sínum. Spennu- þátturinn í bókunum hans er ekki endilega hvað gerist – eins og í spennusögum – heldur hvernig það gerist. Það er ákveðin tækni sem hann beitir mjög skemmtilega og minnir oft á tónlist eða tónverk, tilbrigði við stef. Síðan hefur hann farið algjörlega nýjar leiðir og skemmtilegar í persónu- sköpun sinni – þaðan kemur eflaust hluti af slagkrafti og áhrifamætti sagn- anna. Hann er ekki að reyna að telja okkur trú um að persónurnar sem hann skrifar um séu eða hafi verið til. Hann er frekar að reyna að rannsaka ákveðin kjarnaatriði í lífi okkar allra, eins og ástina, kynlífið, afbrýðisemina, hégómagirnd og fleira. Þetta gerir hann á frekar heimspekilegan og abstrakt hátt en þrátt fyrir það lifna persónur- nar fyrir fólki og ná mjög vel til lesenda.“ Hann sjálfur verður svo líka oft áberandi í textanum, höf- undurinn grípur inn í og brýtur upp frásögnina, er það ekki? „Jú. Þetta hafa verið kallaðar hug- leiðingaskáldsögur þar sem hann er að hugleiða tilveru mannsins. En hann er líka alltaf að minna á að það sé ekki til neinn stóri sannleikur. Þess vegna slær hann alltaf varnagla við öllu sem er sagt. Persónurnar eru gerðar huglægar og höfundarröddin kemur af og til með hugleiðingar, en hún er alveg jafn óviss og þar er jafn mörgum spurningum ósvarað. Þetta er allt mjög afstætt, enda segir hann að viska skáldsögunnar felist ekki í að veita svör heldur að spyrja. Í skáld- sögum sínum safnar hann gríðar- lega miklu af þekkingu um manninn og spyr áleitinna og stundum óþægi- legra spurninga.“ Efahyggja með húmor Má kannski segja að þessi afneitun hans á „stóra sannleikanum“ og óþægi- legu spurningarnar hafi orðið til þess að verk hans voru fordæmd af komm- únistastjórninni í Tékkóslóvakíu? „Já, í al ræðisríkjum er bannað að efast, og hann efaðist. Þá var hann þurrkaður út úr sögubókum, bækurnar hans bannaðar og hann flúði úr landi 1975. En þrátt fyrir það er ekki þar með sagt að hann sé neinn sérstakur aðdáandi Vesturlanda eða kapítalismans. Þar er annars konar alræði, alræði auglýsinga og fjöl- miðla, og hann hefur deilt mjög mik- ið á þá pólitísku rétthugsun sem hér tíðkast. Efahyggjan og skáldsagan sem hentugt form til að koma henni á framfæri er kannski hans helsta leiðarstef. Svo kemur hann efahyggj- unni á framfæri með miklum húmor. Hláturmenningin er honum mikil- væg og hann sækir þar meðal annars í arf karni- valismans á miðöldum. Að setja spurningarmerki við allt getur nefnilega verið mjög erfitt en líka gaman.“ Fjölhæfur og frjór Þú hefur þýtt allar tíu skáldsögur Kundera, auk leikrita, smásagna og greinasafna. Hvenær kynntist þú verkum hans fyrst? „Þegar ég var í námi í Suður- Frakklandi 1983 tók ég námskeið um útlagabókmenntir og las þar Bókina um hlátur og gleymsku. Þar fannst mér vera einhver sérstak- lega skemmtileg blanda af húmor og hugsun sem ég hafði ekki séð annars staðar – minnti kannski svolítið á Laxness okkar en var þó allt öðru- vísi. Þarna var einhver vídd og stærð sem mér þótti gríðarlega áhugaverð. Ég þýddi mér til gamans eina sögu og fékk birta í Tímariti Máls og menn- ingar og þýddi svo leikritið Jakob og meistarinn eftir hann líka. Í ársbyrjun 1984 kom Óbærilegur léttleiki til- verunnar út á frönsku og þá fékk ég samþykkt hjá Mál og menningu að þeir tækju hana til útgáfu. Hún kom út árið 1986 og þar með hófst þetta ævintýri.“ Áttu þér uppáhaldsbók eftir hann? „Ég á eiginlega tvær. Þær eru mjög ólíkar. Annars vegar er það Ódauð- leikinn sem kom út árið 1990. Það er stærsta, viðamesta og kannski flókn- asta bókin hans. Hún tekur þetta stóra mikla fúguform – sem við get- um kallað það – alla leið. Svo er það spennusagan Kveðjuvalsinn sem er alveg á hinum endanum. Það er stutt snörp saga sem gerist á fimm dögum á einum stað. Hún er eins ólík hinni og mögulegt er, en það sýnir bara hvað hann er afskaplega fjölhæfur og frjór höfundur. Ég ráðlegg fólki alltaf að byrja á Kveðjuvalsinum ef það hefur ekki lesið neitt eftir Kundera. Þetta er spennubók af bestu gerð.“ Nú er hann orðinn 86 ára, veistu hvort hann sé ennþá að skrifa? „Í fyrra kom út Hátíð merkingar- leysunnar en það var svolítil endur- koma því hann hafði ekki sent neitt frá sér í mörg ár. Hann hefur yfirleitt ekki hátt um það sem hann er að vinna að þá stundina og ég hef ekki lagt það í vana minn að spyrja að því. En hann er alveg fullur af orku svo ég reikna með að hann sé með eitthvað í tölvunni. Ég held að hann kunni ekkert annað eftir öll þessi ár.“ n Viska skÁldsögunnar Einn helsti sérfræðingur heims um verk Milans Kundera talar á málþingi um verk höfundarins Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Hefur þýtt allt höfundar- verk Kundera Friðrik Rafns- son kynntist verkum Kundera fyrst fyrir rúmlega 30 árum þegar hann las Bókina um hlátur og gleymsku. Mynd SiGtryGGur Ari Milan Kundera teiknaði þýðandann sinn Teikning Kundera af Friðriki sem hann sendi honum í faxi á fertugsaf- mælisdaginn. Mynd SiGtryGGur Ari Þú leigir hjá okkur sendibíl í stærð sem hentar fyrir þig, með eða án lyftu, og keyrir sjálfur. Hafðu samband í síma 566 5030 Cargobilar.is Ertu að flytja? Vantar þig sEndibíl?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.