Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Page 38
38 Menning Helgarblað 23.–26. október 2015
Þurfum að rækta útópíurnar
n Félagsfræðiprófessorinn Erik Olin Wright segir andstæðinga kapítalismans þurfa að beita
R
aunveruleg útópía er hugtak
sem ég nota til að hugsa um
ákveðna aðferð við að um-
breyta samfélaginu. Raun-
veruleiki og útópía eru orð
sem passa yfirleitt ekki vel saman.
Útópía eru draumsýn um hinn full-
komna heim og raunsæismenn sem
vilja hafa raunveruleg áhrif segjast
yfirleitt ekki trúa á slíka staðleysu,“
segir Erik Olin Wright, prófessor í
félagsfræði við Madison-háskóla í
Wisconsin í Bandaríkjunum.
Wright vakti fyrst athygli á
áttunda áratugnum fyrir rannsóknir
sínar á stéttaskiptingu og stéttaátök-
um en á hefur á undanförnum ára-
tugum einbeitt sér að rannsókn-
um á „raunverulegum útópíum.“
Wright hélt fyrirlestur í Háskóla Ís-
lands á fimmtudag og talar einnig á
landsfundi Vinstri hreyfingarinnar –
græns framboðs á laugardag.
Útópíur sem byggingarefni
framtíðarinnar
„Þetta hugtak á að sameina annars
vegar þann metnað sem útópían
stendur fyrir – að sjá fyrir sér annars
konar og frjálsara samfélag á hug-
vitsamlegan hátt – og svo hins vegar
áhuga á því hvernig samfélagsleg ný-
sköpun á sér stað í dag, það er athug-
un á virkni nýstárlegra stofnana,
hverjar óvæntar hliðarafleiðingar
þeirra geta verið, hvernig sumar eru
ósjálfbærar og geta ekki viðhaldið
sér, á meðan eðli annarra er að
viðhalda sér og vaxa.“
Raunverulega útópía samkvæmt
skilgreiningu Wright er rými, hópur,
fyrirtæki eða samfélag sem er byggt
upp á annars konar valdatengslum
en þeim kapítalísku sem hann segir
ríkjandi í efnahagskerfi samtímans.
En hvaða skilyrði þarf verkefni að
uppfylla til að teljast útópía?
„Í fyrsta lagi þarf það að varpa
upp mynd af annars konar samfé-
lagsgerð sem er meira í takt við gildi
okkar – þau þrjú gildi sem ég tel að
þurfi að liggja til grundvallar sam-
félagsgerðinni eru jöfnuður, lýðræði
og samfélag. Í öðru lagi þarf að vera
mögulegt að koma henni á fót í heim-
inum eins og hann er í dag. Næst get-
um við svo reynt að hugsa upp leið-
ir til að breyta stefnu stjórnvalda og
sveitarstjórna svo hún geri þessum
verkefnum kleift að dafna og verða
að stærri hluta efnahagsumhverfis-
ins. Ef raunverulegu útópíurnar
stækka og dreifa almennilega úr sér
geta þær orðið að byggingarefni í
samfélagsgerð framtíðarinnar.“
Dæmin sem Wright tekur um
raunverulegar útópíur sem eru nú
þegar hluti af samfélagi okkar eru til
að mynda samvinnufyrirtæki sem
stjórnað er á lýðræðislegan hátt af
starfsfólki, samráðsvettvangur borg-
ara um fjárhagsmál sveitarfélaga, al-
menningsbókasöfn og Wikipedia-
alfræðiorðabókin. Í þessum
verkefnum eru lýðræðislegir stjórn-
arhættir iðkaðir og algjör jöfnuð-
ur ríkir milli allra þátttakenda. Þetta
eru verkefni sem hafa önnur og fleiri
markmið en einungis að skapa efna-
hagslegan gróða fyrir eigendur.
Samfélagið er eins og lífkerfi
Wright færir rök fyrir því að gagn-
rýnendur kapítalismans á 21. öldinni
þurfi að beita öðrum aðferðum í dag
en þóttu vænlegar til árangurs á 19.
og 20. öldinni. Hvorki sé vænlegt að
einblína á vopnaða byltingu sem
gjörbreytir samfélaginu á einu bretti
né sósíaldemókratískar umbæt-
ur á lagarammanum. Wright telur
hins vegar að hin ókapítalísku rými
– raunverulegu útópíurnar – geti
smám saman vaxið og náð yfir æ
stærri hluta samfélagsins og þannig
sorfið kapítalismann innan frá, á
svipaðan hátt og kapítalisminn birt-
ist sjálfur smám saman í afkimum
lénsskipulagsins á seinni hluta mið-
alda.
Til að útskýra hvernig þetta get-
ur gerst líkir Wright samfélaginu við
lífkerfi: „Það eru til að minnsta kosti
tvær myndir af því hvað samfélags-
kerfi er. Ein leið til að hugsa um sam-
félagið er að hugsa um það sem líf-
veru, eins og til dæmis manneskju.
Manneskjan er með marga ólíka
hluta sem allir passa saman og þjóna
sínum tilgangi við að láta heildina
ganga almennilega.
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Handan kapítal-
ismans Erik Olin
Wright segir of mikla
samþjöppun valds í
hendur fárra einstak-
linga óhjákvæmilega
eiga sér stað í kapítal-
ísku efnahagskerfi.
Mynd SiGtryGGur Ari
„Ég lít á efna-
hagskerfið eins og
lífkerfi, núna eru kapítal-
ísk valdatengsl ríkjandi
og þau ákvarða að mestu
leyti hvernig fólk getur
orðið sér út um lífsviður-
væri.
„Útópía eru draum-
sýn um hinn
fullkomna heim og
raunsæis menn sem vilja
hafa raunveruleg áhrif
segjast yfirleitt ekki trúa
á slíkar staðleysur.
R
akarinn frá Sevilla er há-
rómantískt gamanverk um
greifann Almaviva og hina
fögru Rosinu sem hann er
ástfanginn af. Rosinu er
haldið í stofufangelsi heima hjá
fóstra hennar, doktor Bartolo, sem
sjálfur ætlar að kvænast henni. Að-
eins hinn ráðagóði rakari Figaro
getur komið hinum ungu hjóna-
leysum til aðstoðar og upphefst þá
ófyrirséð atburðarás með ótrúleg-
ustu flækjum.
Bjarni var stjarna kvöldsins
Gissur Páll Gissurarson fer með
hlutverk Almaviva og gerir það
listilega vel. Hann hefur sennilega
verið að jafna sig af kvefi á frum-
sýningunni þar sem hann var nokk-
uð rámur á toppnótunum, en að
öðru leyti var hann óaðfinnanlegur
og töluvert kómískari Almaviva en
gengur og gerist. Guðrún Jóhanna
Ólafsdóttir söng Rosinu vel en mér
fannst eins og hún klemmdi fyrir
loftflæðið svo kólóratúrinn barst
ekki nógu vel á aftasta bekk.
Oddur Arnþór Jónsson var stór-
fenglegur Figaro, ekki jafn kraft-
mikill og maður hefur átt að venj-
ast, en svo óviðjafnanlega elskur að
sjálfum sér í öllu látæði og lýrískt
sunginn að unun var á að horfa.
Bjarni Thor Kristinsson var ekkert
annað en stórkostlegur í hlutverki
Bartolos; hann lék sér svoleiðis að
hlutverkinu að það var greinilegt
að hann skemmti sér ekki síður en
áhorfendur. Sá sem þetta ritar vissi
ekki hvert hann ætlaði þegar Bjarni
raðaði í sig espressóbollum og söng
A un dottor della mia sorte með
tæknilegri snilld. Stórsigur. Bjarni
Thor var stjarna kvöldsins.
Viðar Gunnarsson fór með hlut-
verk hins ógeðfellda Don Basilio
sem allt sviðið fer í flæmingi und-
an vegna fnyks. Viðar var í fanta-
formi og skilaði sínu hlutverki afar
vel. Valgerður Guðnadóttir var
sömuleiðis frábær í hlutverki Bertu
og skilaði sinni einu aríu eftirminni-
lega.
Ágúst Ólafsson var svo góður í
hlutverki Fiorellos að mér lá við að
áfellast Rossini í huganum fyrir að
hafa ekki skrifað hann inn nema
í fyrstu senu. Ásgeir Eiríksson var
ágætur í hlutverki herforingjans.
Enn fyndið 199 árum seinna
Það sem gerir gamanleiki er tíma-
setning og samspil, og það skorti
svo sannarlega ekki hér. Frá upp-
hafi sýningar er ljóst að mikill metn-
aður hefur verið lagður í að skila
húmornum til áhorfenda og sannast
þar að ópera frá öndverðri 19. öld
getur enn verið sprenghlægileg 199
árum eftir frumsýningu. Tímasetn-
ingar voru óaðfinnanlegar og senur
þar sem Oddur heldur Gissuri Páli
spriklandi uppi á hnakkadrambinu
svo að segja, og aðrar eins, allt á
meðan sungið er, sýna hversu vönd-
uð leikstjórn Ágústu Skúladóttur er.
Samspil söngvaranna er fullkomið
og þá vil ég sérstaklega nefna Huld
Óskarsdóttur og Sigurlaugu Knud-
sen sem voru frábærar í hlutverki
þjónustustúlknanna sem settu
sannarlega sinn svip á verkið í heild.
Þær voru yfir og allt um kring og
bráðfyndnar án þess nokkru sinni
að mæla orð af vör.
Tónlistarflutningur hljómsveitar
Íslensku óperunnar undir stjórn
Guðmundar Óla Gunnarssonar
var óaðfinnanlegur og kórinn skil-
aði sínu vel. Leikmynd Steffens
Aarfing hentaði verkinu með sín-
um björtu litum og meðfærileika og
ljósahönnun Jóhanns Bjarna Pálma-
sonar fór henni vel. Búningar Maríu
Th. Ólafsdóttur voru skemmtilegir
og tímalausir, en þó með yfirbragð
eldri tíma. Einkum þótti mér bún-
ingur rakarans flottur og hæfa hans
metrósexúal persónuleika.
Í heildina séð er Rakarinn frá
Sevilla í uppsetningu Íslensku óper-
unnar hin dásamlegasta skemmtun,
Hvað er gleði nema þetta?
Um Rakarann frá Sevilla eftir rossini
Arngrímur Vídalín
ritstjorn@dv.is
Leikhús
Rakarinn í Sevilla
Söngvarar: Oddur Arnþór Jónsson, Gissur
Páll Gissurarson, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir
og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Bjarni Thor
Kristinsson og Jóhann Smári Sævarsson,
Kristinn Sigmundsson og Viðar Gunnarsson,
Ágúst Ólafsson og Valgerður Guðnadóttir.
Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir,
Búningar: María Ólafsdóttir,
Leikmyndahöfundur: Steffen Aarfing,
Ljósahönnuður: Jóhann Pálmi Bjarnason,
Hljómsveitarstjóri: Guðmundur Óli
Gunnarsson.
„ Í heildina séð
er Rakarinn frá
Sevilla í uppsetningu Ís-
lensku óperunnar hin
dásamlegasta skemmt-
un, stórfyndin og fallega
framsett, vel sungin og
frábærlega leikin.
1 HundadagarEinar Már Guðmundsson
2 HrellirinnLars Kepler
3 Skuggasaga-Arf-takinn
Ragnheiður Eyjólfsdóttir
4 Þarmar með sjarmaGiulia Enders
5 GildranLilja Sigurðardóttir
6 Íslensk litadýrðElsa Nielsen
7 Stúlkan í trénuJussi Adler-Olsen
8 Grimmi tannlækn-irinn
David Walliams
9 Sjóveikur í MünchenHallgrímur Helgason
10 LausninEva Magnúsdóttir
Metsölulisti
Eymundsson
14.–20. október 2015
Allar bækur
Barnabækur
1 Skuggasaga- Arftakinn
Ragnheiður Eyjólfsdóttir
2 Grimmi tannlækn-irinn David Walliams
3 VetrarfríHildur Knútsdóttir
4 Leyndardómur erfingjans
Guðni Líndal Benediktsson
5 Drauga-DísaGunnar Theodór Eggertsson
6 DúkkaGerður Kristný
7 Strákurinn í kjólnum David Walliams
8 Náðu forskoti Verk-efnabók 4-5 ára
Jo Cambers
9 Goðheimar 6 – Gull-eplin Peter Madsen
10 Mói hrekkjusvín - landsmót hrekkju-
svína Kristín Helga Gunnarsdóttir