Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Síða 46
Helgarblað 23.–26. október 201546 Fólk
É
g tala um að ég sé misskilin
og fer inn á fordóma, mína og
annarra, rasisma og steríó týpur,“
segir uppistandarinn Þórdís
Nadia Semichat sem mun hita
upp fyrir Ben Kronberg og Dagfinn
Lyngbo á Reykjavík Comedy Festival
sem fram fer í Hörpu um helgina.
Ekkert stressuð
Þórdís Nadia er að taka þátt í hátíð-
inni í fyrsta skipti en Kronberg er
einmitt einn af uppáhaldsuppistönd-
urum hennar. Þrátt fyrir það er hún
hvergi bangin. „Ég verð með mitt
uppistand á íslensku svo hann á ekki
eftir að skilja neitt. Ég er bara spennt
og hlakka mikið til. Ég fékk líka góða
þjálfun þegar ég gerði útskriftarver-
kefnið mitt á sviðshöfundabraut í
Listaháskóla Íslands en verkefnið var
klukkutíma langt uppistand sem ég
hélt í Þjóðleikhús kjallaranum. Þar var
ég dæmd af dómurum svo ég hef ekki
verið stressuð við uppistand síðan.“
Hrósað fyrir íslenskuna
Þórdís Nadia notar uppruna sinn í
gríninu en hún á rætur að rekja til
Túnis. „Pabbi er frá Túnis en mamma
er íslensk og ég er fædd og uppalin
hérna. Samt lendi ég ítrekað í því að
fólk talar við mig ensku eða hrósar
mér fyrir íslenskukunnáttu,“ segir Þór-
dís Nadia og bætir aðspurð við að oft-
ast komi þetta henni ekki úr jafnvægi.
„Ég er orðin vön þessu. Svona hefur
þetta alltaf verið. En ég viðurkenni þó,
að ég get orðið reið þegar ég tala ís-
lensku en fólk svarar mér á ensku.“
Allt má í gríni
Þórdís Nadia segir ástæðu brandar-
anna skipta máli í uppistandi. „Að
mínu mati má tala um allt í gríni en
það fer eftir því hvernig þú gerir það
og af hvaða ástæðu þú setur brandar-
ann fram. Það þarf að vera einhver
tilgangur svo brandarinn floppi ekki,“
segir hún og viðurkennir að sjálf fari
hún oft alveg út á jaðarinn. „Ég reyni
samt að pæla ekki of mikið í því. Ef
ég veit hvað ég er að segja, af hverju
ég er að segja það og get rökstutt það
finnst mér það allt í lagi.“
Feimin og vandræðaleg
Auk þess að hafa atvinnu af uppi-
standinu starfar Þórdís Nadia sem
textasmiður á auglýsingastofu og
sem danskennari. „Ég hef alltaf haft
áhuga á gríni og uppistandi og tel
mig vera ágætlega fyndna mann-
eskju í lífinu. Svo hef ég líka alltaf
haft gaman af því að segja og skrifa
sögur. Þetta lá því beint við. Það kom
samt mörgum á óvart að ég skyldi
velja þessa leið því ég hef alltaf verið
feimin og er yfirleitt mjög vandræða-
leg manneskja svona dagsdaglega.“
Fáar konur
Sjálf ætlar Þórdís Nadia ekki að missa
af uppistandi Snjólaugar og Bylgju,
vinkvenna sinna á Comedy Festival.
„Snjólaug verður á föstudaginn en
Bylgja á sunnudaginn og svo ætla ég
að reyna að sjá sem flest og helst alla
sem koma fram.“ Þórdís segir ekki
margar konur koma fram en getur
ekki útskýrt af hverju konur standa
síður í uppistandi. „Ætli það skorti
ekki bara fyrirmyndir hjá konunum.
Annars er Amy Schumer orðin frekar
stórt nafn svo það á vonandi eftir að
breytast.“ n
indiana@dv.is
n Þórdís Nadia er feiminn og vandræðalegur uppistandari n Á rætur að rekja til Túnis
Gerir GríN að
uppruNaNum
„en ég
viðurkenni
þó, að ég get
orðið reið þegar
ég tala íslensku
en fólk svarar
mér á ensku
Þórdís Nadia
Þórdís á rætur að
rekja til Túnis en
sjálf er hún fædd og
uppalin á Íslandi.
MyNd Sigtryggur Ari
ATN Zebra 16
Z-spjótlyfta • Fjórhjóladrifin
• Diesel
• Vinnuhæð: 16,4m
• Pallhæð: 14,4m
• Lágrétt útskot: 9,3m
• Lyftigeta: 230kg
• Aukabúnaður: Rafmagns-
og lofttenglar í körfu.
• Til afgreiðslu strax
Ýmsar aðrar ATN spjót- og
skæralyftur til afgreiðslu
með stuttum fyrirvara.