Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Síða 19
Vikublað 3.–5. nóvember 2015 Kynningarblað - Viðburðir & skemmtanir 3 Jólatónleikar Kristjáns Jóhannssonar Fastur punktur í jólaundir- búningi tónlistarunnenda J ólatónleikar Kristjáns Jóhanns­ sonar og framúrskarandi gesta hans verða nú haldnir í þriðja skiptið í Eldborgarsal Hörpu. Tónleikarnir hafa notið gríðar­ legra vinsælda og eru fastur liður í jólaundirbúningi margra tónlistar­ unnenda. Kristján sjálfan þarf ekki að kynna fyrir neinum enda einn frægasti og ástsælasti söngvari sem Ísland hefur alið og státar af glæstum ferli hjá stærstu óperuhúsum heims. En tónlistarmennirnir sem koma fram með honum á þessum tónleik­ um eru líka í hæsta gæðaflokki. Þar skal nefna söngkonuna Dísellu Lárusdóttur en stjarna henn­ ar hefur risið hátt síðan hún þreytti frumraunina með Metropolitan­ óperunni í New York fyrir tveimur árum. Valgerður Guðnadóttir er fram­ úrskarandi söngkona sem hefur leikið og sungið í Borgarleikhús­ inu, Þjóðleikhúsinu, Íslensku óper­ unni og víðar. Valgerður hefur með­ al annars fengið afar góða dóma fyrir frammistöðu sína í Rakaranum í Sevilla í Íslensku óperunni. Óperusöngvarinn Oddur Arnþór Jónsson hefur vakið feikilega hrifn­ ingu undanfarin misseri og verð­ ur geysilega skemmtilegt að fylgjast með honum í framtíðinni. „Oddur Arnþór Jónsson, hreint út sagt frábær söngvari. Hann tók alla aðra söngv- ara í nefið og verður að teljast stjarna sýningarinnar,“ sagði tónlistargagn­ rýnandi Fréttablaðsins fyrir skömmu í umsögn sinni um frammistöðu Odds í Don Carlo. Oddur hefur einnig fengið mikið lof fyrir túlk­ un sína á Rakaranum frá Sevilla í Ís­ lensku óperunni nú í haust. Auk þessara frábæru söngvara koma fram Óperukórinn í Reykja­ vík, Karlakór Kópavogs og Sinfóníu­ hljómsveit Íslands, sem sér um undirleik. Á dagskránni eru sígild jólalög í bland við perlur óperubókmennt­ anna. Tónleikarnir verða haldnir í Eld­ borgarsal Hörpu þann 6. desember klukkan 20. Miðapantanir og miðasala á harpa.is og tix.is. n „Tónleikarnir hafa notið gríðarlegra vinsælda og eru fastur liður í jólaundirbúningi margra tónlistar­ unnenda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.