Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 29
Vikublað 3.–5. nóvember 2015 Lífsstíll 21
Gæsa-, anda-
eða hrein-
dýralifrarpaté
Hráefni
n 400 g kjúklingalifur
n 200 g gæsa-, anda- eða hreindýralifur
– notið bara eina tegund í einu
n 300 g smjör við stofuhita
n 75 ml rjómi
n 4 msk. skalotlaukar, smátt saxaðir
n 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
n 3 greinar ferskt timjan eða rósmarín
eða salvía
n 3 msk. púrtvín
n 2 tsk. salt
n 1,5 tsk. svartur pipar, fínmulinn
Aðferð
n Hreinsið sinar úr lifrinni og þurrkið
með eldhúspappír. Bræðið 3 msk.
af smjörinu á pönnu við lágan hita,
bætið skalotlauk, hvítlauk og timjan
á pönnuna og steikið þar til laukurinn
er orðin glær og mjúkur. Látið lifur á
pönnuna með lauknum og hækkið hit-
ann til miðlungs á pönnunni og steikið
lifrina báðum megin, hún á að vera bleik
í miðjunni.
n Bætið víni út á og látið suðu koma
upp, takið af hellunni og veiðið
timjan upp úr og hendið. Kælið lifur að
stofuhita.
n Setjið lifrina og lauk í matvinnsluvél
og látið ganga meðan rjóma er bætt út í,
blandan þarf að vera kekkjalaus á þessu
stigi en þá er smjörinu bætt við í smá
skömmtum. Saltið og piprið eftir smekk.
n Gott er að sigta blönduna til að losna
við alla kekki ef þeir eru enn til staðar en
síðan er blöndunni skellt á krukkur en til
þess er gott að nota rjómasprautupoka.
n Bræðið smá smjör og kælið örlítið
og hellið yfir patéið í krukkunum,
skreytið með timjan eða öðrum ferskum
kryddjurtum sem notaðar hafa verið í
patéið sjálft.
Villibráðarkvöld villinganna
n Alls konar kjöt og hvalur n Allt veitt af viðstöddum n Umstangið vex með hverju ári n Gómsætar uppskriftir
Pækill: 1 lítri kalt vatn og 70 grömm salt
blandað vel saman, í þennan pækil má
setja kryddjurtir að eigin vali eins og t.d.
rósmarín og timjan.
n Bringurnar eru látnar liggja í pæklinum í
um sólarhring eða allt frá 12 tímum upp í 24
en alls ekki lengur.
n Bringurnar teknar úr pækli og þerraðar
og geymdar í kæli í nokkrar klukkustundir
til að mynda húð fyrir reykingu, sem er
nauðsynlegt.
n Setjið spæni í reykbox og undirbúið
fyrir reykingu, góður spænir er til dæmis
eplaviður.
n Hitamælir er nauðsynlegur. Þegar innri
hiti nær 58°C eru bringurnar tilbúnar.
n Bringurnar eru látnar kólna vel og þorna
að utan áður en þeim er pakkað. Í loftþétt-
um pakkningum geymast þær í frysti í allt
að einu og hálfu ári.
Þegar boðið er í mat
n Bringurnar skornar í þunnar sneiðar,
þannig bragðast þær best.
n Með þessu er borin fram góð heima-
löguð sulta eða til dæmis hindberja-
vinegrette.
n Réttinn má bera fram í salati sem
forrétt eða á fallegum forréttadiski með
góðu grilluðu brauði.
Heitreyktar gæsabringur
Tvenns konar terrine Gæsaterrine með pistasíum og hreindýraterrine með trönuberjum.
Vinsæll réttur Skarfarúllur fylltar með
rjómaosti.
Beint úr reykhúsinu
Tvíreykt lambalæri úr
reykhúsi þeirra félaga.
Sykurlausar nýjungar
frá Läkerol!
Hefur þú smakkað?