Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Síða 2
Helgarblað 27.–30. nóvember 20152 Fréttir Hlutu viður- kenningu Ritstjórn Framhaldsskóla- blaðsins, Halla Kristín Einarsdótt- ir og Sigrún Stefánsdóttir, fengu fjölmiðlaviðurkenningu Jafn- réttisráðs á miðvikudag úr hendi Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Viður- kenningarnar voru veittar í þrem- ur flokkum. Ritstjórn Framhalds- skólablaðsins fékk viðurkenningu fyrir umfjöllun um jafnréttis- mál, Halla Kristín fyrir heimilda- myndina Hvað er svona merki- legt við það? og Sigrún fyrir störf í þágu jafnréttis á fjölmiðlum. Í valnefnd sátu Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir frá Jafnréttisráði, Arndís Þorgeirsdóttir frá Blaða- mannafélagi Íslands og Ragnar Karlsson frá Háskóla Íslands. N orden i Skolen, sem er stórt samnorrænt fræðsluverkefni, hleypir af stokkunum Bar- áttunni gegn matar sóun ásamt nýju námsefni um þessar mundir. Þessa vikuna er Glerárskóli frumkvöðla- skóli, en þann 11. nóvem- ber hófst baráttan gegn matarsóun á hinni samnor- rænu námsgátt Norrænu fé- laganna, nordeniskolen.org. Allir skólar á Norðurlöndun- um hafa fengið aðgang að námsefni um norrænar auðlindir og hráefni. Nemendur eru hvattir til þess að vera meðvitaðir um matarsóun, vigta af- ganga og skoða neysluvenjur sínar. Námsefnið er aðgengilegt á fimm norrænum tungumálum. Þar er velt upp spurningum eins og hvað getum við lært hvert af öðru? Hvaða þýðingu hafa fiskveiðar fyrir Ís- lendinga? Hvernig geta eldri korntegundir Danmerkur og Noregs framvegis verið nýtt- ar í brauð? Hvernig á að stjórna skóglendi Svíþjóð- ar og Finnlands svo það nýt- ist bæði til gagns og gamans í framtíð- inni? Einnig er áhersla lögð á að skoða kjötframleiðslu með gagnrýnum hætti enda er hún einn stærsti orsaka- valdur loftslagsbreytinga í dag. n Nemendur fræddir um matarsóun Nýtt námsefni sem er aðgengilegt fyrir öll Norðurlöndin Tendra ljósin Á sunnudaginn 29. nóvember, þann fyrsta í aðventu, verða ljósin tendruð á Óslóartrénu við athöfn á Austurvelli. Dagskráin hefst klukkan 15.30 og lýkur klukkan 17.00, en þetta markar upphaf jólahalds í borginni. Gerður G. Bjarklind verður kynnir. Með- al þeirra sem fram koma eru þau Stefán Hilmarsson og Ragnheiður Gröndal. Líkur eru á því að jóla- sveinar stelist snemma til byggða auk þess sem Birkir Elías Stefáns- son, sjö ára, tendrar ljósin á trénu. „Okkur finnst alltof mikil græðgi ríkjandi“ n Leigusalar veittu afslátt af húsaleigu í desember n „Bjóst ekki við þessu“ É g bjóst engan veginn við þess- um viðbrögðum, þetta fór eins og eldur um sinu um allt,“ seg- ir Gunnar Már, en skeyti hans á hinum fjölmenna Facebook- hóp „Leiga“ vakti gríðarleg viðbrögð. Í skeytinu tilkynnti Gunnar Már að leigusalar hans hefðu ákveðið að gefa honum 10 prósent afslátt af leigunni í desember sem jólagjöf til hans. Viðbrögðin voru gríðarleg og fljótlega höfðu um tvö þúsund einstaklingar líkað við færsluna. Íbúð á besta stað í miðbænum „Þetta er búin að vera mjög nei- kvæð umræða um leigusala og þessi markaður er náttúrlega mjög erfiður fyrir marga. Ætli það skýri ekki þessi miklu viðbrögð,“ seg- ir Gunnar Már. Hann flutti inn í íbúðina sem hann leigir í byrjun þessa árs. „Þetta er íbúð á besta stað í miðbænum og leigusalarnir eru auk þess afar sanngjarnir varð- andi leiguverðið. Samskiptin eru hins vegar ekki mikil en við ræð- um saman af og til eins og gengur. Ég átti hins vegar engan veginn von á þessari jólagjöf, þetta kom mér mjög á óvart,“ segir Gunnar Már og er augljóslega alsæll með leigusal- ana sína. Aðspurður hvort hann hyggist flytja eitthvað á næstunni, segir Gunnar Már hlæjandi: „Það er ekkert fararsnið á mér, ég held að ég sé í góðum málum miðað við marga aðra.“ Toppurinn ef Íbúðalána- sjóður gerði hið sama Leigusalarnir sendu Gunnari Má skilaboð um jólagjöfina á Facebook og hann mátti til með að deila því áfram. „Mér fannst þetta svo flott hjá þeim að ég ákvað að deila þessu til annarra leigjenda og leigusala. Það kom mér ánægjulega á óvart að ein- hverjir höfðu sömu sögu að segja og jafnvel höfðu aðrir leigusalar haft þetta sem reglu,“ segir Gunnar Már og vonar að sem flestir leigusalar taki hugmyndina til sín. „Ég skil vel að margir leigusalar eru ekki í þeirri aðstöðu að gefa slíkan afslátt en vonandi grípa þeir sem geta þessa hugmynd á lofti. Toppurinn væri ef Íbúðalánasjóður færi að gefa slíkar jólagjafir,“ segir Gunnar Már og hlær. Leigjendurnir eiga gjöfina skilið Leigusalar Gunnars Más voru ekki áfjáðir í að hreykja sér undir nafni í fjölmiðlum og drógu úr góðverki sínu. „Okkur finnst alltof mik- il græðgi ríkjandi og of lítið eftirlit. Það hvað þessi markaður er ósann- gjarn og erfiður kveikti þessa hug- mynd. Okkur langaði til þess að gera eitthvað fallegt fyrir báða leigj- endurna okkar í tilefni jólanna. Þeir eiga það líka skilið enda traustir og skilvísir leigjendur og við viljum ekkert frekar en að samskiptin verði áfram góð,“ segja leigusalarnir og benda enn fremur á að leigusalar hafi hag af því að koma vel fram við leigjendur. „Með góðri og alúðlegri framkomu er líklegra að leigjendur greiði á réttum tíma, gangi vel um og ef einhver álitamál koma upp þá er líklegra að hægt sé að setjast nið- ur og ræða þau í mesta bróðerni.“ n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is „Ég skil vel að margir leigusalar eru ekki í þeirri aðstöðu að gefa slíkan afslátt en von- andi grípa þeir sem geta þessa hugmynd á lofti. Gunnar Már Jónsson Fékk óvænta en ánægjulega jólagjöf frá leigusölum sínum. BURT MEÐ MÚSARÚLNLIÐ Ei algengasta vandamálið meðal tölvunotenda – bæði barna og fullorðinna Léir álagi af viðkvæmum sinaskeiðum úlnliðsins Minnkar og fyrirbyggir spennu í hendi, handlegg, öxlum og hálsi duopad.is Náúruleg staða með DuoPadSlæm staða handleggs Meðmæli sjúkraþjálfara léur og þægilegur ÚLNLIÐSPÚÐI aðeins 4 gr. Fæst á www.duopad.is – ‹árfesting gegn músararmi DuoPad fylgir hreyfingum handleggsins í staðinn fyrir að allur líkaminn þurfi að aðlagast stuðningi sem liggur á borðinu. 1 2 3 4 EINKENNI MÚSARÚLNLIÐS Aukinn stirðleiki í hálsi og axlasvæði, síðar seiðingur út í handlegg. Verkur upp handlegg að olnboga með vanlíðan og sársauka. Verkurinn verður ólíðandi og stöðugur í olnboga, úlnliðum og öxlum. Stífleiki í hálsi getur verið viðvarandi. Fólk getur orðið ófært um að nota tölvumús og jafnvel óvinnufært.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.