Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Blaðsíða 12
Helgarblað 27.–30. nóvember 201512 Fréttir Skútuvogi 11 104 Reykjavík Sími 553 4000 www.prentvorur.is Dæmi um verð: Tóner fyrir HP CF283A 8.500 kr. CE285A 6.490 kr. CE278A 6.800 kr. CF280X 9.800 kr. Blek fyrir Canon 550/551 970 kr. 525/526 870 kr. 520/521 870 kr. 5/8 870 kr. BL EK & TÓ NE R Þ að myndi kosta borgina á bil- inu 2,3 til 6 milljarða króna aukalega að taka börn inn í leikskóla við eins árs aldur. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps sem skoðað hefur hvernig brúa megi bilið milli fæðingarorlofs og leik- skóla. Skýrslan var kynnt í skóla- og frístundaráði á fimmtudag. Þetta mikla bil á milli efri og neðri marka helgast af því að teiknaðar voru upp átta mögulegar sviðsmyndir þess hvernig staðið yrði að breytingunni. Þær miða til dæmis ýmist við hvort börn yrðu tekin inn á leikskóla 12 mánaða annars vegar en 18 mánaða hins vegar. Ef miðað væri við 12 mánuði þyrfti að fjölga stöðugildum um 515. Byggja þyrfti 12 nýja leikskóla. „Mennta- og menningarmála- ráðherra hefur í samráði við innan- ríkisráðherra skipað starfshóp sem á að gera tillögu að áætlun um hvern- ig sveitarfélögin skuli standa að því að bjóða leikskólaúrræði strax og fæðingarorlofi lýkur. Miðað er við að árið 2016 hafi fæðingarorlof verið lengt í 12 mánuði og þá verði sveitar- félög um landið allt reiðubúin að veita þjónustuna,“ segir í tilkynningu frá borginni. n baldur@dv.is Börn tekin fyrr á leikskóla Getur kostað 6 milljarða að brúa bil eftir fæðingarorlof Borgarstjóri Dagur B. Eggertsson veit nú hvað brúsinn kostar. Boðuð í viðtal til skólastjóra n Kennarinn Hulda vildi ekki leigja múslima íbúð n Spáir ekki í trú nemenda É g hef verið boðuð í viðtal hjá skólastjóra,“ segir Hulda Margrét Valdimarsdóttir, sem vakti athygli um helgina þegar hún neitaði að leigja Mörwu Salameh, einstæðri móður frá Palestínu, litla íbúð í Reykja- vík. Hulda Margrét er sérkennari við Foldaskóla þar sem hún starfar með einhverfum börnum. Það var ekki síst ástæðan sem Hulda Margrét gaf upp fyrir því að leigja Mörwu ekki sem vakti athygli en hún vísaði til árásanna í París. Viðbrögðin við viðtalinu voru kröftug og skiptist fólk í tvær fylkingar, sumir fordæmdu Huldu Margréti og skoðanir henn- ar á meðan aðrir sögðu hana hafa fullan rétt á því að velja hverjum hún leigir. Hulda segist hafa verið nokkuð slegin yfir viðbrögðun- um en þau hafi ekki náð út fyrir athugasemdakerfi fjölmiðla. Sjálf tók hún þátt í umræðunum. „Mér sárnaði mest að einhverjir skyldu kalla mig gamla kerlingu með rakka. Annars svaraði ég bara þeim jákvæðu,“ segir Hulda. „Það voru mín stóru mistök“ „Þessi kona [Marwa, innsk. blm.] var mjög ágeng og að auki voru fjölmargir í sambandi við mig vegna íbúðarinnar. Ég mátti því ekkert vera að því að skýra út fyrir þessari konu að ég væri með veik- an mann auk þess sem íbúðin er að mínu mati alltof lítil fyrir konu með tvö börn. Mér finnst alveg óhugsandi að kona með börn geti búið mannsæmandi lífi í svona litlu plássi í miklu nábýli við mig og veikan eiginmann minn,“ seg- ir Hulda en eiginmaður hennar þjáist af Alzheimer. „Í stað þess að gefa mér tíma í að svara á læsilegri ensku, vopnuð orðabókinni minni, þá vísaði ég í París og það voru mín stóru mistök.“ Hún er búin að leigja íbúðina út til ungrar stúlku frá Ungverjalandi enda var ásókn- in mikil. „Þetta verður ekki látið kyrrt liggja“ Samkvæmt heimildum DV er tals- verður titringur innan Foldaskóla út af ummælum Huldu Margrétar enda eru múslimar meðal starfsmanna og nemenda skólans. Í samtali við DV segir skólastjóri Foldaskóla, Krist- inn Breiðfjörð Guðmundsson, að hann geti ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna. „Þegar koma upp svona mál þá er brugðist við. Það verður náttúrlega að skoða hvert mál en þetta verður ekki látið kyrrt liggja,“ segir Kristinn. Segir trú ekki hafa áhrif á starfshætti sína Í viðtali við DV fyrr í vikunni sagð- ist Hulda vera „drulluhrædd“ við múslima og að hún óttaðist það raun- verulega að ógn steðji að Íslendingum vegna múslima. Hana „langar ekki í sambýli“ við fólk af þeirri trú auk þess sem hún sagðist ekki gera greinar- mun á liðsmönnum ISIS og einstæðri palestínskri móður. Aðspurð hvort það sé viðeigandi fyrir kennara, sem hefur það hlutverk að uppfræða og mennta börn, að setja fram svona skoðanir, segir Hulda Margrét: „Trú nemenda myndi aldrei hafa áhrif á starfshætti mína, aldrei í lífinu. Ég spái ekki í það hvort börn séu kaþólikkar, búddistar eða múslimar.“ n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Hulda Margrét Valdimars- dóttir Henni sárnaði mest að vera kölluð gamla kerlingin með rakkann. Mynd Sigtryggur Ari Samskiptin Þessi samskipti Huldu Margrét- ar og Mörwu Salameh vöktu mikla athygli og rötuðu meðal annars í kvöldfréttir Stöðvar 2. Eldur vegna neyðarblyss Slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins var kallað út um klukkan átta á fimmtudagsmorgun vegna tilkynningar um eld í skipi við Starrabakka. Varðstjóri slökkvi- liðs sagði í samtali við DV að í ljós hafi komið að um neyðarblys væri að ræða. Það virtist sem á því hefði kviknað fyrir mistök. Vegna veðurs lá skipið ekki við bakkann og þurftu slökkviliðs- menn því að hafa talsvert fyrir því að komast að skipinu sem var al- elda. Reykur kom viðvörunarkerfi skipsins af stað. Gjaldþrotum fækkar Gjaldþrot einkahlutafélaga síð- ustu 12 mánuði, frá nóvember 2014 til október 2015, hafa dreg- ist saman um 18% í samanburði við 12 mánuði þar á undan. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunn- ar. Alls voru 660 fyrirtæki tek- in til gjaldþrotaskipta á tímabil- inu. Hlutfallslega hefur gjald- þrotum í flutningum og geymslu fækkað mest, eða um 35% á síð- ustu 12 mánuðum, auk þess sem gjaldþrotum í fjármála- og vá- tryggingarstarfsemi hefur fækkað um 33% frá fyrri 12 mánuðum. Gjaldþrotum síðustu tólf mánuði hefur fjölgað mest í leigustarfsemi og ýmissi sér- hæfðri þjónustu, eða um 10% borið saman við 12 mánuði þar á undan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.