Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Page 17
Helgarblað 27.–30. nóvember 2015 Fréttir 17 ÓfrjÓsemisaðgerðir sem kúgunartæki n Íslenskar konur voru kerfisbundið neyddar til að undirgangast ófrjósemisaðgerðir n Sorglegur skortur á gögnum segir varaþingmaður Fengu bætur Í febrúar á þessu ári ákvað löggjafarþing Virginíu að borga fólki sem hafði verið neytt í ófrjósemisaðgerðir 25 þúsund dollara hverju fyrir sig. Á tímabilinu 1924–1979 voru átta þús- und einstaklingar sendir í slíkar aðgerðir í nafni mannkynbótastefnu. Talið er að allt að 65 þúsund Bandaríkjamenn hafi verið gerðir ófrjóir á þessu tímabili undir svipaðri hugmyndafræði. Fimmtungur hópsins var svartar konur. Oftar en ekki var röksemdafærslan fyrir aðgerðunum grundvölluð á öryggi samfélagsins. Margar aðgerðirnar voru gerðar án vitneskju þolenda og það var ekki fyrr en 1985 sem ákveðið var að upplýsa fólk um stöðu þess og veita því sálgæslu. Mikill fjöldi þeirra sem sendir voru í aðgerðir var á framfæri ríkisins, var vist- menn á stofnunum og skilgreindur sem sjúklingar. Árið 2002 báðust stjórnvöld í Virginíu afsökunar á framferði sínu og árið 2014 hóf þingmaðurinn Patrick Hope að þrýsta á að fólkið sem varð fyrir þessu fengi bætur. „Jaðarsettar konur eiga sameiginlega reynslu víða um heim af þvinguðum ófrjósemisaðgerðum. Svartar konur og fátækar konur eru til dæmis hópar kvenna sem hafa verið í þessum sporum. Umræðan um fatlaðar konur hefur oft verið tekin út fyrir sviga því við erum álitnar sjúklingar og eilíf börn. Fólk skilur ekki tenginguna á milli okkar allra. Það er mikilvægt að skilja að þvingaðar ófrjó- semisaðgerðir á fötluðum konum eru, líkt og á svörtum og fátækum konum, partur af mannkynbótastefnunni og í öllum tilvikum mjög gróf mannréttindabrot,“ segir Freyja. Þetta eru lagagreinarnar sem vísað er til Úr lögum nr. 25/1975: Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. 18. gr. Ófrjósemisaðgerð er heimil samkvæmt þessum lögum: I. Að ósk viðkomandi, ef hún/hann, sem er fullra 25 ára, óskar eindregið og að vel íhuguðu máli eftir því að komið verði í veg fyrir að hún/hann auki kyn sitt, og ef engar læknisfræðilegar ástæður eru til staðar, sem mæli gegn aðgerð. II. Sé viðkomandi ekki fullra 25 ára: 1. Ef ætla má að heilsu konu sé hætta búin af meðgöngu og fæðingu. 2. Ef fæðing og forsjá barna yrði of mikið álag fyrir hana/hann með hliðsjón af lífskjörum fjölskyldunnar og af öðrum ástæðum. 3. Ef sjúkdómur, líkamlegur eða geð- rænn, dregur alvarlega úr getu hennar/ hans til að annast og ala upp börn. 4. Þegar ætla má að barn viðkomandi eigi á hættu að fæðast vanskapað eða haldið alvarlegum sjúkdómi, vegna erfða eða sköddunar á fósturstigi. 22. gr. Ef ástæður til ófrjósemisaðgerðar svo sem segir í 18. gr. II. eru fyrir hendi eða ef viðkomandi er fullra 25 ára, en er vegna geðsjúkdóms, mikils greindarskorts eða annarra geðtruflana varanlega ófær um að gera sér grein fyrir afleiðingum aðgerðarinnar, er heimilt að veita leyfi til aðgerðar samkvæmt umsókn sérstak- lega skipaðs lögráðamanns. sorglegt, því þetta er svo mikið inn- grip inn í líf þeirra og líkama.“ Orðlaus yfir upplýsingaleysi „Maður verður orðlaus yfir upp- lýsingaleysinu. En á sama tíma eru að koma út skýrslur um stöðu fatlaðs fólks, til dæmis skýrsla Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar, þar sem fram kemur að það er þessi mikli skortur á upplýs- ingum sem jaðarsetur okkur enn frekar. Í þessari skýrslu er til dæm- is fjallað umtalsvert um frjósemis- frelsi fatlaðra kvenna,“ segir hún. Í skýrslunni er fjallað um það að víða séu ófrjósemisaðgerðir notaðar til þess að vernda konur gegn ofbeldi. „Það er eins öfugsnúið að það get- ur orðið,“ segir Freyja og bendir á að með því sé ábyrgðinni vísað alfarið á þolanda. Í raun sé verið að gera ger- andanum hálfgerðan greiða með því að geta í það minnsta ekki barnað þá sem hann misnotar. „Þetta eykur líkurnar á því að fatl- að fólk verði fyrir ofbeldi,“ segir hún. Freyja þekkir til íslenskra kvenna sem hafa undirgengist ófrjósemisaðgerðir þvert gegn vilja þeirra, hafa verið gabbaðar í slíkar aðgerðir, eða einhver hefur reynt að koma þeim í aðgerð. Hún þekkir einnig dæmi þess að fatlaðar konur hafi verið neyddar í fóstureyðingu. „Þetta er mikill skuggi yfir lífi þessara kvenna,“ segir hún. „Þetta er veruleiki. Það er þess vegna afar skrítið að það sé einhver sem ekki vill halda utan um þetta.“ n Framhald á næstu síðu 

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.