Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Blaðsíða 22
Helgarblað 27.–30. nóvember 201522 Fréttir Enn greinist hettusótt E nn greinast fullorðnir einstaklingar með hettusótt en sýkinga varð fyrst vart í byrjun sumars. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis hafa 129 einstaklingar á þessu ári verið tilkynntir til sótt- varnarlæknis með hettusótt. Af þeim voru 64 með staðfesta hettu- sótt en 65 með aðra sýkingu í munnholskirtlum. „Af þessum 64 sem voru staðfestir með sýkingu þá voru flestir fæddir fyrir 1990 en 11 höfðu verið bólusettir. 53 einstak- lingar höfðu annaðhvort ekki ver- ið bólusettir eða ekki er vitað til þess. En tilfellum fer fækkandi og faraldurinn er að fjara út,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarna- læknir. Getur leitt til ófrjósemi Hettusótt er mjög smitandi veirusýking sem leggst oftar á börn en fullorðna. Sýkingin er er yfir- leitt hættulaus og gengur fljótt yfir, hins vegar er hún þekkt fyrir að valda alvarlegum fylgikvillum hjá kynþroska einstaklingum. „Hettu- sótt getur valdið heyrnarskerðingu, jafnvel heyrnartapi. Sýkingin get- ur getur valdið heilahimnubólgu og einnig bólgu í eistum, sem getur leitt til ófrjósemi,“ segir Þórólfur. Engin sértæk meðferð er til gegn hettusóttarveirunni. Einstakling- um með hettusótt er ráðlagt að drekka mikinn vökva, hvílast og nota verkjalyf. Halda skal börnum heima þar til einkenni sjúkdómsins hafa gengið yfir. Í alvarlegri tilvik- um getur þurft að leggja sjúklinga inn á sjúkrahús. Sýkingunni nánast útrýmt hérlendis Eftir að farið var að bólusetja gegn hettusótt árið 1989 hefur sjúkdómn- um nánast verið útrýmt á Íslandi en þó kom hér upp faraldur 2005– 2006 þar sem 113 einstaklingar greindust, flestir óbólusettir. Síðast greindist hér eitt tilfelli á árinu 2013. Engin meðferð er til við hettu- sótt en besta fyrirbyggjandi með- ferðin er bólusetning. Á vefsíðunni heilsanokkar.is kemur fram að þeir sem eru fæddir fyrir árið 1980 hafi líklega fengið hettusótt. Reynslan sýnir að það er afar fátítt að þeir sem eru fæddir fyrir 1980 hafi sloppið við sóttina og ættu því að vera með ónæmi fyrir veikinni. Á sömu síðu kemur fram að þeir sem eru helst í hættu eru þeir sem fæddir eru á ár- unum 1984–1986 og náðu því ekki bólusetningunni sem hófst 1989 og fengu ekki veirusýkinguna sem börn. Embætti landlæknis hvetur óbólusetta einstaklinga, fædda eftir 1980 til þess að fara í bólusetningu, en hægt er að gangast undir hana á heilsugæslustöðvum. n „En tilfellum fer fækkandi og far- aldurinn er að fjara út. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Alls hafa 64 einstaklingar greinst með hettu- sótt það sem af er ári. Mynd dV SiGtryGGur Ari Bólusetning Embætti landlæknis hvetur óbólusetta einstaklinga, fædda eftir 1980, til þess að fara í bólusetningu, en hægt er að gangast undir hana á heilsugæslustöðvum. n Alls hafa 64 greinst á þessu ári n Getur leitt til ófrjósemi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.