Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Side 28
Helgarblað 27.–30. nóvember 201528 Fréttir Erlent Órjúfanlegur hluti af jólunum Nýfætt barnið grét í jötunni n Húsvörður fann yfirgefið barn í kirkju n Barnið nokkurra klukkustunda gamalt L ítið barn sem fannst í jötu í einni af kirkjum New York-borgar hefur fengið viðurnefnið „litla Jesúbarnið.“ Barnið fannst á miðvikudag í kirkju Heilaga barnsins, Jesú, í Queens þegar húsvörður heyrði óm af barnsgráti. Hann gekk á hljóðið og fann nýfætt barnið í jötu sem til- heyrir uppstillingu sem á að sýna fæðingu Jesú Krists. Barnið grét mikið, var augljóslega nýkomið í heiminn og var enn með naflastreng. Líklega hefur það verið um fjögurra klukkustunda gamalt. Barnið hafði verið reifað í handklæði og lá við hlið helgimyndar af Maríu mey. Lík- lega hefur móðirin komið með það í kirkjuna í hádeginu á mánudag, þegar húsvörðurinn, Jose Moran, var í matarhléi. Uppstillingin hafði verið sett upp aðeins klukkutíma áður en barnið fannst. Upptökur úr öryggis- myndavélum sýna konu kaupa sams konar handklæði og barnið hafði utan um sig í verslun rétt hjá kirkj- unni. Barnið var sýnilega vafið inn í jakka hennar. „Þegar ég heyrði barnið gráta, hugsaði ég ekki mikið um það í fyrstu. Svo leit ég í kringum mig og sá að það var enginn í kirkjunni. Þá varð ég forvitin og gekk á hljóðið,“ segir Jose. „Ég er feginn að sá sem yfirgaf barnið kom með það á öruggan stað og skildi það ekki eftir til að deyja.“ Í reglum New York-borgar segir að mæður geti komið með börnin sín á örugga staði, svo sem slökkvistöðvar, kirkjur, spítala og lögreglustöðvar og skilið þau eft- ir þar. Eina skilyrðið er að mæð- urnar afhendi einhverjum börnin. Ekki má skila þau eftir í reiðileysi. Móðir barnsins getur því búist við því, gefi hún sig fram, að hún verði ákærð fyrir að ógna öryggi barns- ins. Barnið er í góðum höndum á sjúkrahúsi í New York og er á for- ræði barnaverndaryfirvalda. Kirkj- an biður fólk um að biðja fyrir móð- ur barnsins, hvar sem hún kann að vera. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Klukkutíma gluggi Líklega var barnið bara fjögurra tíma gamalt og móðir þess hafði að líkindum komið með það í kirkjuna klukkustund áður en það fannst. Nýfæddur Drengurinn var vafinn inn í blá handklæði. Að störfum Sjúkraflutningamenn að störfum fyrir utan kirkjuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.