Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Side 48
Helgarblað 27.–30. nóvember 20158 Jólagjafahandbók - Kynningarblað Hótelið sem aldrei sefur Gjafabréf að sveitasælu á Hótel Grímsborgum er einstaklega ljúf jólagjöf H ótel Grímsborgir er á gull- fallegum stað í kjarrivöxnu landi við Sogið í Gríms- nesi, glæsilegt 4 stjörnu hót- el sem býður upp á gistingu í 44 superior-herbergjum, 7 junior- svítum, 5 stúdíóíbúðum og 7 lúxus- íbúðum. Gistipláss er fyrir samtals 200 gesti. Hótel Grímsborgir er opið allan sólarhringinn allan ársins hr- ing og er vinsælt bæði meðal Ís- lendinga sem vilja lyfta sér upp og hlaða batteríin í nýju umhverfi og er- lendra ferðamanna sem vilja njóta landsins. Hótel Grímsborgir er með frábært og bjart fundarherbergi fyrir alls kyns fundahöld og ráðstefnur þar sem þekktustu fyrirtæki landsins halda mikilvæga fundi. Hótel Grímsborgir er afar vinsæll staður fyrir hvers konar samkom- ur, hópaferðir og veisluhöld enda aðstaða til þess á staðnum frábær. Algengt er að halda upp á stóraf- mæli á hótelinu, til dæmis fertugs-, fimmtugs- og sextugsafmæli, og þá gista yfirleitt allir veislugestir. Brúð- kaup eru einnig vinsæl ásamt starfs- mannaskemmtunum. Í boði er akstursþjónusta, til dæmis fyrir og eftir fundahöld, þar sem notast er við glæsilega Mercedes Sprinter-rútu með plássi fyrir 19 far- þega. Gjafabréf: Draumajólagjöf – margs konar gisting í boði Gjafabréf frá Hótel Grímsborgum munu gleðja marga um þessi jól enda dásamlegt að eiga í vænd- um lúxusgistingu á fjögurra stjörnu hóteli í fagurri íslenskri náttúru. Gistimöguleikarnir fyrir gjafabréf eru margvíslegir og nánar má lesa um það á vef hótelsins undir liðnum Gjafabréf og tilboð. Hér er dæmi um ljúfa gisti- möguleika. Síðan er bara að byrja að láta sig dreyma og stinga þessari jólagjafahugmynd að ástvinum sín- um: Gjafabréf á sveitasælu við Sogið í Grímsnesi og gistingu í glæsilegu superior 24 fm herbergi og þéttskip- aðan skemmtidag. Superior-her- bergin eru mjög rúmgóð, björt og notalega innréttuð. Úr hverju her- bergi er útgengt á litla verönd. Veitingastaður hótelsins var opnað- ur sumarið 2014 og er rómaður fyrir góðan mat, glæsilega framsetningu og bæði huggulega og glæsilega um- gjörð. Innifalið • 1 nótt í superior 24 fm superior-herbergi með baðslopp og aðgangi að heitum potti. • Köku- skreytinganámskeið. • Brauðgerðar- námskeið. • Hvítvínskynning. • Glæsilegur 3ja rétta kvöldverður á Restaurant Grímsborgum þar sem allir elda. • Diplóma (viðurkenn- ingarskjal) og uppskriftir. • Morgun- verðarhlaðborð. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.