Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Side 54
Helgarblað 27.–30. nóvember 201514 Jólagjafahandbók - Kynningarblað Litla Garðbúðin: „Mesta dúllubúðin í bænum“ Lítið leyndarmál í Reykjavík sem mörgum þykir gaman að heimsækja á aðventunni L itla Garðbúðin fer í jólaham á þessum árstíma þannig að það er ýmislegt nýtt að skoða og svo má ekki gleyma því að garðvörur eru fínustu jóla­ gjafir þó að þær verði ekki notaðar strax á morgun. Við erum með úr­ val af vörum til ræktunar allt árið og svo styttist í að sáningartíminn byrji, sumum tegundum þarf að sá strax í janúar,“ segir Dagrún Guðlaugs­ dóttir hjá Litlu Garðbúðinni, Höfða­ bakka 3. Hún segir töluvert um að fólki með græna fingur sé gefnar garðyrkjuvörur í jólagjöf en þó væri alveg tilefni til að útbreiða þann góða sið enn frekar. Innigarðurinn Herbie er líka góð gjöf en í honum er hægt að rækta mat­ og kryddjurtir allt árið án mik­ illar fyrirhafnar. En það er fleira í boði, úrval af jólaskrauti, ilmkerti, borðbúnaður í rómantískum stíl og alls konar dúllerí eða eins og Dagrún segir hlæj­ andi: „Við heyrum oft að við séum mesta dúllubúðin í bænum.“ Fjölbreyttar sælkeravörur eru einnig eitt af einkennum Litlu Garðbúðarinnar: „Við erum meðal annars með sælkeravörur frá Saga of Sweden en það er frábær sælkeravara sem vinir okkar Lindha og Stefan hjá The Spice Tree búa til úr fyrsta flokks hráefni. Þau voru einmitt að senda okkur jólasendinguna; glögg, sultur, sinnep, krydd, óáfengt freyði­ vín, sælgæti, jólateið og sitt­ hvað fleira sem við hlökkum mikið til að fá.“ Litla gjafabúðin og falið leyndarmál í Reykjavík „Flestar vörurnar sem við seljum koma frá Svíþjóð, við greinilega heillumst af flestu sænsku. Ný­ lega hófum við sölu á vörum frá hinu þekkta danska fyrir­ tæki Madam Stoltz. Frá þeim erum við m.a. með mikið af krukkum á góðu verði sem eru tilvaldar undir hinar ýmsu matar­ gjafir sem margir eru duglegir að út­ búa, enda eru það oft bestu gjafirn­ ar,“ segir Dagrún og bætir við að hjá þeim sé hægt að fá eitthvað fyrir alla eða allavega flesta enda finni fólk mjög fjölbreyttar vörur hjá þeim. Litla Garðbúðin er fyrirtaksstaður fyrir fólk sem vantar hugmyndir að jólagjöfum og veit ekkert hvað það á að gefa. Svo eru aðrir sem kalla verslunina „falið leyndarmál í Reykjavík“ en margir verða hissa er þeir uppgötva þessa heillandi verslun þó að aðrir þekki hana vel. Þessi litla búð lætur lítið yfir sér en heillar þá sem stíga inn. Litla Garðbúðin er skemmtilegur staður fyrir þá sem vilja vanda valið og virkilega njóta stemningarinnar á aðventunni. „Hér eru næg bílastæði og þeim sem vilja hvíla sig á erlinum í stóru verslunarmiðstöðvunum finnst afar gott að kíkja inn til okkar. Svo send­ um við líka frítt innanlands ef versl­ að er fyrir 3.500 krónur þannig að það þarf ekki einu sinni að koma á staðinn til að fá réttu gjöfina,“ segir Dagrún að lokum. n G ullsmiðja Óla hefur í yfir tuttugu ár framleitt eigin línu af skartgripum sem henta vel til gjafa við öll tækifæri, ekki síst til jólagjafa. Verðbilið er enda sér­ staklega hentugt en hægt er að fá handunna skartgripi frá undir 10.000 kr. og upp úr. Algengast er að keyptir séu skartgripir til gjafa á bil­ inu 20.000–60.000 krónur. Að sögn gullsmíðameistarans Óla er sérstaklega vinsælt nú orðið að bera tvo hringi á sama fingri eins og meðfylgjandi mynd sýnir en höndin skartar samtals þremur gullfallegum hringjum og ber þá einkar smekklega. Óli er lærður í skartgripavið­ gerðum og viðgerðarþjónusta er stór hluti af starfseminni. Einu gild­ ir hvar skartgripirnir eru keyptir en þetta er góð og hagstæð þjónusta sem fjölmargir nýta sér. Enn fremur býður Gullsmiðja Óla upp á leturmerkingar á glös og er í boði skrift sem Óli og hans fólk hefur hannað en einnig geta við­ skiptavinir fengið sína eigin skrift á glösin. Eins og fyrr segir er verðbilið breitt en Óli segir að oft „selji dýrari hlutirnir þá næstdýrustu“, fólk tekur gjarnan mið af því dýrasta og leitar að einhverju svipuðu í ódýrari verð­ flokki. Þá nýta einnig margir sér þá frábæru þjónustu að láta hanna fyr­ ir sig skartgripi. Skartgripurinn er þá seldur áður en hann er orðinn til og samkomulag gert um verð, efni og lögun. n Handunnir og sérhannaðir skartgripir – Viðgerðarþjónusta Gullsmíðameistarinn Óli hefur hannað skartgripi í yfir 20 ár Herbie-innigarður- inn Með Herbie-inni- garðinum er hægt að rækta kryddjurtir allt árið á auðveldan hátt. Jólaglöggið frá Saga of Sweden Ljúffengt og gott að njóta á aðventunni. Pappírs pottari Með pappírs pottaranum frá Nelson Garden er auðvelt að gera sína eigin ræktunarpotta úr dagblöðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.