Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Side 57
Helgarblað 27.–30. nóvember 2015 Fólk Viðtal 41
Í
kjölfar hryðjuverkaárásar í París
tjáði forseti Íslands sig um hina
skelfilegu atburði í fjölmiðlum og
hvernig ætti að bregðast við þeim.
Viðtölin vöktu mikla athygli en
forsetinn sagði meðal annars að Ís-
lendingar þyrftu að vakna til vit-
undar um vandann sem fylgir öfga-
fullri íslamstrú og sá vandi yrði ekki
leystur með barnalegri einfeldni og
aðgerðum á sviði umburðarlyndis
og félagslegra umbóta. Ýmsir hafa
orðið til að gagnrýna þessi og önn-
ur orð forsetans í viðtölunum. Meðal
annars hefur málflutningur hans
verið sagður óhugnanlegur og hann
sakaður um að ala á tortryggni.
„Það er langt síðan ég áttaði mig
á því að ég gæti ekki elt ólar við allar
fullyrðingar eða sleggjudóma varð-
andi mín ummæli,“ segir Ólafur
Ragnar spurður um þessa gagnrýni.
„Nokkrum sinnum á forsetatíð minni
hef ég verið knúinn til að taka erfiðar
ákvarðanir og ganga fram á völlinn
og það hefur leitt til viðbragða sem
stundum hafa verið ofsafengin og
menn notað sterk orð. Ýmis ummæli
sem þá féllu eru sérkennileg þegar
þau eru rifjuð upp í ljósi sögunnar.
Besta dæmið er kannski Icesave og
hvað sagt var um ákvarðanir mínar
af ýmsum góðum mönnum sem nú
ganga aftur fram á völlinn og hafa
stór orð um forsetann.
Í þessu tilviki nú gerði ég mér
skýra grein fyrir því að ég væri að fara
inn á eldfimt, viðkvæmt og tilfinn-
ingaþrungið svæði. Auðvitað hefði
verið þægilegast fyrir mig að fara
með kurteisleg orð um hörmungarn-
ar í París og nauðsyn samstöðu og
láta þar við sitja. En ég tel að forseti
eigi að gera þjóðinni grein fyrir
alvöru máls ef hann er sjálfur sann-
færður um að viðburðirnir og af-
leiðingarnar, sem þeir fela í sér, skipti
þjóðina miklu. Um leið er nauðsyn-
legt að þjóðin vakni til vitundar um
vandann og ræði hann á rólegan og
yfirvegaðan hátt.“
Óþægileg svör
Einhverjum finnst að þú hafir með
ummælum þínum ekki talað eins og
sameiningartákn þjóðarinnar. Hvað
segirðu um það?
„Hlutverk forseta Íslands er
margslungið. Oft er sagt að hann eigi
að vera sameiningartákn en hlut-
verk forsetans er fjölþættara eins
og dæmin sanna. Hann er stundum
knúinn til að taka ákvarðanir sem lítt
eru til vinsælda fallnar. Fyrirrennari
minn gerði það þegar hún hafnaði
því að þjóðaratkvæðagreiðsla færi
fram um EES sem varð til þess, eins
og hún sagði, að margir gamlir vin-
ir hennar hættu að heilsa henni. Allir
þekkja átök og ummæli um ýmislegt
sem ég hef gert.
Í þessu tilviki taldi ég nauðsyn-
legt að deila með þjóðinni hugsun-
um mínum, áhyggjum og greiningu.
Þessi atburðarás hefur verið svo yfir-
þyrmandi og felur í sér slík þáttaskil
að mér finnst nauðsynlegt að Ís-
lendingar átti sig á því að þótt við
búum hér í Norður-Atlantshafi og
séum fámenn þjóð snerta þessir at-
burðir okkur á einn eða annan hátt
og því er nauðsynlegt að umræða
fari fram. Um leið og við varðveit-
um hið frjálslynda, umburðarlynda
og lýðræðislega samfélag þá megum
við ekki loka augum fyrir því að til er
ungt fólk, aðallega karlmenn, sem
telur að réttlætanlegt sé að drepa
venjulega borgara í nafni trúar.
Nokkrum dögum eftir að ég lét
ummæli mín falla í útvarpsviðtali
sagði forsætisráðherra Svíþjóðar,
foringi sænska jafnaðarmanna-
flokksins, eiginlega nákvæmlega
það sama. Ég hef ekki orðið var við
að hann sé úthrópaður hér á Íslandi
fyrir þau ummæli. Eru þó sumir, sem
gagnrýnt hafa ummæli mín, skráð-
ir samflokksmenn hans hér á landi.
Hann benti Svíum á að nauðsynlegt
væri að segja skilið við þá einföldu
trúgirni að sænskir ríkisborgarar
gætu ekki verið í fylkingu þessara
vígamanna.
Mér finnst skýrasta sönnun þess
að nauðsynlegt var að hefja þessa
umræðu og að rétt væri að forsetinn
færi fram á völlinn með þessum
hætti vera sú staðreynd að rúmri
viku eftir atburðina í París var höfuð-
borg Evrópuhugsjónarinnar lokað.
Mér vitandi eru engin stjórnmálaöfl
í Belgíu sem gagnrýna þá ákvörðun
stjórnvalda. Sá verknaður ætti
kannski að verða ýmsum þeim, sem
hafa ekki viljað horfast í augu við rót
vandans, tilefni til að átta sig á því að
hvort sem okkur líkar betur eða verr
þá hafa með þessum atburðum orðið
þau þáttaskil að evrópsk ríki þurfa
með nýjum hætti að glíma við þenn-
an vanda. Ummæli forsætisráðherra
Svíþjóðar eru líka sönnun þess. En
það er einnig merkilegt að allir flokk-
ar í Noregi, þar með talinn norski
Verkamannaflokkurinn, hafa á síð-
ustu dögum sameinast um að herða
reglur um innflytjendur á þann hátt
sem ég held að margir hér á Íslandi
hefðu talið óhugsandi og hefðu
kannski fordæmt ef haft hefði verið
orð á því hér á landi.
Það er tilefni til þess að menn velti
því fyrir sér af hreinskilni og heiðar-
leika af hverju allir stjórnmála-
flokkar í Noregi telja nauðsynlegt
að sameinast um þessar breytingar.
Af hverju talar jafnaðarmannafor-
inginn í Svíþjóð með þessum hætti?
Hvers vegna sameinast öll stjórn-
málaöfl í Belgíu um að loka höfuð-
borg Evrópuhugsjónarinnar? Svörin
við þessum spurningum geta verið
óþægileg. En það er nauðsynlegt að
við spyrjum okkur þessara spurn-
inga.“
Þurfum nýja umræðu
Hvernig eigum við Íslendingar að
bregðast við?
„Fyrstu viðbrögðin, eins og ég
reyndi að árétta með ummælum
mínum, er að ræða þessa hluti með
opnum og heiðarlegum hætti án
þess að fara strax að ásaka hvert
annað um annarleg sjónarmið eða
stimpla viðhorfin. Vandinn er svo
hrikalegur, margbrotinn og snúinn
að það þarf að veita sérhverjum rétt
til að taka þátt í umræðunni án þess
að hann sé fordæmdur af öðrum.
Mér finnst skrýtið að margir þeirra,
sem gagnrýna mig fyrir að hvetja
ekki einvörðungu til umburðar-
lyndis og skilnings, beita í þeirri um-
ræðu orðfæri og fella dóma sem síst
eru til þess fallin að hvetja fólk til að
fara fram á völlinn á jákvæðan hátt.
Fyrsta skrefið er að átta sig á því að
við þurfum nýja umræðu, nýtt sam-
tal og annars konar samstöðu. Sam-
stöðu sem er hafin yfir flokkadrætti
og fyrri viðhorf í þessum efnum.“
Finnst þér skipta einhverju
máli í umræðunni að Vesturlönd
hafa víða um heim, ekki síst í
Miðausturlöndum, sýnt yfirgang sem
elur á andúð á þeim?
„Það eru framin hryðjuverk í Mið-
austurlöndum nánast á hverjum
degi og víðar í heiminum, til dæmis
í Afríku. Orsökin er að einhverju leyti
vanhugsaðar aðgerðir sumra vest-
rænna ríkja í Miðausturlöndum á
fyrri tíð. Ferill Vesturlanda í þessum
heimshluta á síðustu hundrað árum
er markaður hrikalegum mistökum,
ógnarverkum og aðgerðum sem hafa
haft alvarlegar afleiðingar í för með
sér og eru sumar undirrót þess vanda
sem við erum að glíma við í dag. En
við verðum engu að síður að horfast
í augu við það að í samfélögum, sem
eru okkur náin, eru einstaklingar
sem eiga sér hugmyndalegar, trúar-
legar og persónulegar rætur í þess-
um heimshluta og eru nú í heilögu
stríði við evrópskt samfélag, samfélag
lýðræðis, mannréttinda, umburðar-
lyndis og frelsis sem er merkilegasta
framlag Evrópu til heimsbyggðarinn-
ar. Í því stríði misbeita þessir einstak-
lingar íslamstrú og þeim kjarna
hennar sem hálfur annar milljarður
jarðarbúa aðhyllist.
Íslam er mjög öflugt. Þessi trúar-
brögð eiga sér merka sögu og eru í
eðli sínu friðsöm en hafa líka fóstr-
að öfgahópa eins og kristnin gerði
fyrr á öldum. Þessir hópar fara nú
um heiminn og gera tilkall til þess
að þeirra útgáfa af íslam sé viður-
kennd sem hin eina rétta. Þeir telja
réttlætan legt að drepa fólk ef það
vill ekki lúta trúarlegum aga öfga-
kenndrar útgáfu af íslam, útgáfu sem
langflestir þeirra sem trúna aðhyllast
fordæma. Þetta er útgáfa sem leyfir
ekki mannréttindi, leyfir ekki frjálsa
umræðu, vill ekki trúfrelsi og hafn-
ar öllum þeim ávinningi í réttindum
kvenna sem náðst hefur á Vestur-
löndum, hafnar nánast öllu því sem
við höfum talið kjarnann í siðmenn-
ingu okkar, lýðræði og réttarfari.
Eðli hins öfgakennda íslams er að
viðurkenna ekki réttarríki jafnréttis-
ins sem er okkar aðalsmerki. Þetta
er vandi sem þjóðþing í ýmsum
Evrópulöndum hafa staðið frammi
fyrir, sömuleiðis yfirvöld í skólum.
Við gætum þurft að standa frammi
fyrir því sama ef hér festa rætur söfn-
uðir sem aðhyllast þá útgáfu af íslam
sem boðar að konan sé óæðri karl-
manninum. Eigum við að samþykkja
það að trúarhópar sem viðurkenna
ekki jafnrétti kvenna fái að starfa á
þeim grundvelli í okkar norrænu
samfélögum? Á það að vera réttur
feðranna og bræðranna að ákveða
þeirra framtíð og fara gegn lög-
um landsins og almennum mann-
réttindum? Þessum spurningum
verðum við að svara.
Ég tel líka ástæðu til að árétta
að þau öfl sem hafa fóstrað og fjár-
magnað öfgakennda útgáfu af íslam,
stutt staði og skóla þar sem ungt fólk,
einkum karlmenn, eru aldir upp í
öfgakenningum, hafa greinilega
ákveðið að Ísland eigi að vera hluti af
þeirra athafnasvæði.
Eins og ég hef greint frá átti ég
fund með sendiherra Sádi-Arabíu og
í lok hans sagði hann frá því að Sádi-
Arabía ætlaði að setja rúmar 100
milljónir í byggingu mosku á Íslandi
og sagðist hafa skoðað lóðina. Hon-
um fannst þetta fullkomlega eðlilegt.
Um leið og við varðveitum trúfrelsi
í okkar landi finnst mér óeðlilegt
að erlent ríki blandi sér með þess-
um hætti í störf safnaða á Íslandi og
skipti sér þannig af því hvernig búið
er að þeim.“
Eiga Íslendingar að segja sig frá
Schengen?
„Ég hef ekki svar við þeirri
spurningu. Ég tel hins vegar að
það sé nauðsynlegt að við ræðum
Schengen-samstarfið án þess að
vera með fyrirframgefna niður-
stöðu. Schengen-samstarfið hefur
að ýmsu leyti haft kosti í för með sér
fyrir okkur og aðra í Evrópu, kosti
sem felast meðal annars í greiðri för
innan Schengen-svæðisins og greið-
um aðgangi að upplýsingakerfum
um brotamenn. En því hafa líka fylgt
vandamál. Við sjáum til dæmis að
hluti af eiturlyfjavandamálinu á Ís-
landi hefur magnast vegna þess að
fólk hefur getað komið inn í landið
í krafti Schengen-samkomulagsins
með öðrum hætti en áður var.
Með auknum fjölda fólks, sem
fer um Keflavíkurflugvöll á hverju
ári, er ljóst að það verður æ flóknara
fyrir okkur að standa þessa vakt.
Þess vegna eiga menn ekki að fara
á límingunum þó að hvatt sé til þess
að fram fari eðlilegt og opið mat á
því hvort það þjóni hagsmunum
okkar að vera aðilar að Schengen-
samkomulaginu áfram. Ég hef ekki
myndað mér afstöðu í þeim efnum.
Ég geri mér fyllilega grein fyrir kost-
unum.
Þeir sem starfa hér við
landamæragæslu eru á vaktinni. Það
væri fróðlegt fyrir okkur að hlusta
á þeirra ábendingar, fræðast um
reynslu þeirra og tillögur. Við eigum
að vera tilbúin að hlusta á lögregluna
og þá sem sinna löggæslu.“
Framlag Íslands
getur skipt sköpum
Snúum okkur að loftslagsráðstefn-
unni í París sem hefst á næstu dögum.
Þú ert mikill áhugamaður um áhrif
loftslagsbreytinga. Ertu bjartsýnn á
árangur á þeirri ráðstefnu?
„Ég hef lengi verið þátttakandi
í umræðunni um loftslags-
Þjóðin ræður
„Mér
finnst
miður að þeir
sem vilja halda
til haga árangri
Íslendinga séu
sakaðir um
þjóðrembu
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
„Mér finnst skrýtið
að margir þeirra,
sem gagnrýna mig fyrir
að hvetja ekki einvörð-
ungu til umburðarlyndis
og skilnings, beita í þeirri
umræðu orðfæri og fella
dóma sem síst eru til
þess fallin að hvetja fólk
til að fara fram á völlinn á
jákvæðan hátt.
Umdeild orð „Í þessu tilviki taldi ég nauðsynlegt að deila með þjóðinni hugsunum mínum,
áhyggjum og greiningu.“ Myndir SigtryggUr Ari