Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Síða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Síða 58
Helgarblað 27.–30. nóvember 201542 Fólk Viðtal breytingarnar. Það eru um 30 ár síð­ an við Al Gore ræddum þessi mál fyrst. Mín viðhorf til ráðstefnunn­ ar í París mótast nokkuð af þessari löngu þátttöku. Ég er bjartsýnni á ár­ angur í París en saga glímunnar við loftslagsbreytingar á síðustu 20–30 árum kann að gefa tilefni til. Um leið er mikilvægt að allir átti sig á því að framhaldið skiptir ekki síður máli. Í aðdraganda Parísarfundarins hafa orðið mikilvæg þáttaskil, bæði hvað snertir viðurkenningu á vísinda­ legum niðurstöðum og vilja ríkja til þess að takast á við þennan vanda. Ég vona að Parísarráðstefnan skili þeim árangri að víðtækt samkomu­ lag náist en það mun hins vegar ekki nægja. Við þurfum á næstu áratugum að ná enn meiri árangri ef við ætlum að koma í veg fyrir verulega hækkun sjávarborðs og aðrar óafturkræfar af­ leiðingar loftslagsbreytinga.“ Hvað geta Íslendingar lagt að mörkum í þessari baráttu? „Mér hefur fundist merkilegt og ánægjulegt að finna hvernig framlag Íslands getur skipt sköpum. Það er á þremur sviðum sem umheimurinn horfir í vaxandi mæli til þess sem við höfum fram að færa í þessari baráttu. Í fyrsta lagi erum við eitt besta dæm­ ið um það hvernig land getur horfið frá því að nota nánast eingöngu olíu og kol sem orkugjafa, eins og gert var þegar ég var ungur, yfir í að ná því á æviskeiði einnar kynslóðar að öll framleiðsla á rafmagni og hitun húsa sé byggð á endurnýjanlegri orku. Þegar menn kynna sér hve fátækt og vanþróað Ís­ land var um miðbik síðustu aldar þá er þessi vegferð enn merkilegri. Það sést einnig í efnahagslífi landsins hvern­ ig þessi breyting í átt að hreinni orku hefur skapað okkur fjölþætt atvinnu­ tækifæri. Þau birtast sem nýsköpun á mörgum sviðum, í hátækni, í ferða­ þjónustu og á fleiri sviðum. Það hefur reynst efnahagslega skynsamlegt að hverfa frá olíu og kolum yfir í hreina orku. Þetta er meginframlag Íslands til þessarar umræðu. Margir hafa verið þeirrar skoðun­ ar vítt og breitt um veröldina að nýt­ ing hreinnar orku sé hugsjón en ekki byggð á viðskiptasjónarmið­ um. En saga Íslands er skýrt dæmi um að það er efnahagslega skynsam­ legt að hverfa frá olíu og kolum yfir í nýtingu hreinnar orku. Í París verð­ ur, í tengslum við loftslagsráðstefn­ una, stofnað heimssamstarf ríkja um nýtingu jarðhita þar sem fordæmi Ís­ lands gegnir ríku hlutverki. Í öðru lagi er framlag vísindasam­ félagsins á Íslandi afar mikilvægt, og þá einkum á tveimur sviðum. Annars vegar eru það merkilegar jöklarann­ sóknir og rannsóknir á ís sem eru brýnt framlag til alþjóðlegs eftirlits með jöklum og ísi þöktum svæð­ um. Hins vegar eru hafrannsókn­ irnar sem við höfum stundað lengi og varpa skýru ljósi á það hvern­ ig breytingar á hitastigi, lífríki hafs­ ins og fiskistofnar eru hluti af þeim áhrifum sem loftslagsbreytingarnar hafa í för með sér. Framlag íslenska vísindasamfé­ lagsins í hinn alþjóðlega þekkingar­ banka á þessu sviði er miklu meira en menn gera sér almennt grein fyrir hér heima. Því til viðbótar skiptir tæknikunnátta og verkfræðireynsla í nýtingu á hreinni orku miklu máli og gerir að verkum að nú eru íslenskar verkfræðistofur og orkufyrir tæki í verkefnum vítt og breitt um ver­ öldina. Þriðji þátturinn snýst um það hvernig okkur hefur tekist á allra síð­ ustu árum að gera Ísland að árlegum umræðuvettvangi um Norður slóðir. Þjóðir heims senda öflugar sveitir til Reykjavíkur og Ísland hefur orðið áfangastaður þar sem tengslin milli Norðurslóða og loftslagsbreyting­ anna eru í brennidepli á hverju ári. Þessir þrír þættir gera að verkum að framlag Íslands til umræðu um og lausnar á þessu stóra alþjóðlega vandamáli er meira og víðtækara en fámenni okkar gefur til kynna.“ Sýn bjartsýni og dirfsku Hvernig sérð þú framtíð Íslands fyrir þér? „Vandinn við umræðuna er að það má helst ekki tala jákvætt um árangur Íslendinga án þess að vera umsvifalaust sakaður um gamaldags þjóðrembu. En ef við horfum annars vegar á upphaf lýðveldisins og hvernig Ísland var um miðja síðustu öld og svo hins vegar hvernig staða þorra ríkja í veröldinni er á þessari öld þá er eiginlega ekki annað hægt en að komast að þeirri niðurstöðu að árangur Íslendinga fram að þessu sé ótrúlegur. Auk þess búum við að tækifærum á þessari nýju öld sem eru í augum margra annarra þjóða eins og gósenland. Þegar lýðveldið var stofnað vor­ um við sannarlega eitt fátækasta land í Evrópu. Við þurftum gjald­ eyri til nánast allrar uppbyggingar í landinu. Það var á engan hátt sjálf­ gefið að lýðveldið myndi efnahags­ lega lifa þetta af. Landhelgin var þrjár sjómílur, við höfðum ekkert forræði yfir fiskimiðunum og útflutning­ ur okkar var mjög einhæfur. Þrátt fyrir erfiðleika síðustu ára og fjár­ málakreppuna sýna allir alþjóðlegir mælikvarðar að Ísland er nú meðal fremstu ríkja hvað snertir almenna velferð, jafnrétti, stöðu kvenna og aðgang að menntun. Atvinnulífið er fjölbreytt og nýjar atvinnugreinar hasla sér völl. Ef þessum árangri væri lýst fyrir þeim, sem voru í forystu lýðveldisins á fyrstu tuttugu til þrjá­ tíu árunum, þá held ég að þeir hefðu talið ævintýri líkast að við skyldum ná þessum árangri. Þegar maður nýtur þeirra for­ réttinda sem fulltrúi Íslands að fara vítt og breitt um veröldina og taka síðan á Bessastöðum á móti fjölda erlendra fulltrúa þá kynnist maður líka sýn gestanna á það hve þessi ár­ angur er merkilegur og einstakur. Árangurinn á að vera forsenda þess að við höldum til móts við fram­ tíðina í krafti þess að við getum ýmis­ legt. Við skulum ekki gleyma árangri Íslands á sviði menningar og lista. Mín kynslóð ólst upp við það að við ættum einn og einn listamann, sem gæti hlotið frægð í öðrum löndum, einn og einn íþróttamann sem gæti unnið sigur á erlendum mótum. Nú vaxa upp í landinu kynslóðir sem finnst sjálfsagt að margir íslenskir rithöfundar séu lesnir vítt og breitt í heiminum. Við eigum tónlistar­ fólk sem heldur hundruð tónleika um veröld víða á hverju ári. Ný kyn­ slóð kvikmyndagerðarfólks mark­ ar íslenskri kvikmyndagerð viður­ kenndan sess á heimsvísu. Á sviði málaralistar og nútímalistar á öðr­ um sviðum eigum við líka frábæra einstaklinga. Vísindasamfélagið hef­ ur tekið stakkaskiptum hvað varðar fjölbreytni og árangur. Nú elst ungt fólk upp við það að hægt er að hafa Ísland sem bækistöð og ná víðtæk­ um árangri á heimsvísu. Þetta gerir að verkum að sýn okkar á framtíðina á að vera byggð á bjart­ sýni og dirfsku til að gera nýja hluti. Árangur er ekki undantekning eins og var þegar ég var að alast upp held­ ur meginregla. Til viðbótar við þessa eigin leika á sviði menntunar, menn­ ingar, viðskipta og annarra athafna í okkar samfélagi þá hafa náttúran, umhverfið, hafið og landið skilað okk­ ur gríðarlegum auðlindum sem við erum í vaxandi mæli að læra hvernig á að nota á sjálfbæran og öruggan hátt. Þáttaskilin í heimsmyndinni hafa síðan gert að verkum að Ísland býr nú að legu sem gerir það að ákjósan­ legum áfangastað og samræðustað fyrir flestar forystuþjóðir veraldar um framtíð þess stóra hluta jarðar sem við köllum Norðurslóðir. Þegar ég ólst upp vorum við „Eigum við að sam- þykkja það að trú- arhópar sem viðurkenna ekki jafnrétti kvenna fái að starfa á þeim grund- velli í okkar norrænu sam- félögum? Á það að vera réttur feðranna og bræðr- anna að ákveða þeirra framtíð og fara gegn lög- um landsins og almenn- um mannréttindum? „Ég upplifi tvöfalda ánægju varðandi bókaútgáfuna um jólin vegna þess sem ég vel handa sjálfum mér og svo vegna þessara leið- angra sem ég fer í með barnabörnin. Sími 568-5556 www.skeifan.is Eysteinn Sigurðsson Löggiltur fasteignasali / Sími: 896-6000 eysteinn@skeifan.is / skeifan.is Magnús Hilmarsson Sölumaður / Sími: 896-6003 magnus@skeifan.is / skeifan.is Sigurður Hjaltested Löggiltur fasteignasali / Sími: 821-5400 sigurdur@skeifan.is / skeifan.is Föst söluÞÓKNuN Sími 568- 5556 www .skeifan.is 1% með vsk.Vegna mikillar sölu vantar allar stærðir eigna á skrá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.