Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Síða 60
Helgarblað 27.–30. nóvember 201544 Fólk Viðtal
nánast á jaðri hins byggilega heims.
Nú erum við á miðju umræðu-
torginu. Ég get borið vitni um það
sem forseti að við getum sagt með
sanni að við njótum núna trausts
samstarfs við nágranna okkar í vestri,
hvort sem það eru Bandaríkin eða
Kanada. Við njótum náins samstarfs
við öll helstu forysturíki Evrópu. Og
við njótum góðra tengsla í vaxandi
mæli við forysturíki í Asíu.
Við eigum marga kosti í okkar al-
þjóðlegu samskiptum. Þegar þeir bæt-
ast við auðlegð landsins og hæfileika
fólksins sjálfs og tækifærin til að nýta
þá hæfileika þá væri það meiri háttar
klaufaskapur ef okkur tækist ekki sem
þjóð á næstu áratugum að byggja á
þessum trausta grunni.
Mér finnst miður að þeir sem vilja
halda til haga árangri Íslendinga séu
sakaðir um þjóðrembu. Um leið og
þeir halda fram kostum Íslands og
árangri Íslendinga eru þeir sagðir
fara með ýkjusögur. Það er eins og
ætlast sé til að þeir haldi bara á lofti
brotalömum eða öðru sem dregur
kjarkinn úr ungu fólki.
Eitt af því sem er nauðsynlegt til
að ná árangri er að hafa kjark til að
gera nýja hluti. Ungt fólk þarf að fá
skilaboð um að það er hægt að ná
miklum árangri með því að byggja
áfram á Íslandi sem heimavelli um
leið og tekist er á við erfiðleika og
vandamál á raunsæjan hátt og sam-
einast um umbætur. Það er hins
vegar svartur blettur á samfélagi okk-
ar að of margir búa við sára fátækt og
erfiðleika. Mér er það enn ráðgáta af
hverju ekki tekst í þessu litla landi
að ná samstöðu ríkis, sveitarfélaga
og annarra um að tryggja að enginn
þurfi að glíma við daglegan skort eða
fátækt í okkar landi.“
Sérstakur bókasiður
Nú líður að jólum. Skipta jólin þig
máli?
„Já, þau hafa að sjálfsögðu alltaf
gert það, kannski er það arfleifð
frá uppeldi mínu vestur á fjörðum.
Jólin voru stórviðburður í vestfirsku
sjávar plássi og eini tíminn á árinu
sem epli bárust í þorpið. Mikil helgi
fylgdi síðan jólaguðþjónustunni í
þorpskirkjunni. Þessi andi hefur
alltaf fylgt mér og gert að verkum að
jólin eru fyrir mér eins og mörgum
öðrum ekki bara trúarhátíð heldur
líka hátíð fjölskyldu og samfélags.
Við í fjölskyldunni höfum alltaf
lagt mikið upp úr jólunum, bæði
meðan Búbba var á lífi og síðan eftir
að Dorrit varð hluti af fjölskyldunni
þótt hún sé annarrar trúar. Við
Dorrit höfum verið heima hjá Döllu
og Tinnu til skiptis á aðfangadags-
kvöld og um jólin reynum við öll að
koma saman á Bessastöðum ásamt
stjúpdætrum mínum, Þóru og Erlu.
Það er sérstakur blær yfir Bessa-
stöðum jóladagana. Messan á að-
fangadag í Bessastaðakirkju hefur
alltaf sinn sess og ýmsir hafa fyrir sið
að koma í þá messu þótt þeir búi ekki
á Álftanesi.
Þetta er líka mjög skemmtilegur
tími þegar kemur að bókum. Ég hef
lengi horft á jólin og vikurnar í des-
ember sem tímann þegar maður
kaupir nýjar bækur og les þær og
fylgist með þeirri ótrúlegu nýsköp-
un sem er í íslenskum bókmennt-
um.
Fyrir nokkrum árum bjó ég til
sérstakan sið varðandi afmælisdaga
barnabarnanna sem sum eiga af-
mæli í mánuðunum nærri jólum. Ég
fer með þau, hvert fyrir sig, í smá leið-
angur þar sem þau geta valið sér af-
mælisgjafir en það er alltaf skilyrði að
líka verði farið í bókabúð þar sem þau
fá að velja sér bækur. Það er gaman að
fá að skoða bækurnar, sem hafa kom-
ið út, með augum barnanna. Ég upp-
lifi tvöfalda ánægju varðandi bókaút-
gáfuna um jólin vegna þess sem ég
vel handa sjálfum mér og svo vegna
þessara leiðangra sem ég fer í með
barnabörnin. Mér sýnist reyndar vera
óvenju margar forvitnilegar bækur á
markaði um þessi jól.
En jólin eru líka vinnutími hjá
mér. Nýársávarpið hvílir í huga
manns sem verkefni þessa daga og
samningu þess er ekki lokið fyrr en
dagana milli jóla og nýárs.“
Augu greinandans
Talandi um nýársávarpið. Ertu
búinn að taka ákvörðun hvort þú
hættir sem forseti eða heldur áfram?
„Niðurstaða af þessu tagi fæst
ekki á einhverri einni stundu. Eitt af
því sem skapar mér vanda í þessum
efnum er að ég er sífellt að hitta fólk
sem hvetur mig til að halda áfram.
Það er óneitanlega umhugsunarefni
hvers vegna hugarástand hjá þjóð-
inni sé með þeim hætti að það sé
ekki yfirgnæfandi skoðun þorra
þjóðarinnar, ef ekki allrar, að það sé
í fínu lagi að ég hætti.
Ég horfi á samfélagið og forseta-
embættið að nokkru leyti með aug-
um greinandans og reyni að taka
sjálfan mig út úr myndinni. Þá er það
visst áhyggjuefni að það skuli enn
vera svo ríkt í hugum manna að það
þurfi að vera á Bessastöðum einstak-
lingur sem ekki haggast í róti um-
ræðunnar, bloggsins og hitans sem
fylgir átökum dagsins. Þar með er ég
ekki að segja að ég sé eini maðurinn
sem geti gegnt því hlutverki.
Ég hef sagt við marga að ekki sé
hægt að gera þá kröfu á mig að ég sé
alltaf þessi kjölfesta. Ég er búinn að
vera lengi í þessu embætti og það
felur í sér margvíslegar takmarkanir
á einkalífi, sem ég ætla ekkert að
tíunda, en eru hluti af þeirri upplifun
og skyldum sem felast í embættinu.
Eins og ég fjallaði um í síðasta
áramótaávarpi, þá taldi ég rétt að
láta af embættinu fyrir fjórum árum;
það var einlæg skoðun og niðurstaða
okkar Dorritar. Síðan hófst atburða-
rás sem allir þekkja. Sumir hafa túlk-
að það þannig að þarna hafi verið á
ferð klækjastjórnmál af minni hálfu
en það er algjör misskilningur.
Í þessu embætti læra menn að
bera virðingu fyrir embættinu og að
bera virðingu fyrir þjóðinni. Menn
átta sig fljótlega á því þegar þeir eru
kosnir til þessa trúnaðar að það er
vilji þjóðarinnar sem ræður. Það er sú
skylda sem sérhver, sem gegnir þessu
embætti, verður að meta mest. Lær-
dómurinn er sá að þjóðin ræður.“ n
Kemi ehf.
kemi@kemi.is
Tunguhálsi 10
110 Reykjavík
Sími: 415 4000
www.kemi.is
ER HESTHÚSIÐ KLÁRT FYRIR VETURINN?
Krafthreinsir pH 14 er afar öflug basísk sápa
sem vinnur gríðarlega vel á erfiðum óhreinin-
dum sem og fitu og próteinum sem safnast í
stíum og göngum hesthúsa.
“Krafthreinsir er öflugasta
sápan sem ég hef prófað í
hesthúsið, leysir upp fitu
og erfið óhreinindi. Minna
skrúbb.”
Nova X-Dry er undirburður sem skapar
dýrunum þurrt umhverfi, eyðir ammoníaks-
lykt. Spillir vaxtarskilyrðum baktería og
dregur úr fjölgun flugna og skordýra. Hefur
mikla ísogsgetu (allt að 200% af nettóþyngd).
“Nova X-Dry er tilvalið að
nota c.a. 1-2 x í viku með
spæni eða kögglum.”
Virkon S er mjög öflugt veirueyðandi
sótthreinsiefni með víðtækri virkni. Áhrifaríkt
gegn veirum, bakteríum og sveppagróum.
Kjörið í gripahús, yfirborð, gólf, ílát, borð og
tækjabúnað o.fl.
“Virkon S er gott og
öflugt veirueyðandi
sótthreinsiefni með
víðtæka virkni.”
Björgvin Þórisson
Dýralæknir
Sindri Sigurðsson
Reiðkennari
„Það er óneitanlega
umhugsunarefni
hvers vegna hugarástand
hjá þjóðinni sé með þeim
hætti að það sé ekki yfir
gnæfandi skoðun þorra
þjóðarinnar, ef ekki allrar,
að það sé í fínu lagi að ég
hætti.