Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Síða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Síða 62
Helgarblað 27.–30. nóvember 201546 Fólk Viðtal H era stígur tignarleg inn úr nóvemberkuldanum, sveifl- ar til kastaníubrúnu hárinu og lítur í kringum sig þang- að til hún kemur auga á blaðamann sem veifar til hennar og reynir að ná athygli. Hún brosir hlýlega og segist ætla að panta sér endurnærandi orkudrykk áður en viðtalið hefst. Hera kemur til baka að vörmu spori með grænleitan drykk sem inniheldur án vafa öll nauðsyn- leg næringarefni dagsins. Hún er að stíga upp úr flensu, svo það veitir ekki af að styrkja ónæmiskerfið með öllum tiltækum ráðum. Það var því ágætt að við mæltum okkur mót á heilsuveitingastað í bænum. Hún er nýkomin heim frá Chile þar sem fjölskyldan dvaldi í rúmt ár, en eftir að Hera sigraði í Vina del Mar- söngvakeppninni þar í landi árið 2013 var eiginlega ekki um annað að ræða en að fara út og fylgja sigrinum eftir. Þreifa fyrir sér á nýjum slóðum. Gleðin varð að sorg „Við komum heim í júlí og við fjöl- skyldan tókum okkur eiginlega bara frí í tvo mánuði fyrir norð- an þar sem við eigum jörð. Við vorum þar að dúlla okkur í rign- ingunni og kuldanum,“ segir Hera og brosir, en hryssingslegt veður- farið skipti þau litlu máli, enda búin að vera stöðugt í sól langan tíma. Sjálfri fannst henni bara notalegt að komast í kuldann, þó að hún sé eiginlega búin að fá sig fullsadda af honum núna. Í upphafi þessa árs stóð ekki til að Hera kæmi heim frá Chile alveg strax. En örlögin gripu í taumana sem varð til þess að fjölskyldan tók ákvörðun um heimför. „Það breytt- ist allt stórkostlega þegar við upp- götvuðum það í marsmánuði að við ættum von á barni. Þannig að við snerum skipinu við og ákváðum að koma heim. Taka þetta nýja verk- efni hérna á Íslandi. En daginn áður en ég átti að fylgja Maríu Ólafs út í Eurovision í maí, þá fór ég í þriggja mánaða sónar. Þar kom í ljós að það fannst enginn hjartsláttur – við misstum,“ segir Hera alvarleg í bragði. „En þá vorum við búin að snúa við skipinu og ég hafði ekki orku, hvorki andlega né líkamlega, til að snúa aftur við. Við vorum búin að segja upp húsnæðinu úti og fjöl- skyldan öll á leið heim með þessar gleðifréttir. Þannig að við ákváðum að halda okkar striki, en við þurft- um tíma til að vinda ofan af okkur eftir heimkomuna.“ Keypti litla samfellu Þegar heim var komið þurfti Hera líka tíma fyrir sjálfa sig, til að takast á við sorgina sem fylgir fósturmissi. En hún var að missa fóstur í þriðja skipti á fjórum árum. Hún missti fyrr á meðgöngunni í fyrri tvö skipt- in og var farin að trúa að nú myndi þetta ganga. „Ég þurfti að vinna mig út úr þessu. Ég hafði ekki haft tíma til þess. Ég fór bara í aðgerðina og svo beint í Eurovision. Ég tók þetta á hnefanum. Fósturmissir er svo mik- ið manns eigin sorg. Það er ofsa- lega erfitt að fá fólk inn í sorgina Gefur upp drauminn um annað barn Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona sigr- aði í söngvakeppni í Chile fyrir tveimur árum og flutti þangað í kjölfarið með alla fjölskylduna. Í vor tóku þau ákvörðun um að snúa aftur heim eftir að hafa fengið gleðifréttir. Það var von á nýjum fjölskyldumeðlim. Gleðin breyttist hins vegar í sorg þegar Hera missti fóstur. Síðan þá hefur hún unnið í sorginni en treystir sér ekki til að reyna aftur. Þó að hún hafi ekki fengið mikið að gera í Chile þá lítur hún ekki svo á að henni hafi mistekist og ætlar aftur út síðar. Hera kynnt- ist manninum sínum á einkamal.is eftir að að hafa fengið nóg af leiðinlegum „viðreynslum“ á djamm- inu. Hún hafði meira að segja reynt að máta sig sem lesbíu eftir töluvert karlmannsvesen. Blaðamaður settist niður með Heru og ræddi um Chile, fóstur- missi, leitina að lífsförunautnum, kynferðis ofbeldi og gamlan draum sem er um það bil að rætast. „Ég keypti litla samfellu og brjóstagjafarbol. Þegar maður leyfir sér þetta þá er allt orðið svo raunverulegt Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.