Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Page 64
Helgarblað 27.–30. nóvember 201548 Fólk Viðtal
Mátaði sig sem lesbía
Hera tók þátt í Eurovision fyrir Ís-
lands hönd árið 2010, með lagið Je
ne sais quoi en ári áður hafði hún
tekið þátt í forkeppninni í Dan-
mörku með laginu Someday og lent
í öðru sæti. En það var einmitt þátt-
takan í Eurovision sem kom henni á
kortið. „Minn aðal aðdáenda hópur
er erlendis. Hann er meira og minna
í Evrópu og núna í Suður-Ameríku.
Mér finnst alveg magnað hvað það
eru margir sem fylgjast með mér og
það er eingöngu út af Eurovison.
Það var tækifæraglugginn minn.“
Eftir keppnina 2010 byrjuðu Hera
og umboðsmaðurinn hennar, Val-
geir Magnússon, að vinna í öllum
tækifærunum sem buðust og þau
verkefni sem hún er að vinna að
í dag eru hugsuð fyrir þennan er-
lenda markað sem opnaðist í kjöl-
far Eurovision.
„Einhverra hluta vegna þá hefur
gay-heimurinn tekið mér opnum
örmum. Mér finnst það alveg frá-
bært því barátta þeirra er sú barátta
sem ég hef valið að taka þátt í. Það
er eitthvert samband á milli mín og
gay-heimsins sem er ofsalega fal-
legt. Ég segi oft að ég sé eitt stærsta
gay „wannabe“ í heiminum. Ég
reyndi líka að vera gay,“ segir Hera
og skellir upp úr. „Ég reyndi að
sannfæra sjálfa mig um að ég gæti
orðið frábær lesbía. Þegar ég skildi
við manninn minn á sínum tíma
þá fannst mér þetta svo frábær
lausn á öllum karlavandamálum.
Svo á ég yndislega lesbíska vin-
konu í Danmörku sem sagði mér
að hafa samband þegar ég loks-
ins myndi átta mig á því að ég væri
lesbía og ég sagðist svo sannarlega
ætla að gera það. Ég fór mjög mikið
að spá í þetta og ráðfærði mig við
fólk sem ég treysti. Ég reyndi mjög
mikið að selja þessa hugmynd en
fólk var ekki alveg að kaupa hana.
Það var ekki fyrr en ein góð vin-
kona mín fór aðeins með mér yfir
kynlífið og spurði hvort ég væri
til í hitt og þetta, að ég áttaði mig
á því að ég var virkilega gagnkyn-
hneigð – og varð að sætta mig við
það. Ég var nefnilega heldur ekki til
í platónskt lesbískt samband.“
Kynntist manninum á einkamal.is
Það var kannski eins gott að Hera
fór ekki að reyna fyrir sér í lesbísk-
um samböndum því ekki leið á
löngu þar til hún kynntist núver-
andi manni sínum. En þau fundu
hvort annað með hjálp internets-
ins. „Systir mín náði að telja mér
trú um að það væri sniðugt að fara
á einkamal.is. Það var eftir ein-
hverja helgina sem ég hafði verið
að djamma með vinkonum mín-
um og hafði fengið átta tilboð frá
misdrukknum karlmönnum sem
buðu mér að koma heim og syngja
fyrir þá. Þá hugsaði ég með mér að
ég þyrfti að fara aðra leið. Helst þar
sem ég þekktist ekki.“
Hera og maðurinn hennar
spjölluðu lengi saman áður en þau
loksins hittust, en hún var þó búin
svipta af sér hulunni löngu fyrir
þann tíma. „Ég missti það út úr
mér í annarri viku og var svo feg-
in að hann hörfaði ekki. Að hann
þyrði í alvöru í mig. Þetta var alveg
dásamlegt því við vorum bæði að
vanda okkur svo mikið við að finna
lífsförunaut og vin. Gildi okkar eru
svipuð, en hann er skemmtilega
jarðbundinn á meðan ég er eins og
flugdreki sem hann heldur í. Svo
styður hann mig í allri klikkuninni
sem mér dettur í hug og það er al-
veg ómetanlegt,“ segir Hera einlæg
og það fer ekki á milli mála að
hún er hamingjusöm með sínum
manni. Þau eru dugleg að rækta
sambandið og viðhalda neistan-
um, sem er að hennar mati mjög
nauðsynlegt.
Flakkaði á milli kennara
Hera hefur sungið síðan hún man
eftir sér og það má með sanni
segja að sönghæfileikana hafi hún
fengið með móðurmjólkinni, enda
mamma hennar söngkona líka.
Það var því mjög snemma ljóst í
hvað stefndi þó að Hera streitt-
ist svolítið á móti og reyndi fyrir
sér á öðrum sviðum. En hún lærði
líka söng. Flakkaði reyndar á milli
kennara þangað til hún fann hinn
eina rétta. „Mér gekk illa að finna
kennara sem talaði mitt tungumál.
Framan af lærði ég eiginlega bara
samskipti, lög og texta, en ég lærði
ekki á röddina mína fyrr en ég fór
til Danmerkur 32 ára. Þar hitti ég
kennara sem hentaði mér og ég
kynntist loksins röddinni minni og
tengdist sjálfri mér betur. Í kjölfar-
ið þurfti ég að fara að gera upp alls
konar skítamál úr minni fortíð. Ég
varð bara að gera því því ég hafði
náð svo góðri tengingu við röddina.
Hjartastöðvarnar og röddin eru svo
tengd.“
Varð fyrir kynferðisofbeldi
Eitt af þeim málum sem Hera varð
að gera upp tengdist kynferðislegri
misnotkun sem hún varð fyrir þegar
hún var 12 ára. „Ég hélt þessu út af
fyrir mig í mörg ár og burðaðist ein
með þetta þangað til ég átti strákinn
minn. Þá var eins og rúllugardínu
hefði verið kippt upp og þetta hellt-
ist allt yfir mig. Ég byrjaði að vinna
í þessu í kjölfarið og kláraði það
endanlega þegar ég var í söngnám-
inu í Danmörku. Þá fór ég í gegn-
um sátta- og fyrirgefningarferli sem
reyndist mér mjög vel.“
Sá sem braut á Heru var hálf-
gerður ógæfumaður sem ekki hefur
átt sældarlíf. Hún þekkti hann ekki
persónulega þegar brotið átti sér
stað, en vissi af tilvist hans. Í upp-
gjörinu við sjálfa sig tók hún hins
vegar ákvörðun um að kæra hann
ekki. Hún segist lengi hafa efast
um að kynferðisofbeldið hafi átt
sér stað, en síðar þegar hún fór að
lesa sér til um viðbrögð við slíku
ofbeldi þá hafi komið í ljós að hún
var skólabókardæmi um brota-
þola. Að efast er algeng viðbrögð.
„Þetta er svipað og með fósturmis-
sinn, það er alltaf ákveðin sjálfs-
ásökun til staðar. Þetta var mér að
kenna og mér fannst ég hafa boðið
upp á þetta. Og eftir fósturmissinn
þá fór ég til dæmis að hugsa að ég
hefði ekki átt að fara á flug, ég hefði
ekki átt að beygja mig á ákveðinn
hátt eða ganga of hratt. En svona
hugsanir geta bugað mann. Mað-
ur verður að þakka fyrir það sem
maður lærir af allri lífsreynslu.
Þetta er það sem hefur gert mig að
þeirri manneskju sem ég er í dag
og svona misbrestir gera mann ef-
laust dýpri. Ég held að sem lista-
maður nái ég betri tengingu við
fólk fyrir vikið. “
Gamall draumur rætist
Framundan hjá Heru eru jólatón-
leikar í Grafarvogskirkju á morgun,
laugardag, þar hún syngur inn að-
ventuna ásamt góðum gestum.
Þar mun rætast hjá henni gamall
draumur þegar hún stígur á svið
með Kristni Sigmundssyni óperu-
söngvara. Þau hafa ekki sungið
saman áður og Hera viðurkennir
að vera eins og spennt smástelpa á
jólum yfir tónleikum þeirra saman.
„Hann er búinn að vera átrúnaðar-
goð mitt og fyrirmynd síðan ég fór á
fyrirlestur hjá honum í Gerðubergi
þegar ég var 18 ára Söngskólamær.
Um leið og hann byrjaði að tala og
syngja þá snerti hann hjartað í mér.
Hann er með alveg stórkostlega
rödd og ég set hann og Pavarotti al-
veg á sama stall. Svo er hann líka
stórkostleg manneskja, sem á sinn
þátt í því að hann hefur átt svo frá-
bæran feril. Við erum bara að kynn-
ast núna en ég er strax komin með
milljón hugmyndir að því hvernig
ég get nýtt hans krafta og samtvinn-
að þá mínum. Ég veit sosum ekkert
hvort hann verður jafn hrifinn af
þeim hugmyndum, en ég viðra þær
allavega við hann,“ segir Hera hlæj-
andi.
En hún er líka með annað verk-
efni í smíðum, sem tengist ekki
Kristni Sigmundssyni. Hún er ekki
tilbúin að gefa of mikið upp um
verk efnið að svo stöddu, en þó nóg
til að gera lesendur spennta. „Ég er
að skrifa verk sem fjallar um mig og
líf mitt. Þetta verður blanda af tón-
list og uppistandi. Ég er búin að
ganga með þetta í maganum í tíu
ár og nú er ég komin á þann stað
að ég tel mig vera tilbúna,“ segir
Hera og brosir. „Ég er 43 ára og
mjög hamingjusöm. Lífið er bara
svo skemmtilegt,“ bætir hún við að
lokum. n
„Í mínum huga sner-
ist þetta aldrei um
að fara út og „meika það“
„Maður
verður
að þakka fyrir
það sem mað-
ur lærir af allri
lífsreynslu
Ekki mistök Hera segist upplifa
það í kringum sig að fólki finnist henni
hafa mistekist í Chile því hún hafi ekki
„meikað það“. Mynd SiGtryGGur Ari