Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Qupperneq 68

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Qupperneq 68
Helgarblað 27.–30. nóvember 201552 Sport annan. Að koma mér aftur á ról; aftur í hjólastólinn, aftur á hækjurnar, úr gifsinu og svo aftur á fætur. Andlega hliðin skipti líka miklu máli. Ég var svo ung, bara 23 ára og mér var kippt út úr öllu sem ég þekkti. En ég átti mjög góða að,“ segir hún. Endurhæfingin eftir bílslys­ ið reyndist afar lærdómsrík. Sólveig segist hafa séð sjálfa sig í nýju ljósi, bæði styrkleika sína og veikleika. „Þetta gerir mann sterkari og breiðari,“ segir hún. Aðgerðirnar voru fjölmargar á stuttum tíma, en um ári síðar var Sól­ veig aftur komin á fullt í fimleikunum þó að hún ætti enn talsvert eftir varð­ andi endurhæfingu og aðgerðir til að koma fætinum í betra form. Ljóst var frá upphafi að hlutirnir hefðu að lík­ indum breytt öllu. Sólveig ætlaði samt ekki að leyfa slysinu að stöðva sig. „Ég var mjög einbeitt. Það býr mikið keppnisskap innra með mér, en þetta var vissulega áfall. Ég sé það núna, þegar ég horfi til baka, að ég var auðvitað afar ung að ganga í gegn­ um mjög erfiða hluti. Þetta var mik­ il reynsla og batt í raun enda á feril minn sem fimleikakona,“ segir hún. Valdi sjálf að hætta Hún lagði bolinn þó ekki á hilluna fyrr en fjórum árum seinna, en á sín­ um forsendum, þrátt fyrir allt. „Ég er mjög stolt af því. Þegar ég kom til baka, fyrst eftir slysið, þá þurfti ég að finna leið til þess að koma mér aftur af stað. En ég var trú sjálfri mér og ég ætlaði að gera þetta á mínum forsendum að hætta. Ég lét slysið ekki stöðva mig og hafa áhrif á ákvarðan­ ir mínar. Ég meðtók þau tíðindi að ég myndi eiga í vandræðum með að hlaupa aftur, að ég mætti jafnvel ekki æfa fimleika aftur, og ákvað að þetta væru ákvarðanir sem ég þyrfti að taka sjálf. Þetta batt í rauninni enda á fim­ leikaferilinn, að vissu leyti, en ég reyndi að hafa áhrif á atburðarásina og tók á endanum þessa ákvörðun sjálf, um að hætta.“ Það var svo árið 2007 þegar hún var að keppa á Evrópumeistaramóti að hún áttaði sig á því að eitthvað var öðruvísi en venjulega og hún var ekki alveg eins og hún átti að sér að vera. „Ég keppti á Evrópumóti ólétt. Ég bara vissi það ekki,“ segir hún. „Ég var mjög skrítin á þessu móti, skildi ekkert í því hvers vegna ég var svona kraftlaus og sá einkennilega,“ seg­ ir hún og við hlæjum dátt. „Þetta var allt mjög skrítið.“ Þessi tíðindi urðu til þess að hún ákvað að draga sig í hlé, að minnsta kosti frá keppni. Reyndin var sú að hún átti eftir að finna sér aðra farvegi innan íþróttarinnar. Aðspurð hvernig hún hafi það í fætinum í dag, rúmum tíu árum eft­ ir slysið, segir hún: „Ég er svona ágæt. Þetta er allt spurning um viðhorf.“ Stærsta greinin Hún segist samt sem áður hafa viljað getað æft svolítið lengur, en hún var 27 ára þegar hún hætti. Margt spilaði inn í, bæði slysið og barneignir en einnig aldurinn. „Það var svolítið þannig að ég var orðin „gömul“,“ segir hún, en bendir á að talsverðar breytingar hafi orðið á greininni frá þessum tíma. Nú er algengara að fimleikakonur fái tækifæri til eldast í greininni og staðal­ myndin af ungri, lágvaxinni og léttri fimleikastúlku eigi ekki lengur við rök að styðjast. Þær koma í öllum stærð­ um og gerðum og því mikilvægt að sterkar og ólíkar fyrirmyndir á öllum aldri séu innan greinarinnar. „Þetta snýst allt um að styrkja líkama sinn og vera snjall,“ segir Sólveig. „Fimleikar eru stærsta íþróttagrein­ in á Íslandi sem konur iðka. Við urð­ um stærri en fótboltinn fyrir nokkrum árum. 25 prósent stúlkna átján ára og yngri stunda fimleika. Við verðum að hafa fyrirmyndirnar fyrir þennan hóp,“ segir hún og bendir á nærtækt dæmi, en einn keppenda á Evrópumeistara­ móti fyrir nokkrum árum var til að mynda 44 ára taugaskurðlæknir sem keppti með danska kvennalandsliðinu sem var burðarás í liðinu. „Ég hef mikla ástríðu fyrir íþrótt­ unum og sérstaklega íþróttakonum. Ég velti því þess vegna fyrir mér hvaða skilaboð við erum að senda ís­ lenskum íþróttakonum. Kona hefur fjórum sinnum orðið íþróttamaður ársins frá því að við byrjuðum að velja hann. Það var í fyrsta sinn árið 2014 sem kynjahlutföllin voru jöfn þegar kom að tilnefningunum,“ segir hún. „Konur eru ekki verri íþróttamenn en karlar. Þær eru það ekki. En þegar við skoðum þessar tölur, þá mætti halda það. Þetta er umhverfið sem við ölum stelpurnar okkar upp í. Karl­ menn eru líklegri til að fá verðlaun sem þessi, þeir eru líklegri til að koma fram í fjölmiðlum og líklegri til þess að verða atvinnumenn. Þetta er ekki um­ hverfi sem er líklegt til að styðja við íþróttakonur og styrkja þær. Við vilj­ um að krakkarnir okkar séu í íþrótt­ um og endist í þeim. Við vitum að það er gott fyrir okkur, bæði andlega og líkamlega. Það er svo heilbrigt. En við virðumst hafa búið til þannig um­ hverfi að það er líklegra að strákarnir geri það en stelpur,“ segir hún. Mikil gróska Það er þrátt fyrir þetta óhætt að segja að íslenskir fimleikar séu í miklum blóma. Alls eru 38 fimleikafélög á Ís­ landi og hjá flestum eru langir biðlist­ ar fyrir börn sem vilja æfa. „Það eru biðlistar í öllum fimleikafélögum og við erum stöðugt að byggja ný fim­ leikahús,“ segir hún og fórnar hönd­ um. „Húsin fyllast svo strax. Við náum ekki að taka alla þessa krakka inn og þjónusta þá,“ segir hún. Það er mikilvægt að börn átti sig á mikilvægi hreyfingar sem fyrst, en það er einnig mikilvægt að ná til for­ eldra þeirra og að þeir geri sér grein fyrir mikilvægi hreyfingar á öllum æviskeiðum og hlutverki sínu við að halda heilbrigðum lífsstíl að börnun­ um sínum. „Ég á mér þann draum að fólk horfi á fimleika sem íþrótt sem það getur stundað alla tíð,“ segir Sólveig og vís­ ar til þess að fullorðinsfimleikar eru orðnir að mjög vinsælli íþrótt. Íþrótta­ félög bjóða upp á æfingar fyrir eldra fólk sem vill æfa fimleika, en aldurs­ hópurinn 30–50 ára hefur ekki skilað sér í eins miklum mæli og hún hefði viljað. „Við viljum brúa þetta bil,“ segir hún og segir að á því geti verið margs konar útfærsla. Ekki þurfi allir að æfa fimleika eins og afreksfólk. „Það væri til dæmis frábært að geta tengt heim­ ilin, að foreldrar og börn gætu farið saman á æfingar,“ segir hún. „Með því að stunda fimleika getur þú verið í formi alla ævi,“ segir hún. „Þetta eiga ekki bara að vera þessir fáu sem geta keppt, heldur allir. Við þurfum að efla eina fimleikagrein hérna heima, sem er sýningafimleik­ ar, sem er ekki keppnisíþrótt eins og hinar tvær greinarnar,“ segir hún. Betri manneskjur „Ég held að það skipti miklu máli að við hlúum vel að þessu og tryggjum að þau sem fara í gegnum þetta kerfi okkar komi út sem betri manneskjur. Að þau hafi fengið tækifærin og tólin sem þau þurfa til að vera heilsteyptari einstaklingar. Það var þannig í mínu tilfelli,“ segir hún. En þegar keppnisferlinum lýkur er einnig mikilvægt að hafa áframhaldandi hlutverk. „Við þurfum að halda fólki inni í greininni, líka þegar veru þess á gólfinu er lokið. Þetta er svo mikill mannauður og saman getum við gert svo ótrúlega margt.“ Hún þekkir þetta líka af eigin reynslu, hvernig það er að vera hluti af starfinu alla tíð. Sólveig starfar nú sem framkvæmdastjóri Fimleika­ sambands Íslands og tók við starf­ inu í sumar. „Mér finnst ég hafa verið svo lánsöm. Ég byrjaði í tækninefnd­ um og fékk tækifæri þar, ég var á tíma dómari í bæði áhaldafimleikum og hópfimleikum og er núna alþjóðleg­ ur dómari í hópfimleikum. Ég var líka mjög ung þegar ég var komin í stjórn Fimleikasambandsins,“ segir hún. Hún tók að sér verkefni fyrir sam­ bandið, meðal annars landsliðsver­ kefni og tók svo árið 2013 við öllum landsliðsmálunum hjá sambandinu en sama ár var hún einnig kosin í tækninefnd á vegum Evrópska fim­ leikasambandsins. „Ég upplifi þetta sem gjöf, að fá að vinna við áhuga­ málið mitt, það eru mikil forréttindi,“ segir hún. Stórt verkefni Á undanförnum árum hefur Fim­ leikasambandið haldið fjögur stór­ mót hér á landi. Evrópumeistara­ mót í október í fyrra, Smáþjóðaleika, Norðurlandameistaramót unglinga og nú síðast Norðurlandameistara­ mót í nóvember. Sambandið hefur sóst eftir að halda stórmót og keppti til að mynda við Tékkland um að fá að halda Evrópumeistaramótið 2014. „Það var viðamikið verkefni en líka svo skemmtilegt. Mig dreymdi um þetta þegar ég var sjálf á gólfinu, að fá að upplifa að halda svona mót hér heima. Það myndast svo mikil stemning í kringum allt og ég held að tilfinningin sé alveg ótrúleg,“ segir hún. „Svo rættist þessi draumur og ég sat með gæsahúð og tárin í augunum á meðan að íslensku stelpurnar voru að keppa,“ segir hún. „Andrúmsloftið þarna inni var al­ veg stórkostlegt. Ég var svo glöð að þær fengju að upplifa þessa tilfinn­ ingu. Hugsa sér, það voru þúsund ungar stúlkur að fylgjast með og stað­ setja sig í þessu, setja sér markmið um að þær fengju einn daginn að vera með á svona stundu. Algjör draumur.“ Ísland eftirsóknarvert Ísland þykir eftirsóknarverður stað­ ur til að halda viðburði. Næsta stóra verk efnið er Evrópufundur tækni­ nefnda sem haldinn verður hér snemma á næsta ári. „Við finnum það í alþjóðasamstarfinu að það er mikill áhugi á Íslandi,“ segir hún. Það er mik­ il breyting frá því sem áður var þegar mun stærri þjóðir fengu verk efni sem þessi. Ísland er að verða stærra og sýnilegra í fimleikaheiminum. Þetta hefur einnig þau áhrif að fimleikar verða sýnilegri hér á landi, árangur ís­ lensks fimleikafólks á undanförnum árum hefur vakið mikla athygli og fyr­ ir vikið eykst iðkendafjöldinn. „Þetta helst allt í hendur,“ segir Sólveig. Fimleikasambandið er smátt í sniðum, það er að segja, aðeins þrír starfa fyrir það. Í hreyfingunni eru þó þrettán þúsund manns. En þessi þrjú eru líka samstillt. „Þó að Fimleika­ sambandið sé með litla skrifstofu, þá gegnir það veigamiklu hlutverki í upp­ eldi ungs íþróttafólks. Fimleikar eru frábær grunnur fyrir allar íþróttir og á meðan við höldum áfram að styrkja stoðir okkar leggjum við mikið til íþróttasamfélagsins á Íslandi. Þegar einhver bolti dettur, þá grípur ein­ hver annan hann. Við höfum líka frá­ bært fagfólk í nefndunum okkar og mjög flotta sjálfboðaliða, sem hafa unnið ötullega að framgangi fim­ leika í landinu,“ segir hún. Hún seg­ ir sambandið finna vel fyrir því að fá minna fjármagn en til að mynda boltasérsambönd. „Við þyrftum að vera sýnilegri, við erum með það frá­ bært íþróttafólk að við eigum það al­ veg skilið,“ segir hún. Aðeins eru tæpar tvær vikur síðan Stjarnan varð Norður­ landameistari í hópfimleikum. Að auki eru miklar vonir bundnar við að íslensk fimleika kona, Irena Sazonova, komist á Ólympíuleikana í Ríó. Það væri í fyrsta sinn sem íslensk fimleika­ kona kemst á leikana, en Rúnar Alex­ andersson hefur þrisvar sinnum keppt fyrir Íslands hönd. Það kemur í ljós hvort Irena kemst á leikana í apríl og segist Sólveg leggja mikla áherslu á að styðja hana með ráðum og dáð. „Hún á það skilið.“ n Stórkostlegt andrúmsloft Það var stór stund þegar Evrópumeistarmótið í fimleikum var haldið á Íslandi. Sólveig hafði beðið eftir því um langa hríð. Ólétt á Evrópumóti Sólveig lagði bolinn á hilluna 2007, en síðasta mótið hennar var Evrópumeist- aramót þar sem hún keppti ólétt – óafvitandi. „Ég var mjög einbeitt. Það býr mikið keppnis­ skap innra með mér, en þetta var vissulega áfall
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.