Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Síða 92

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Síða 92
Helgarblað 27.–30. nóvember 201576 Fólk Göldrótt súpa og gómsætur humar Eyrarbraut 3, Stokkseyri · Sími: 483 1550 info@fjorubordid.is · www.fjorubordid.is Skrítnustu auglýsinga- samningar stjarnanna n Hollywood-stjörnurnar drýgja tekjurnar með auglýsingasamningum E in af ástæðunum fyrir gífur- legu ríkidæmi stjarnanna í Hollywood eru gróðavænleg- ir auglýsingasamningar þar sem uppáhaldsstjörnurnar okkar dásama allt frá sturtusápu til tölvuleikja. Stundum getur maður þó ekki annað en klórað sér í hausn- um yfir því af hverju fyrirtækin völdu hina og þessa stjörnu til að auglýsa vöru sína og af hverju stjörnurnar vildu selja andlit sitt hinum ýmsu misgáfulegu vörutegundum. Getur til að mynda einhver svarað því af hverju Olsen-systur féllust á að setja nafn sitt á tannkremstúbu? n  Viðskipta- vinirnir veiktust Eins og margt tónlistarfólk hefur Jessica Simpson verið á samningi hjá hinu og þessu fyrirtækinu. Eitt skiptið fór söngkonan í samstarf með snyrtivörufyrir- tækinu Sephora sem framleiddi sykraðan rjómakenndan varasalva. Samvinnan stóð ekki lengi og lauk með málsókn og látum þegar viðskiptavinir sögðust hafa veikst við notkunina.  Á öllu Þegar þú hugsar um Olsen-systur langar þig þá strax að tannbursta þig? Varla, en árið 2003 fékk umboðsmaður systranna þá hugmynd að koma andlitum systranna á nánast allar vörur sem fólk þarfnast í daglegu lífi. Andlit og nöfn Mary-Kate og Ashley var að finna á húsgögnum, tölvuleikjum, fatnaði og tannkremi. Það verður þó að viðurkennast að systurnar státa af fallegu brosi.  Rihanna og bjórinn Einhvern veginn verður allt sem söngkonan Rihanna snertir að gulli sem hefur orðið til þess að hún getur valið úr tilboðum alls kyns risafyrirtækja. Það kom því mörgum á óvart að bjórrisinn Budweiser yrði fyrir valinu árið 2013. Söngkonan birtist í auglýsingum bjórfyrirtækisins sem svo fjármagnaði tónleikaferðalag hennar. Skál fyrir því!  Stórmarkaðs-Britney Ein ástæða fyrir vinsældum Britney Spears er sú að þótt auðæfi hennar séu metin á yfir 165 milljónir Bandaríkjadala þá leyfir hún sér enn að lifa eins og við hin. Af og til allavega. Britney vílar ekki fyrir sér að versla í stórmörkuðum á borð við Target og Wal-Mart en þar eru aðrar Hollwood-stórstjörnur sjaldgæf sjón. Þess vegna kom það ekki svo mikið á óvart þegar söngkonan gerði samning við tískumerkið Candie's fyrir verslunina Kohl árið 2010 þótt flestum hefði fundist hún full gömul fyrir vörurnar sem hún auglýsti.  Bieber og nagla- lakkið Mörgum fannst samstarf poppprinsins Justins Bieber við naglalakks- framleiðandann OPI undarlegt. Samvinnan gekk hins vegar fullkomlega upp og naglalökkin seldust í bílförmum.  Fiat af öllum bílum Fáir hefðu getað giskað á að söngkonan Jennifer Lopez myndi velja bílafram- leiðandann Fiat til samstarfs. Alls kyns samsæriskenningar spruttu upp eftir auglýsinguna sem á að gerast í New York en var tekin víðsvegar í Ameríku auk þess sem söngkonan var gagnrýnd fyrir að nota tvífara í flestar tökurnar. Bíllinn á líka að hafa bilað fimm sinnum við tökur en aðalatriðið er líklega það að Jennifer Lopez myndi aldrei keyra um á Fiat. Nema náttúrlega ef hún fengi borgað fyrir það.  Auglýsti morgunkorn Af hverju valdi Usher að auglýsa fyrir Honey Nut Cheerios? Getur einhver svarað því?  Auglýsa allt Svo virðist sem Kardashian-systur séu til í að auglýsa allt fyrir rétt verð hvort sem það eru strigaskór, líkamsræktarmyndbönd, ilmvötn, megrunarpillur og jafnvel fyrirframgreidd kreditkort. Kortið var að vísu tekið úr notkun fljótlega eftir að það var sett á markað eftir harða gagnrýni á himinháa vexti og markaðsherferð sem einblíndi á ungt fólk. Systurnar hafa ekki minnst á kortið síðan.  Heimilisgyðjan Ozzy Það er líklega óhætt að halda því fram að engum hafi dottið rokkhundurinn Ozzy Osbourne í hug í tengslum við köku- bakstur. Ekki fyrr en tónlistarmað- urinn gerði samning við I Can't Belive It's Not Butter. Ozzy birtist í auglýsingum viðbitsins um árabil eftir að hafa unnið hug og hjörtu landsmanna sem hinn skrautlegi fjölskyldufaðir í raun- veruleikaþættinum The Osbournes.  Nekt selur Skyndibitakeðjan Carl's Jr veðjaði á París Hilton til að auglýsa hamborgara í afar umdeildri auglýsingu sem skartaði hótelerfingjanum á nærfötunum að þrífa bíl á meðan hún hámaði í sig hamborgara.  Jógurtsjúk leikkona Þótt Jamie Lee Curtis sé heimsfræg og rík leikkona fær hún stundum meltingartrufl- anir. Allavega hefur hún auglýst jógúrt við magaverk frá árinu 2007.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.