Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Síða 8
8 Fréttir Helgarblað 22.–26. maí 2015 FYRIR MEÐFERÐ EFTIR 2-7 DAGA EFTIR MEÐFERÐ ekki gera upp a mil li, al lir eiga skilid Baby Foot! , FÆST Í V E RS LUNUM UM LAND A L LT Félag Nepala fær fimm milljóna styrk Stjórn Pokasjóðs hefur ákveðið að styrkja neyðarsöfnun Félags Nepala á Íslandi um fimm milljón­ ir króna. Eins og flestum er kunnugt reið risaskjálfti yfir Nepal þann 25. apríl og annar slíkur 12. maí. Ljóst er að hátt í 9.000 manns eru látnir og tæplega 20 þúsund eru slasaðir. Enn ríkir neyðarástand í landinu og ekki búist við að breyting verði á í bráð. Nepalskt samfélag er einkar berskjaldað og þörfin fyrir hjálp­ argögn og neyðaraðstoð er að­ kallandi. Stjórn Pokasjóðs úthlutar ár­ lega styrktarfé til almannaheilla innanlands en í ljósi hörmung­ anna í Nepal á síðustu vikum var ákveðið að veita fé til söfnunar Félags Nepala á Íslandi sem hóf neyðarsöfnun strax í kjölfar fyrsta skjálftans. Að sögn Bjarna Finns­ sonar, formanns stjórnar Poka­ sjóðs, var einhugur innan sjóðs­ ins með að styrkja málefnið. „Við í stjórninni vorum sammála um að styrkja söfnun Félags Nepala og vonum að þetta fé komi í góð­ ar þarfir. Það hefur verið erfitt að horfa upp á ástandið í Nepal og við vildum leggja okkar af mörkum.“ Rajendra Bahadur Gurung, varaformaður Félags Nepala á Ís­ landi, segist einstaklega þakklátur fyrir framlag Pokasjóðs. „Félags­ menn hafa unnið ötullega að söfn­ uninni, bæði fyrir bágstadda í Nepal en einnig til að sinna okk­ ar eigin sálgæslu. Það skiptir máli að láta hendur standa fram úr ermum. Þessi stuðningur sem við fáum nú frá Pokasjóði er ómetan­ legur og við í félaginu erum einstaklega þakklát.“ Félag Nepala á Íslandi starfar með Rauða krossinum á Íslandi og veitir söfnunarfé sínu í gegnum mannúðar­ og hjálparstarf Alþjóða Rauða krossins í Nepal. Reikn­ ingur söfnunarinnar er: 0133­15­ 380330. Kennitala: 511012­082 n freyr@dv.is Ráðinn til Virðingar Ármann Þorvaldsson verður yfir viðskiptaþróun Á rmann Þorvaldsson, sem var meðal annars fram­ kvæmdastjóri Kaupþings Singer & Friedlander í Bret­ landi frá 2005 til ársins 2008, hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Virðingar. Þá hefur Margit Robertet verið ráðin framkvæmdastjóri framtakssjóða Virðingar. Frá þessu er greint í fréttatilkynn­ ingu frá Virðingu. Ármann er á með­ al hluthafa Virðingar en félagið MBA Capital, sem á 4,67% hlut í félaginu, er í eigu Ármanns og meðfjárfesta. Ármann mun í upphafi einkum einbeita sér að uppbyggingu og öfl­ un verkefna á sviði fyrirtækjaráð­ gjafar en þar hefur mikill árangur náðst síðustu misseri og verkefna­ staða félagsins er afar góð, sam­ kvæmt tilkynningunni. n Ármann Þorvaldsson Nýr framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Virðingar. „Óvandaðir dómar og ósamræmi“ Jón Steinar Gunnlaugsson segir stöðu Hæstaréttar grafalvarlega U m sjötíu manns mættu til þess að hlýða á Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttar­ lögmann í vikunni þar sem hann ræddi þann vanda sem að hann telur að Hæstiréttur glími við. Fundarmenn hlustuðu af athygli en Jón Steinar fór oft mik­ inn í gagnrýni sinni á þessa grund­ vallarstofnun lýðveldisins en þó með húmorinn að vopni. „Þetta er bara ábyrgðarlaust hjal eins og bú­ ast mátti við,“ sagði Jón Steinar sem vakti kátínu fundargesta. Gríðarlegt álag sem hvílir á dómurum Alvarlegasta málið að mati Jóns Steinars er hið gríðarlega álag sem hvílir á dómurum Hæstaréttar. Í því sambandi nefndi hann dæmi um dómara sem var skrifaður fyrir um 350 á dómsmálum á ári. Segir hann það vera gríðarlegan fjölda, sérstak­ lega þar sem oft og tíðum sé um afar umfangsmikil og flókin mál að ræða. „Þetta álag hefur haft veruleg áhrif á starfshætti dómsins og að mínu mati gæði úrlausna dómstólsins,“ sagði Jón Steinar og bætti við: „Þeir eru þvingaðir í að móta starf sitt eftir þessu álagi. Þeir ráða ekkert við starf­ ið, einfaldlega vegna þess að það er ekkert hægt.“ Jón Steinar lagði þunga áherslu á orð sín og sagði að dóm­ arar í Hæstarétti gætu ekki viður­ kennt að þeir réðu ekki við þennan málafjölda og að starf dómsins ein­ kenndist af því að mikil pressa væri á að ljúka málum – koma þeim frá. Gagnrýndi „fjölskyldu­ stemninguna“ harðlega Jón Steinar fór einnig mikinn varð­ andi meinta fjölskyldustemningu í Hæstarétti. „Það var komin á ákveðin verkaskipting í dómnum, sú verkaskipting að sá dómari sem samkvæmt lögum tók að sér að vera frummælandi í máli – hann tók allan þungann af þessu eina máli og hin­ ir voru meira að skrifa undir það sem hann sagði. Kannski með því að fá í gegn pínulitla breytingu á text­ anum. Ég hvísla því nú að ykkur, og þið megið engum segja það, að breytingarnar voru oft á tíðum til þess að gera textann óskýrari,“ sagði Jón Steinar og sló á létta en um leið alvarlega strengi. Afstaða sitjandi dómara til nýrra liðsmanna ámælisverð Jón var harðorður í garð sitjandi dómara: „Ég get ekki fullyrt þetta en ég tel mig þó hafa áttað mig á því að afstaða sitjandi dómara, til þess hverja þeir vilja fá til liðs við sig, hafi líka mótast af því hversu líklegir kandídatarnir eru til þess að setja inn í þessa fjölskyldustemn­ ingu.“ Hann ýjaði að því að and­ staða sitjandi dómara við að fá hann inn í dómstólinn hafi mögu­ lega verið vegna þess að þeir teldu hann ólíklegan til þess að sætta sig við að samþykkja allt þegjandi og hljóðlaust. Jón Steinar lagði það til á fundinum að nýir hæstarétt­ ardómarar yrðu valdir á þann veg að hæfnisnefnd veldi úr þá um­ sækjendur sem uppfylltu kröfur um hæfni. Ráðherra velji svo þann kandídat sem honum hugnist best en Alþingi samþykki skipunina svo endanlega. Nýir dómarar í beina sjónvarpsútsendingu Hann vildi hins vegar ganga lengra og fá dómarann til þess að svara fyrir þingnefnd spurningum um hvaða grundvallarreglur gildi um starf hæstaréttardómara, helst í beinni útsendingu í sjónvarpi. Tilgangur­ inn var sá að sú framkvæmd myndi stuðla að því að ólíklegra væri að dómari viki frá lögfræðilegri sann­ færingu sinni, eitthvað sem ber­ sýnilega mátti heyra að Jón Steinar flokkaði sem höfuðsynd dómarans. Á fundinum vék hann iðulega að því að dómarar væru að gera mála­ miðlanir á lögfræðilegri sannfær­ ingu sinni og að sératkvæðin, sem hann notaði óspart, væru vannýtt verkfæri. Hann hvatti að lokum lög­ fræðinga landsins til að vera dug­ lega við að gagnrýna Hæstarétt og ákveðna dóma en að hans mati væru menn allt of smeykir við það, mögu­ lega af ótta við að falla í ónáð. n „Ég hvísla því nú að ykkur, og þið megið engum segja það, að breytingarnar voru oft á tíðum til þess að gera textann óskýrari. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður Jón Steinar hefur miklar áhyggj- ur af stöðu Hæstaréttar og taldi að allir gætu verið sammála um það, óháð flokkspólitík, að brýnt væri að koma dómstólunum í lag. Tillögur Jóns Steinars að úrbótum: n Millidómsstig. Hæstarétt skipi fimm manns þar sem allir dæmi í öllum málum. n Hvert mál fari aðeins á tvö dómstig. n Ritun atkvæða. Persónuleg ábyrgð dómara á forsendum sínum. n Nauðsynleg breyting á reglum um skipan nýrra dómara. n Einstök smærri atriði, til dæmis bann við setu dómara í réttarfarsnefnd. n Brýnasta verkefni í þjóðmálum á Ís- landi er að koma dómstólunum í lag og þá einkum Hæstarétti. Ekki flokkspóli- tískt verkefni. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.