Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Blaðsíða 8
8 Fréttir Helgarblað 22.–26. maí 2015 FYRIR MEÐFERÐ EFTIR 2-7 DAGA EFTIR MEÐFERÐ ekki gera upp a mil li, al lir eiga skilid Baby Foot! , FÆST Í V E RS LUNUM UM LAND A L LT Félag Nepala fær fimm milljóna styrk Stjórn Pokasjóðs hefur ákveðið að styrkja neyðarsöfnun Félags Nepala á Íslandi um fimm milljón­ ir króna. Eins og flestum er kunnugt reið risaskjálfti yfir Nepal þann 25. apríl og annar slíkur 12. maí. Ljóst er að hátt í 9.000 manns eru látnir og tæplega 20 þúsund eru slasaðir. Enn ríkir neyðarástand í landinu og ekki búist við að breyting verði á í bráð. Nepalskt samfélag er einkar berskjaldað og þörfin fyrir hjálp­ argögn og neyðaraðstoð er að­ kallandi. Stjórn Pokasjóðs úthlutar ár­ lega styrktarfé til almannaheilla innanlands en í ljósi hörmung­ anna í Nepal á síðustu vikum var ákveðið að veita fé til söfnunar Félags Nepala á Íslandi sem hóf neyðarsöfnun strax í kjölfar fyrsta skjálftans. Að sögn Bjarna Finns­ sonar, formanns stjórnar Poka­ sjóðs, var einhugur innan sjóðs­ ins með að styrkja málefnið. „Við í stjórninni vorum sammála um að styrkja söfnun Félags Nepala og vonum að þetta fé komi í góð­ ar þarfir. Það hefur verið erfitt að horfa upp á ástandið í Nepal og við vildum leggja okkar af mörkum.“ Rajendra Bahadur Gurung, varaformaður Félags Nepala á Ís­ landi, segist einstaklega þakklátur fyrir framlag Pokasjóðs. „Félags­ menn hafa unnið ötullega að söfn­ uninni, bæði fyrir bágstadda í Nepal en einnig til að sinna okk­ ar eigin sálgæslu. Það skiptir máli að láta hendur standa fram úr ermum. Þessi stuðningur sem við fáum nú frá Pokasjóði er ómetan­ legur og við í félaginu erum einstaklega þakklát.“ Félag Nepala á Íslandi starfar með Rauða krossinum á Íslandi og veitir söfnunarfé sínu í gegnum mannúðar­ og hjálparstarf Alþjóða Rauða krossins í Nepal. Reikn­ ingur söfnunarinnar er: 0133­15­ 380330. Kennitala: 511012­082 n freyr@dv.is Ráðinn til Virðingar Ármann Þorvaldsson verður yfir viðskiptaþróun Á rmann Þorvaldsson, sem var meðal annars fram­ kvæmdastjóri Kaupþings Singer & Friedlander í Bret­ landi frá 2005 til ársins 2008, hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Virðingar. Þá hefur Margit Robertet verið ráðin framkvæmdastjóri framtakssjóða Virðingar. Frá þessu er greint í fréttatilkynn­ ingu frá Virðingu. Ármann er á með­ al hluthafa Virðingar en félagið MBA Capital, sem á 4,67% hlut í félaginu, er í eigu Ármanns og meðfjárfesta. Ármann mun í upphafi einkum einbeita sér að uppbyggingu og öfl­ un verkefna á sviði fyrirtækjaráð­ gjafar en þar hefur mikill árangur náðst síðustu misseri og verkefna­ staða félagsins er afar góð, sam­ kvæmt tilkynningunni. n Ármann Þorvaldsson Nýr framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Virðingar. „Óvandaðir dómar og ósamræmi“ Jón Steinar Gunnlaugsson segir stöðu Hæstaréttar grafalvarlega U m sjötíu manns mættu til þess að hlýða á Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttar­ lögmann í vikunni þar sem hann ræddi þann vanda sem að hann telur að Hæstiréttur glími við. Fundarmenn hlustuðu af athygli en Jón Steinar fór oft mik­ inn í gagnrýni sinni á þessa grund­ vallarstofnun lýðveldisins en þó með húmorinn að vopni. „Þetta er bara ábyrgðarlaust hjal eins og bú­ ast mátti við,“ sagði Jón Steinar sem vakti kátínu fundargesta. Gríðarlegt álag sem hvílir á dómurum Alvarlegasta málið að mati Jóns Steinars er hið gríðarlega álag sem hvílir á dómurum Hæstaréttar. Í því sambandi nefndi hann dæmi um dómara sem var skrifaður fyrir um 350 á dómsmálum á ári. Segir hann það vera gríðarlegan fjölda, sérstak­ lega þar sem oft og tíðum sé um afar umfangsmikil og flókin mál að ræða. „Þetta álag hefur haft veruleg áhrif á starfshætti dómsins og að mínu mati gæði úrlausna dómstólsins,“ sagði Jón Steinar og bætti við: „Þeir eru þvingaðir í að móta starf sitt eftir þessu álagi. Þeir ráða ekkert við starf­ ið, einfaldlega vegna þess að það er ekkert hægt.“ Jón Steinar lagði þunga áherslu á orð sín og sagði að dóm­ arar í Hæstarétti gætu ekki viður­ kennt að þeir réðu ekki við þennan málafjölda og að starf dómsins ein­ kenndist af því að mikil pressa væri á að ljúka málum – koma þeim frá. Gagnrýndi „fjölskyldu­ stemninguna“ harðlega Jón Steinar fór einnig mikinn varð­ andi meinta fjölskyldustemningu í Hæstarétti. „Það var komin á ákveðin verkaskipting í dómnum, sú verkaskipting að sá dómari sem samkvæmt lögum tók að sér að vera frummælandi í máli – hann tók allan þungann af þessu eina máli og hin­ ir voru meira að skrifa undir það sem hann sagði. Kannski með því að fá í gegn pínulitla breytingu á text­ anum. Ég hvísla því nú að ykkur, og þið megið engum segja það, að breytingarnar voru oft á tíðum til þess að gera textann óskýrari,“ sagði Jón Steinar og sló á létta en um leið alvarlega strengi. Afstaða sitjandi dómara til nýrra liðsmanna ámælisverð Jón var harðorður í garð sitjandi dómara: „Ég get ekki fullyrt þetta en ég tel mig þó hafa áttað mig á því að afstaða sitjandi dómara, til þess hverja þeir vilja fá til liðs við sig, hafi líka mótast af því hversu líklegir kandídatarnir eru til þess að setja inn í þessa fjölskyldustemn­ ingu.“ Hann ýjaði að því að and­ staða sitjandi dómara við að fá hann inn í dómstólinn hafi mögu­ lega verið vegna þess að þeir teldu hann ólíklegan til þess að sætta sig við að samþykkja allt þegjandi og hljóðlaust. Jón Steinar lagði það til á fundinum að nýir hæstarétt­ ardómarar yrðu valdir á þann veg að hæfnisnefnd veldi úr þá um­ sækjendur sem uppfylltu kröfur um hæfni. Ráðherra velji svo þann kandídat sem honum hugnist best en Alþingi samþykki skipunina svo endanlega. Nýir dómarar í beina sjónvarpsútsendingu Hann vildi hins vegar ganga lengra og fá dómarann til þess að svara fyrir þingnefnd spurningum um hvaða grundvallarreglur gildi um starf hæstaréttardómara, helst í beinni útsendingu í sjónvarpi. Tilgangur­ inn var sá að sú framkvæmd myndi stuðla að því að ólíklegra væri að dómari viki frá lögfræðilegri sann­ færingu sinni, eitthvað sem ber­ sýnilega mátti heyra að Jón Steinar flokkaði sem höfuðsynd dómarans. Á fundinum vék hann iðulega að því að dómarar væru að gera mála­ miðlanir á lögfræðilegri sannfær­ ingu sinni og að sératkvæðin, sem hann notaði óspart, væru vannýtt verkfæri. Hann hvatti að lokum lög­ fræðinga landsins til að vera dug­ lega við að gagnrýna Hæstarétt og ákveðna dóma en að hans mati væru menn allt of smeykir við það, mögu­ lega af ótta við að falla í ónáð. n „Ég hvísla því nú að ykkur, og þið megið engum segja það, að breytingarnar voru oft á tíðum til þess að gera textann óskýrari. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður Jón Steinar hefur miklar áhyggj- ur af stöðu Hæstaréttar og taldi að allir gætu verið sammála um það, óháð flokkspólitík, að brýnt væri að koma dómstólunum í lag. Tillögur Jóns Steinars að úrbótum: n Millidómsstig. Hæstarétt skipi fimm manns þar sem allir dæmi í öllum málum. n Hvert mál fari aðeins á tvö dómstig. n Ritun atkvæða. Persónuleg ábyrgð dómara á forsendum sínum. n Nauðsynleg breyting á reglum um skipan nýrra dómara. n Einstök smærri atriði, til dæmis bann við setu dómara í réttarfarsnefnd. n Brýnasta verkefni í þjóðmálum á Ís- landi er að koma dómstólunum í lag og þá einkum Hæstarétti. Ekki flokkspóli- tískt verkefni. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.