Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.2016, Page 13

Læknablaðið - 01.04.2016, Page 13
LÆKNAblaðið 2016/102 173 SLL á árunum 2003-2013, eða að meðaltali 14,6 á ári (mynd 1). Ár- legt nýgengi var að meðaltali 4,55/100.000 en aldursstaðlað árlegt nýgengi var 3,00/100.000.17 Þegar hópnum var skipt niður eftir kyni var nýgengi meðal karla á tímabilinu 6,14/100.000 en með- al kvenna 2,95/100.000. Meðalaldur við greiningu CLL var 70,9 ár fyrir allan hópinn (miðgildi 71,2 ár), en 69,7 ár hjá körlum og 73,4 ár hjá konum (p=0,064). Gögn um sjúklinga í rannsóknarhópnum komu frá blóðmeinafræðideild Landspítala (n=134), Krabbameins- skrá (n=133) og Læknasetrinu (n=62) en flestir sjúklingar voru á skrá hjá bæði blóðmeinafræðideild og Krabbameinsskrá (mynd 2). Sjúklingar með greininguna CLL voru alls 142 (88,2%) en 19 (11,8%) fengu greininguna SLL á vefjasýni. Af rannsóknar hópnum voru 133 (82,6%) skráðir í Krabbameinsskrá, en skrána skorti upp- lýsingar um 28 sjúklinga (17,4%). Aðeins einn af þeim 28 sjúk- lingum sem ekki fundust á lista Krabbameinsskrár hafði fengið CLL-greiningu með rannsókn vefjasýnis, en 25 höfðu greinst með frumuflæðisjárrannsókn og tveir með beinmergsstroki. Kannað var með hvaða hætti CLL-greining sjúklinga var staðfest. Í rannsóknarhópnum var greining staðfest með flæði- sjárrannsókn hjá 134 (83,2%) en gerð var vefjarannsókn (á bein- merg og/eða eitilvef) hjá 114 (70,8%). Í 8 tilfellum af þessum 114 var ekki hægt að staðfesta CLL út frá vefjasýninu sem tekið var. Sjúkdómurinn var þá staðfestur með öðrum aðferðum, oftast með flæðisjárrannsókn. Fyrsta greining var gerð með flæðisjárrann- sókn hjá 76 sjúklingum, með vefjagreiningu og flæðisjárrannsókn hjá 49 sjúklingum en eingöngu var gerð vefjagreining hjá 29 sjúk- lingum (mynd 3). Ef vefjagreining og flæðisjárrannsókn voru gerð- ar með minna en 10 daga millibili, var hvort tveggja skilgreint sem fyrsta greining. Í fáum tilvikum virtist greining gerð einungis með mergstroki (n=6) eða blóðstroki (n=1). Sjúkraskrár voru rýndar til þess að afla upplýsinga um sjúk- dómseinkenni/-teikn við greiningu (tafla I). Upplýsingar um sjúk- dómseinkenni fundust fyrir 151 sjúkling (93,8%), þar af voru ein- kenni hugsanlega tengd CLL til staðar hjá 67 (44,4%) en ekki hjá 84 einstaklingum. B-einkenni (hiti, megrun, nætursviti) voru til stað- ar hjá 29 (19,2%). Tafla II sýnir niðurstöður helstu blóðrannsókna hjá rannsóknarhópnum við greiningu. Upplýsingar um fjölda eitilfrumna í blóði við greiningu fundust hjá 152 (94,4%) sjúkling- um og var meðalfjöldi eitilfrumna 20,6x109/L (miðgildi 10,7x109/L). Áhættustigun á borð við Rai/Binet eru enn víða notuð við mat á sjúkdómsstigi CLL. Upplýsingar um eitla- eða miltisstækkun, eitilfrumutalningu og blóðhag úr sjúkraskrá voru notaðar til þess að reikna út Rai-stig fyrir sjúklinga þýðisins. Nægar upplýsingar fengust til útreiknings Rai-stigs fyrir 133 af 142 CLL sjúklingum, en 19 höfðu SLL (tafla III). Flestir CLL-sjúklinga höfðu lágt Rai-stig (stig 0, n=72) en færri meðalhátt (stig 1-2, n=21) eða hátt Rai-stig (stig 3-4, n=40) við greiningu. R A N N S Ó K N Mynd 3. Aðferð við fyrstu greiningu CLL. Mynd 2. Rannsóknarhópurinn. Upplýsingar um sjúklinga greinda með CLL/SLL á tímabilinu fengust frá Krabbameinsskrá (n=133), blóðmeinafræðideild Landspítala (n=134) og Læknasetrinu í Mjódd (n=62). Tafla II. Niðurstöður blóðrannsókna við greiningu. Viðmiðunargildi voru fengin úr þjónustuhandbók rannsóknarsviðs Landspítala. Meðal- tal Mið- gildi Lægsta gildi Hæsta gildi Viðmiðunar- gildi Hvít blóðkorn (x109/L) 27,0 16,2 4,4 537,6 4,0-10,5 Hemóglóbín (g/L) Karlar 136,8 139 65 181 134-171 Konur 132,4 134 90 161 118-152 Blóðflögur (x109/L) 219 219 25 389 150-400 Eitilfrumur (x109/L) 20,9 10,1 0,4 526,0 1,1-4,0 Albúmín (g/L) 41 42 28 51 34-45 Kreatínín (µmól/L) 91 84 47 377 60-100 Þvagsýra (µmól/L) 368 359 170 684 180-480 Laktat dehýdrógenasi (U/L) 244 198 38 861 105-205 Tafla III. Útreiknað Rai-sjúkdómsstig 133 sjúklinga með CLL og tími að með- ferð. Ekki var tölfræðilegur munur á meðaltíma að meðferð hjá sjúklingum með meðalhátt eða hátt stig, en þeir sem höfðu lágt Rai-stig við greiningu CLL fengu lyfjameðferð marktækt síðar (p=0,01). Rai stig Lýsing stigs Fjöldi sjúklinga Áhætta Rai-stigs Meðaltími að meðferð (ár) Stig 0 Fjölgun eitilfrumna 72 Lág 2,5 Stig 1 Fjölgun eitilfrumna + stækkaðir eitlar 16 Meðalhá 0,5 Stig 2 Fjölgun eitilfrumna + stækkað milta/lifur 5 Stig 3 Fjölgun eitilfrumna + rauðkornafæð 25 Há 0,9 Stig 4 Fjölgun eitilfrumna + blóðflögufæð 15

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.