Læknablaðið - 01.04.2016, Page 14
174 LÆKNAblaðið 2016/102
Leitað var að mælingum á forspárþáttum eins og litninga-
breytingum og ofurstökkbreytingaástandi (IgHV mutational stat-
us). Niðurstöður litningarannsókna lágu fyrir hjá 18 sjúklingum
(11,2%) en ofurstökkbreytingaástand var einungis mælt hjá tveim-
ur sjúklingum. Í 8 tilvikum þar sem litningarannsókn var gerð
fundust engar breytingar, en þær litningabreytingar sem greindust
oftast voru úrfelling 13q14 (n=6) og þrístæða á litningi 12 (n=2).
Niðurstöður eitilfrumutalninga fyrir greiningu CLL fundust
hjá 99 sjúklingum (61,5%) og var hækkun eitilfrumna til staðar
(4,0x109/L) hjá 85 (85,9%). Ef fleiri en ein hækkuð eitilfrumutalning
fannst fyrir greiningu var sú elsta skráð og var meðaltími frá elstu
hækkun eitilfrumna að greiningu CLL 2,8 ár (miðgildi 2,3 ár) en
var allt frá 0,1 ári til 13,4 ára (mynd 4). Fjöldi eitilfrumna var allt frá
4,0x109/L (efri mörk eðlilegs eitilfrumufjölda) að 41,4x109/L (meðal-
tal 7,3x109/L, miðgildi 5,4x109/L).
Þann 1. mars 2014 höfðu 57 (35,4%) sjúklingar í rannsóknarhópi
fengið meðferð vegna CLL/SLL. FCR var algengasta fyrsta með-
ferð (n=24, 42,1%) en chlorambucil kom þar á eftir (n=14, 24,6%).
Rituximab var hluti meðferðar hjá 39 sjúklingum (68,4%). Af þeim
57 sjúklingum sem höfðu fengið meðferð við CLL/SLL voru 23
(40,4%) meðhöndlaðir fljótlega eftir greiningu. Meðaltími að með-
ferð (time-to-treat) var 1,3 ár fyrir allan hópinn, en fyrir þá sjúk-
linga sem ekki voru meðhöndlaðir strax við greiningu var með-
altími að meðferð 2,2 ár. Þeir sem höfðu einkenni við greiningu
fengu fyrr og oftar meðferð (p<0,001), sérstaklega ef B-einkenni
voru til staðar við greiningu (p<0,001). Sjúklingar með lágt Rai-stig
(stig=0) fengu meðferð marktækt síðar en sjúklingar með hærri
stig (p=0,01), en meðaltími að meðferð var 2,5 ár fyrir stig 0, sam-
anborið við <1 ár hjá hinum hópunum (tafla III). Sjúklingar með
eitilfrumufjölda yfir 15x109/L við greiningu voru marktækt líklegri
til að vera meðhöndlaðir (p=0,0023), sem og sjúklingar með grein-
inguna SLL (p=0,0053). Ekki reyndist marktækur munur á hlutfalli
meðhöndlaðra þegar skoðuð voru tengsl við aldur, kyn eða annan
illkynja sjúkdóm.
Kannað var í gögnum Krabbameinsskrár hvort sjúklingar
í hópnum hefðu verið greindir með annað illkynja mein á
lífsleiðinni. Alls höfðu 39 sjúklingar (24,2%) greinst með eina aðra
tegund af krabbameini en 5 sjúklingar höfðu greinst með tvo aðra
illkynja sjúkdóma. Blöðruhálskirtilskrabbamein var algengast
(23%) en lungnakrabbamein kom þar á eftir (16%). Þrír sjúklingar
höfðu annan illkynja blóðsjúkdóm, tveir höfðu mergæxli (multiple
myeloma) og einn (essential thrombocytopenia).
Þann 1. mars 2014 höfðu 47 sjúklingar úr rannsóknarhópnum
látist. Fimm ára lifun var um 70% og miðgildi lifunar 9,4 ár (mynd
5). Lifun sjúklinga sem greindust með CLL yfir 70 ára aldri var
marktækt styttri en yngri sjúklinga (mynd 5, p<0,001), en ekki
voru marktæk tengsl á milli lyfjameðferðar og lifunar (p=0,243).
Marktæk tengsl voru á milli Rai-sjúkdómsstigunar og lifunar þar
sem sjúklingar með hátt Rai-stig lifðu skemur en sjúklingar með
lágt stig (hættuhlutfall 2,3; 95% öryggisbil 1,2-4,5; p=0,01). Þeir
sjúklingar sem greinst höfðu með annan illkynja sjúkdóm höfðu
marktækt verri lifun en þeir sem eingöngu höfðu CLL (p=0,028).
Ekki var marktækur munur á lifun eftir kyni, B-einkennum við
greiningu eða hvort sjúkdómurinn var aðallega í eitlum eða blóði
(SLL eða CLL).
CLL var aðaldánarorsök 22 af 47 látnum sjúklingum, en aðr-
ir kvillar eins og hjarta- og æðasjúkdómar og önnur krabbamein
komu þar á eftir (tafla IV). Af þeim 25 sjúklingum sem ekki höfðu
CLL skráða sem aðaldánarorsök höfðu 16 sjúkdóminn skráðan
sem undirliggjandi dánarorsök, en hjá 9 sjúklingum var CLL ekki
R A N N S Ó K N
Mynd 4. Elsta eitilfrumuhækkun hvers sjúklings áður en CLL-greining var gerð. Út-
lagar hafa verið fjarlægðir.
Mynd 5. Lifun sjúklinga í rannsóknarhópi hjá öllum hópnum og eftir aldri (> eða <
70 ára). Sjúklingar sem greindust eftir sjötugt höfðu marktækt styttri lifun en þeir sem
greindust fyrir sjötugt, p<0,001.
Tafla IV. Aðaldánarorsakir 47 látinna CLL-sjúklinga í rannsóknarhópnum.
Aðaldánarorsök Fjöldi Hlutfall
CLL 22 46,8
Hjarta- og æðasjúkdómar 8 17,0
Krabbamein (ekki í eitilfrumum) 6 12,8
Önnur eitilfrumukrabbamein 4 8,5
Sykursýki 4 8,5
Alzheimer-sjúkdómur 1 2,1
Parkinsons-sjúkdómur 1 2,1
Brátt skeifugarnarsár 1 2,1