Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2016, Síða 16

Læknablaðið - 01.04.2016, Síða 16
176 LÆKNAblaðið 2016/102 R A N N S Ó K N greiningu CLL (98%).8 MBL virtist því vera forstig CLL í flestum tilvikum. Önnur rannsókn frá 2008 á 1520 einstaklingum á aldr- inum 62-80 ára með eðlilegan eitilfrumufjölda sýndi 5,1% tíðni MBL.7 Í sömu rannsókn var hópur 2228 einstaklinga með hækk- un á eitilfrumum (>4x109/L) rannsakaður en aðeins 13,9% þeirra reyndust hafa MBL.7 Niðurstöður þessar endurspegla að MBL get- ur verið til staðar þó fjöldi eitilfrumna sé innan viðmiðunarmarka og að sjaldnast er um MBL að ræða þegar fjöldi eitilfrumna er yfir mörkum. Sjúklingar meðhöndlaðir með krabbameinslyfjum vegna CLL voru 57 (35,4% af hópnum). Eftirfylgnitími sjúklinga var þó mislangur, eða frá 6 mánuðum til 11 ára. Samsett lyfjameðferð með lyfjunum fludarabine, cyclophosphamide og rituximab (FCR) var algengasta meðferðin og var rituximab hluti af meðferðinni hjá meirihluta sjúklinga. Tæplega helmingur hóf lyfjameðferð strax eftir greiningu og höfðu flestir þeirra B-einkenni (hita, megrun og/eða nætursvita) sem geta verið merki um langt genginn sjúk- dóm. Einnig tengdist hækkun á eitilfrumum við greiningu aukn- um líkum á því að fá meðferð. Ekki fannst marktæk fylgni á milli þess að fá meðferð og aldurs við greiningu (p=0,458). Fjölmargir nýir meðferðarvalkostir eru við sjóndeildarhringinn, svo sem tyrósínkínasa-hemjarar, og er þess að vænta að meðferð CLL muni þróast og breytast talsvert á næstu árum.2,22 Fimm ára lifun sjúklingahópsins var 70% en meðaleftirfylgni- tími var 4,2 ár. Sjúklingar yfir 70 ára aldri höfðu verri lifun en yngri sjúklingar en meðalaldur við greiningu var um 71 ár. Athyglisvert er að ekki fannst munur á lifun þeirra sem höfðu ein- kenni við greiningu og einkennalausra (p=0,889), en hins vegar höfðu sjúklingar með lágt Rai-stig við greiningu marktækt betri lifun en þegar um hátt stig var að ræða. Eitilfrumufjöldi við grein- ingu gaf heldur ekki marktækar vísbendingar um lifun (p=0,067). Sjúklingar sem fengu meðferð við CLL höfðu tilhneigingu til þess að hafa betri lifun en ómeðhöndlaðir en munurinn var þó ekki marktækur. Mögulegt er að marktækni hafi ekki náðst vegna þess að í hópi ómeðhöndlaðra eru bæði einstaklingar með vægan sjúk- dóm og aldraðir, veikburða sjúklingar sem ekki er treyst til að hefja lyfjameðferð. Í samanburðarrannsókn á lifun CLL-sjúklinga í mismunandi Evrópulöndum árin 2000-2007 var aldursstöðluð 5 ára lifun 70,4% að meðaltali sem er sambærilegt við okkar sjúk- lingahóp, en lifun var þó hærri í Mið- og Norður-Evrópu (74%) en Austur-Evrópu (58%).23 Langvinnt eitilfrumuhvítblæði hefur hingað til lítt verið rannsakað á Íslandi, en áhugaverð svör fengust við helstu rann- sóknarspurningum verkefnisins. Þannig greindist 161 sjúklingur með CLL á Íslandi á rannsóknartímabilinu 2003-2013 og var árlegt nýgengi 4,55/100.000 íbúa sem er sambærilegt við það sem þekkist erlendis. Einkenni við greiningu voru til staðar í tæplega helm- ingi tilvika og voru eitlastækkanir algengastar, en þó höfðu flestir sjúklingar lágt Rai-stig við greiningu. Því má draga þá ályktun að í um helmingi sjúklinga hafi CLL greinst vegna einkenna sjúk- dómsins en hjá öðrum hafi sjúkdómurinn greinst vegna blóðrann- sóknar af öðru tilefni. Eitilfrumuhækkun reyndist vera til staðar hjá stórum hluta sjúklinga fyrir greiningu. Að lokum er ljóst að bæta má skráningu CLL-tilfella í Krabbameinsskrá. Þakkir Þakkir fá: Jón Þór Bergþórsson og Íris Pétursdóttir, náttúru- fræðingar á rannsóknarstofu blóðmeinafræðideildar Landspítala, Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir, Guðríður Helga Ólafsdótt- ir og Sigrún Stefánsdóttir, starfsfólk Krabbameinsskrár. Sigrún Helga Lund, tölfræðingur og lektor við Háskóla Íslands. Dagmar Guðmundsdóttir, ritari, og annað starfsfólk Læknaseturs í Mjódd. Erla Sveinbjörnsdóttir, starfsmaður Litningarannsókna Landspít- ala. Starfsfólk Sjúkraskráarsafns Landspítala við Vesturhlíð. Guð- rún Kr. Guðfinnsdóttir, starfsmaður Embættis landlæknis. Vís- indasjóður Landspítala.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.